Fuglaþolinmæði

Fuglinn hefur verið að reyna soldið á þolrifin síðustu daga. Hún er farin að vera með svo mikil læti, öskrar og öskrar. Trikkið er að verðlauna ekki öskrið með því að skamma hana eða tala við hana, heldur þarf maður að hunsa hana þegar hún öskar. Á móti þarf að verðlauna hana þegar hún er stillt og góð svo hún sjái að það sé hegðun sem er velkomin.
Ástæður fyrir öskrinu geta verið nokkrar. Ekki nægur svefn (þreytt og pirruð), keppa um athygli sjónvarps og útvarps og bara hreinlega að ná athygli. Líklega hefur hún líka meiri orku þar sem dagurinn er orðinn lengri og það er bjartara úti.

En að hunsa svona fugl sem öskrar og öskrar getur verið ferlega erfitt. Þá er bara að sækja einhverja innri orku og blokkera á þetta og halda áfram að gera það sem maður var að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband