Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Gullkorn vikunnar

Within every obstacle of difficulty you face, there is a seed of an equal or greater opportunity or benefit

grow

Hvað er það við jólin?

Ég bara spyr - hvað er það við jólin sem fær mann til að líða svona ofboðslega vel. Nú er ég að hlusta á jólalög með Canadian Brass Orchestra og það færist strax yfir mig einhver ofboðsleg vellíðan og innri friður. Ég kemst í gott skap og allar áhyggjur hverfa eins og dögg fyrir sólu. Það er eins og einhver efni leysist úr læðingi í líkamanum sem veldur þessu - eins og þegar maður er búinn að æfa og endorfínið kikkar út í blóðið og maður verður orkumikill og líður vel. Þetta er aðeins öðruvísi vellíðan, en góð er hún :)

Ahhh jólin. Yndislegur tími. Minn uppáhaldstími.

santa-12


Þú getur bjargað mannslífum!

Þú getur bjargað mannslífum!

Mánudaginn 27. október kl. 17:30 verður Malaríuhlaup JCI haldið til styrktar verkefninu Nothing But Nets.

Á 30 sekúndna fresti deyr barn í Afríku af völdum malaríu. Með því að safna fé til kaupa á malaríunetum og senda til Afríku er hægt að bjarga börnum og fjölskyldum þeirra frá vísum dauða.

Hvert net kostar aðeins um 1.000 kr. og dugar fyrir heila fjölskyldu í fjögur ár.

Við hvetjum þig til að mæta hvort heldur er til að ganga, skokka eða hlaupa.

Þátttaka og stuðningur er aðalmálið, með þinni þátttöku getur þú bjargað heilli fjölskyldu!

Boðið er upp á 3 km skemmtiskokk án tímatöku og 5 km hlaup með tímatöku.

Rásmark er við Skautahöllina í Laugardal og verður hlaupið á stígum í Laugardal.

Þátttökugjald er 1.000 kr. fyrir 3 km skemmtiskokk og 1.500 kr. fyrir 5 km hlaup.

Skráning fer fram á www.hlaup.is til kl. 21:00 sunnudaginn 26. október.

Á hlaupadegi verður hægt að skrá sig á staðnum í anddyri Skautahallarinnar í Laugardal frá kl. 16:00 þar til 10 mínútum fyrir hlaup.

Athugið að ekki er hægt að greiða með greiðslukorti á staðnum en hægt er að nota greiðslukort í forskráningu á hlaup.is.

Nánari upplýsingar um hlaupið er að finna á www.jciesja.org/nothingbutnets

Nánari upplýsingar um verkefnið Nothing But Nets er að finna á www.nothingbutnets.net og www.jci.cc/nothingbutnets

Ég hvet þig til að alla sem þú þekkir vita – því fleiri sem mæta því fleiri lífum verður bjargað.

 


63 dagar

til jóla Grin

 

jólakúla í snjó

 

...alveg kominn tími til að setja vel valda jólatónlist "á fóninn" Joyful


Gullkorn vikunnar

Til hvers að búa yfir hæfileikum ef þú leyfir ekki umheiminum að njóta þeirra?

Enginn súludans í dag

Ég er barasta að drepast úr harðsperrum í kálfunum og tel óráðlegt að ofgera þeim og nauðga með dansæfingum. Í staðinn ætla ég að taka létta gönguæfingu (mjög hæga) og lyfta (með efri líkamanum - ætla að hlífa fótunum).

Og hver skyldi nú vera ástæða þessara harðsperra í kálfunum?

Hér sjáið þið hana (ásamt leiðinni sem var gengin):
Móskarðshnjúkar

AstmaFjallgöngugarpar gengu á Móskarðshnjúka síðasta laugardag. Lagt var af stað um 10 leytið í hífandi roki og við okkur tók skafrenningur og enn meira rok. Alls ekki besta veðrið til fjallgöngu. Ég var komin upp á topp um 12:30 leytið og aftur niður um kl. 14:00. Ég veit ekki hvað ég þurfti að stoppa oft á leiðinni til að ná andanum, ég gæti líklega ekki talið skiptin á fingrum beggja handa. En upp komst ég og er geðveikt stolt af því! Þetta er fyrsti tindurinn sem ég hef farið.

Hér er mjög falleg mynd af hnjúkinum en ég væri alveg til í að fara aftur þarna upp þegar veðrið verður svona (t.d. næsta sumar):

 Skyggnið núna var nær þessu (þó kannski ekki alveg svona slæmt, en þó nálægt því - ath ekki mynd af móskarðshnjúkum)

Í næsta mánuði verður farið upp á Vífilsfell og þar næst Keili. Nú hlakka ég bara til - og verð vonandi komin í betri þjálfun þannig að ég verði ekki með svona miklar harðsperrur :)


Marblettir á öxlinni!

Hverjum hefði dottið það í hug að við það að stunda súludans myndi maður fá marbletti. Og enga smá marbletti. Hef fengið risamarbletti á hnjánum, upphandleggjum og á ristinni. En líkaminn virðist fatta þetta og ég venst álaginu og ég fæ æ sjaldnar marbletti.

En eftir tímann í gær þá er að myndast þessi glæsilegi marblettur á öxlinni. Já, ÖXLINNI! Við vorum að prófa nýtt "múv" í gær (eða ég, var ekki í tímanum þegar það var kennt fyrst) sem er reyndar svolítið erfitt að útskýra, en við það að framkvæma þetta "múv" þá varð ég virkilega aum í öxlinni. Svona er það þegar maður heldur nánast heilum líkama uppi á öxlinni - þá verður maður aumur í henni.

Annars átti ég frekar erfitt í tímanum í gær - var alltaf að svitna í lófunum þannig að súlan varð mjög sleip. Gat ekki haldið mér uppi og prófað hin nýju "múvin".

En ein spurning - hversu langt er síðan þú stóðst á höndum?

Við höfum verið að standa á höndum í tímum og ég hef ekki gert það síðan ég var lítil. Er ennþá í erfiðleikum með að koma mér upp - en þegar ég er komin upp þá er það ekkert mál. Þetta er bara spurning um kjark og þor - drífa sig upp. Það kemur með tímanum.. fyrst ég get hangið á hvolfi á súlu hlít ég að geta staðið á höndum upp við vegg Tounge

Smá dæmi um það sem Pole fitness snýst um - við erum samt ekki orðin alveg svona advanced en það eru kannski 2-3 hreyfingar þarna sem ég get (veit þó ekki hversu vel þær líta út)


Nýsköpun og tækifæri á krepputímum

Það er ljóst að samfélagið nötrar þessa dagana vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa á fjármálamarkaði. Fjömargir hafa nú þegar misst vinnuna og vafalítið margir sem eiga eftir að bætast í þann hóp.

 

Það dugar þó lítið að setja alla orku og einbeitingu í að einblína á svartnættið heldur verða menn einfaldlega að setja sér að leita uppi þau fjölmörgu tækifæri sem leynast víða.

Eitt af því besta sem finnst á krepputímum er starfsemi JCI en hún veitir einstaklingum fjölmörg tækifæri til að efla og bæta eigin hæfni og leiðtogahæfileika. JCI hefur einnig sterk tengsl við svið nýsköpunar hér á landi en er auk þess með gríðarlega stórt tengslanet um allan heim, en JCI er starfrækt í meira en 5.000 aðildarfélögum í á annað hundrað löndum. Einungis Rauði krossinn, sameinuðu þjóðirnar og ólympíusambandið er starfrækt í fleiri löndum.

 

Ég hvet því unga og drífandi einstaklinga á aldrinum 18-40 ára að kynna sér starfsemi JCI á Íslandi og erlendis (www.jci.is og www.jci.cc) - En einnig hvet ég áhugasama um að kynna sér nýtt aðildarfélag sem er í stofnum en starfssvið þess verður fyrst og fremst á Alþjóðasviði, Viðskiptasviði og Samfélagssviði. Hið nýja aðildarfélag ber heitir JCI Keilir


TAKTU ÞÁTT Í NÝJUM ÁFANGA JCI Á ÍSLANDI
 

Föstudaginn 10. október, kl 19:45, verður stofnun JCI Keilis í menningar- og listamiðstöðinni Hafnarborg í Hafnarfirði.
Heiðursgestur viðburðarins er Dr. Erol User frá Tyrklandi
en hann er hingað kominn í boði forseta Íslands til að vera viðstaddur bleiku slaufuna (Pink ribbon ball).


Það væri okkur sönn ánæga ef þú gætir séð þér fært að koma á  þennan viðburð og heiðrað bæði Dr. Erol User og  Junior Chamber Internationalmeð nærveru þinni. 
Það er mikilvægt fyrir nýtt félag að fá sem flestaá stofnfund þess því það veitir félaginu aukinn kraft, auk þess sem nýir félagar fá innblástur og hvatningu af þeim stuðningi sem nærvera kraftmikilla einstaklinga veitir.
 
  

JCI_Keilir   
 
Dagskrá stofnfundar:

19:45 – Opið hús
20:00 – Dr. Erol User flytur erindi
20:25 – Tryggvi Freyr Elínarson, einn af stofnendum JCI Keilis kynnir félagið, starfsvettvang þess og verkefnin framundan
20:40 – Andri Heiðar Kristinsson, stofnandi Innovit frumkvöðlaseturs flytur erindi
20:55 – Landsforseti JCI Íslands ávarpar samkomuna
21:00 – Hlé gert á fundinum. Dr. Erol User yfirgefur samkomuna ásamt þeim gestum sem vilja.

 

Eftir stutt hlé taka við hefðbundin stofnfundarstörf, s.s. val bráðabirgðastjórnar, samþykkt lög, inntaka nýrra félaga o.fl.

Gestum er velkomið að fylgjast með þessum hluta hafi þeir áhuga.

 

Fyrir hönd stofnenda JCI Keilis,
Guðlaug Birna Björnsdóttir


Flutningur, stofnfundur, Brian Tracy og Rjómadjamm

Nú er ég stödd í vinnunni og í dag stöndum við í flutningum.

Svona fyrir þá sem ekki vissu þá hefur Teris tekið yfir Mentis, sjá http://vb.is/frett/1/47763/teris-og-mentis-sameinast. Þannig að ég er nú orðinn starfsmaður hjá Teris og við flytjum til Teris í dag.

Í kvöld er svo stórmerkilegur viðburður, Stofnfundur JCI Keilis, nýs aðildafélags JCI í Hafnarfirði. Það erum við Tryggvi sem stöndum fyrir þessu ásamt fleirum. Stofnfundurinn fer fram í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar og er heiðursgesturinn maður að nafni Dr. Erol User, jci félagi frá Tyrklandi en hann er hér á landi í boði forseta Íslands til að vera viðstaddur bleiku slaufuna (pink ribbon ball). Tryggvi mun auðvitað stíga í pontu og segja stuttlega frá nýja félaginu og hvað er á döfinni þar. Þar á eftir mun Andri Heiðar, stofnandi Innovit frumkvöðlaseturs flytja stutt erindi.
Spennandi dagskrá á einni klukkustund, frá 19.45 - 21.00. Eftir kl. 21.00 mun sjálf stofnunin fara fram þar sem farið verður yfir lögin og nýjir félagar teknir inn.

 

Á morgun, laugardag, mun ég svo eyða öllum deginum í Háskólabíó, og fara á námsstefnu með Brian Tracy :) gaman gaman.

Annað kvöld er svo RJÓMADJAMM :D :D


Enga svartsýni takk!

Hér með hefur verið ákveðið að blogga ekkert um þessa kreppu enda leggst maður bara í þunglyndi ef maður einblínir bara á svörtu hlutina. Tók því út færslu um eitthvað svartsýniskreditkortatal - enda er ekki eins og maður ráði ekki við þetta :)

En best ég setji þó aftur inn úr færslunni:

Við vorum s.s. á landsþingi JCI í Danmörku. Okkur var boðið þangað og Tryggvi var að leiðbeina á námskeiði á föstudagsmorgni.

Við mættum til Danmerkur á þriðjudaginn og vorum í Kaupmannahöfn í tvær nætur að slappa af, og heimsóttum líka Bolsjehuset og keyptum inn einhverjar vörur fyrir nammiland.is. Á fimmtudag tókum við svo lest til Aarhus þar sem landsþingið fór fram. Á föstudagsmorgun var Tryggvi svo með námskeið og eftir það skoðuðum við okkur aðeins um í borginni (reyndar löbbuðum við bara frá þingstaðnum að hótelinu sem var um 20 mín labb - en í gegnum bæinn þannig að við sáum helling). Á föstudagskvöld var svo þemakvöld og þemað var Las Vegas. Þar gat ég aftur notað búninginn sem ég keypti fyrir Las Vegas partýið í Mentis um árið. Já, ég get alveg sagt að ég hafi verið svolitla eftirtekt (enda er þetta búningur keyptur í "leikfangabúð"). Kvöldið var virkilega skemmtilegt og það sem var svo sniðugt var að maður keypti spilapeninga í byrjun kvölds og notaði þá svo til að kaupa sér bjórinn á barnum.
Á laugardag ákváðum við að sofa út og taka því rólega yfir daginn. Um kvöldið var svo Gala dinner og partý þar sem allir voru í sínu fínasta pússi. Danir eru mjög duglegir að dansa enda var dansgólfið fullt allt kvöldið - og strákar í Danmörku eru sko ekki feimnir við að bjóða stelpum upp í dans. Bara einn til tveir dansar og svo búið og þá skila þeir dömunni. Mjög gaman. Og þeir eru líka flinkir að dansa (þó þeir segist ekki vera það). En allavega, þetta kvöld var virkilega vel tekið á því og eftir gala dinnerinn var haldið niður í bæ þar sem var haldið áfram. Á leiðinni heim uppá hótel var stoppað í "bæjarins bestu".
Sunnudagurinn var mjööög slappur - lítið borðað og mikið sofið. En á mánudag héldum við aftur til Kaupmannahafnar, héldum á Strikið og svo flogið heim.

En í einu orði sagt var landsþing dana: Snilld!

Í dag kemur til landsins félagi úr JCI í Danmörku og ætlum við að vera góðir gestgjafar og bjóða honum í mat og partý :)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband