Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Skafið rúðurnar!

Ég skil ekki letina í fólki sem nennir ekki að skafa rúðurnar á bílunum sínum. Mér er alveg sama þó það sé leiðinlegt veður eða kalt úti, þetta er bara öryggisatriði! Ég tek alltaf góðan tíma í að skafa og dusta af bílnum mínum, dusta vel og skafa af öllum rúðum, þríf rúðuþurrkurnar ( þá endast þær líka lengur), dusta af öllum ljósum, af húddinu og helst þakinu líka, og svo síðast en ekki síst, bílnúmeraplötunum.

Styð það heils hugar að sekta þessa vitleysinga sem nenna ekki að dusta af bílunum sínum og skapa hættu í umferðinni með því.

Að sama skapi mætti gjarnan fara að sekta fyrir fleiru, eins og t.d. notkun þokuljósa inni í byggð. Ég þoli það svo innilega ekki að mæta bílum sem eru með þokuljósin á. Þetta blindar mig og ég er nú ekki það slæm með nætursýnina (ekki að ég sjái nú samt í myrkri). Þekki annað fólk sem er mun verra en ég og blindast enn meira þegar það mætir þessum bílum með þokuljósin.


mbl.is Sekt fyrir hélaðar rúður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvö börn og bílveiki í bíó

Ég vil byrja á því að óska tveimur vinkonum mínum innilega til hamingju með sín fyrstu börn!Sunneva, góð æskuvinkona mín eignaðist strák þann 24. og Vala eignaðist stúlku 25. jan :) Hlakka til að fá að sjá litlu krílin og foreldrana.

Annars var helgin nokkuð góð hjá mér. Á föstudaginn, bóndadaginn, bauð ég Tryggva út að borða á Austur Indía fjelagið. Ég er ekkert rosalega mikið fyrir indverskan mat en í tilefni dagsins ákvað ég að velja stað sem honum finnst æðislegur. Ég passaði mig bara á að velja mér eitthvað milt og ég get svo sannarlega ekki sagt að ég hafi orðið fyrir neinum vonbrigðum. Ofboðslega góð og meyr kjúklingabringa. Og þessi indversku brauð eru sko alveg að mínu skapi :) Ég semsagt naut mín alveg jafn vel og elskan mín.
Á laugardagskvöldið vorum við að líta eftir litla bróður hans Tryggva og ákváðum að bjóða honum í bíó. Við fórum á Cloverfield og í anddyrinu stóð að myndin væri ekki fyrir flogaveika, eða þá sem verða bílveikir, sjóveikir og flugveikir. Iss ég skellti mér samt. Ég keypti mér nammi áður en við fórum inn í salinn en ég skellti því ofan í veski eftir hálftíma af sýningu myndarinnar. Gat ekki hugsað mér að fá mér meira, var orðið svolítið bumbult. Myndin er jú tekin á eina "personal" kameru og er á mikilli hreyfingu allan tímann. En mér fannst þetta virkilega skemmtilegur stíll á myndinni og var eiginlega það sem gaf henni allan karakter. Hefði þetta verið gert öðruvísi hefði þetta líklega ekki verið jafn spennandi mynd. En maður var alveg spenntur allan tímann og bjóst við að hvað sem væri gæti gerst hvenær sem var. Mæli með henni sem ágætis afþreyingu.


Bóndadagur

Hvað gera konur fyrir bændur sína á bóndadaginn? Væri gaman að fá sögur frá einhverjum hvað verður gert í dag eða hefur verið gert áður.

Ég hef venjulega ekki gert mikið á bóndadaginn en í fyrra gaf ég bónda mínum húfu og vettlinga sem hafa nýst honum mjög vel hingað til. Í kvöld ætla ég að bjóða honum út að borða og koma honum á óvart með staðsetningunni - held að hann myndi seint giska á rétt svar. Veit að hann hlakkar mikið til.
Mér finnst ferlega gaman að gefa smá á bóndadaginn. Ekkert endilega eins fínt og núna, út að borða, heldur bara eitthvað skemmtilegt. Skemmtilega bók, trefil, eitthvað lítið dót í eldhúsið - já mikið af hugmynum fyrir framtíðina :)

En hvað segið þið, hvað gerið þið á bóndadaginn?


Fólk í of lélegu formi

Er þetta ekki bara svipað og þegar fólk sem er í lélegu formi byrjar að hreyfa sig eftir langa kyrrsetu og byrjar of skart? Enda mæla þeir í fréttinni ekki á móti þessu heldur að fólk stundi leikina í hófi. Fólk er greinilega að gleyma sér í spilun.. sem er samt ekki skrýtið þar sem þetta eru alveg einstaklega skemmtilegir leikir sem henta bæði börnum og fullorðnum.

Það fyrsta sem allt vant hlaupafólk segir við mig þegar það heyrir að ég er byrjuð að æfa hlaup er einmitt "Passaðu þig bara að byrja ekki of skart, taktu þessu rólega og vinndu þig hægt og rólega upp. Það leiðinlegasta sem þú gætir lent í eru meðsli af því að þú fórst of hratt af stað!"

Ég segir bara - Wii inn á hvert heimili og allir að hreyfa sig - í hófi til að byrja með ;)


mbl.is Tilfellum Wii heilkennis fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er svo ekki að fylgjast með lífi fræga fólksins

Hafði ekki hugmynd að hún ætti von á barni. Vissi heldur ekki um hana Christinu. Maður ætti kannski að fara að lesa slúðurblöðin oftar svo maður geti verið með í umræðunni...

..nee held ekki. Líf þeirra kemur mér barasta ekkert við og þau mega lifa í friði fyrir mér.

En já, að horfa á fæðingu eign barns.. baaah held ég gæti það ekki! Finnst nógu erfitt að horfa þegar nál er stungið í mig. Hvað þá að sjá eitthvað stórt flykki koma út úr líkamanum mínum. En maður veit nú aldrei fyrr en á hólminn er komið, hver veit, kannski á ég eftir að biðja um spegil. Aldrei að segja aldrei!


mbl.is Horfði á fæðinguna í spegli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu margir jeppamenn fara af stað núna?

Tjah.. hvað veit maður miðað við síðast þegar var varað við stormi og viti menn - jeppafólk festist uppi á hálendi! Þvílíkur vitleysisgangur sem mér fannst það - og að taka börnin með?!? Ussussuss!

Jæja ég vona að þeir hafi nú lært af þessu.

En afsakið vitleysisganginn í mér, "asahláka"? Er það hláka sem myndast með miklum asa - svo úr verður mikill vatnselgur? Bara spyr.. :)


mbl.is Varað við stormi, asahláku og hárri sjávarstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æj smá heilsublogg

Já ég veit ég veit ég ætlaði ekki að heilsublogga neitt hérna megin en ég bara bara svo ánægð með sjálfa mig að hafa náð að hlaupa heila tvo kílómetra án hvíldar í morgun á jöfnum hraða. Og var ekkert nálægt því eins móð og þreytt eins og á þriðjudaginn þegar ég náði að hlaupa 1.3 km. Játs geðveikt stolt. Hef ekki hlaupið svona rosalega mikið í mörg mörg mörg ár.
Svo er komið ferlega gott hvatningakerfi upp í vinnunni sem kom mér á lappir í morgun. Uppi á vegg inni í matsal hangir tafla með öllum dögum mánaðarins og nöfnum allra starfsmanna. Þegar maður hefur verið duglegur getur maður svo límt broskallalímmiða á daginn sem maður gerði eitthvað. Mig langaði nú pínu að sofa í morgun en hugsaði svo "Nei! mig langar að setja broskall á daginn í dag" og dreif mig. Og sé ekkert eftir því :)

Jæja.. ekki meira heilsublogg hérna - lofa (nema kannski þegar ég brýt helstu múrana - 3 km, 4 km, 5 km :) )


Killerumferð

Já miðað við hvernig umferðin er orðin núna og klukkan ekki búin að slá fimm þá býst ég við langri heimferð. Spurning hvort maður taki með sér nesti í bílinn. En ég hef sagt það áður og segi það aftur, ég neita að láta þessa miklu umferð pirra mig, ég tek heimferðinni bara með ró og hlusta á útvarpið. Aðra sögu væri líklega að segja ef ég væri tímabundin eða þyrfti að ná í barn á leikskóla eða eitthvað þannig en þegar ekkert er framundan nema góður tími heima með fuglinum og að skrifa ræðu fyrir morgundaginn þá er engin ástæða til að stressa sig.


Snilld!

Alltaf svo gaman að lesa "Raunasögur Ræningja"...

Bara snilld að rannsóknarlögreglan skuli akkúrat hafa verið inni í versluninni þegar þjófurinn kom á staðinn. Þetta er svona ekta sena sem maður sér í einhverri grínmynd eða gamansömum lögguþætti :)


mbl.is Ræningjar staðnir að verki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilsufarsástand

Átakskeppnin í vinnunni byrjar í dag. Það er verið að mæla alla í þessum skrifuðu orðum og ég var að koma úr minni mælingu. Almennileg mæling sko. Auk þess hefðbundna, þyngd, fituprósenta og ummál var mældur blóðsykur, kólesteról og þol. Þessa mælingu fæ ég svo aftur í heild sinni eftir 12 vikur.

Þeir sem hafa áhuga á þessum tölum geta fylgst með á gömlu síðunni minni http://godpool.com.

Nú er því kominn talsverður þrýstingur á að standa sig, átakskeppni OG astma-maraþon! Minns í ræktina beint eftir vinnu!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband