Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Eitt að gera sjálfum sér þetta

..en að gera öðrum sem geta ekkert við því gert að hugsa ekki um heilsuna þeirra.. það skil ég ekki.

 Ég á fugl og ég vigta hann reglulega, hann er alltaf í kringum 94-98 grömm og hefur haldist í þeirri þyngd í töluverðan tíma, enda alinn á góðu fæði. Ef hann fer að þyngjast sker ég út feitu kornin - en hingað til hefur ekki komið til þess.

Það eru ekki allir sem vita það en ein helsta dánarorsök gælufugla er einmitt slæmt mataræði og ekki nógu fjölbreytt. Fólk heldur kannski að það sé allt í lagi, fuglinn er að borða kornið sem var keypt í gæludýrabúðinni en málið er að mikið af því korni er bara ekki nógu gott auk þess sem fuglarnir eru gjarnir á að velja úr korninu. Fólk heldur að hann sé að borða vel því það er mikið af hýði en ef vel er að gáð eru þetta oft hýðið utan af "óholla" og feita korninu. Auk þess þurfa fuglarnir að fá fjölbreyttara fæði eins og ávexti og grænmeti.

Gott próf til að athuga hvort fuglafæðið er gott er að taka nokkur korn og rækta í bómull (eins og maður gerði í grunnskóla). Ég hef reyndar ekki gert það sjálf en vinkona mín hefur borið saman fæðið þaðan sem við kaupum það (hjá Tjörva í Furðufuglar og fylgifiskar) við fæði úr gæludýraverslun og fæðið frá honum Tjörva spírir mun betur. Sem þýðir að það er hollara og næringarríkara.


mbl.is Vaxandi offita íslenskra gæludýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Right on schedule

* Varúð - heilsublogg * 

Við Tryggvi bjuggum til excel skjal þar sem við settum vikulegt markmið okkar í 12 vikur og svo fyllum við út rauntölur. Svo er svona voða fínt línurit sem segir til um markmiðið og raunina þannig að við sjáum árangurinn myndrænt.

Núna erum við að enda viku 3 og svei mér þá, ég er bara alveg á áætlun. Búin að missa 2.4 kíló og lækka um 1.7 fituprósentustig. Veii. Ég hélt ég myndi ekki ná þessu þar sem ég var ennþá 67 kg síðast þegar ég vigtaði mig (á þriðjudagsmorgun að mig minnir) en svo allt í einu er ég bara orðin 65.7. Sá ekki einu sinni 66 á vigtinni.. bara gaman að því :-)

Þessar þrjár vikur hafa verið pínu strembnar á köflum, ekki vegna þess að mig langar óstjórnlega í eitthvað óhollt, nei, þvert á móti þá hef ég ekki fengið nein svona "sterk freistingaköst" ef svo má kalla, heldur er það sem mér finnst erfitt er skipulagningin og að fara eftir mataráætlun í einu og öllu. Stundum erum við bara þreytt þegar við komum heim á kvöldin og þá nennir maður ekki endilega alltaf að hugsa um hvað er í matinn á morgun og útbúa hádegisnestið o.þ.h. En við gerum það samt. Á móti kemur að það er nú voða þægilegt að þurfa ekki að hugsa um það á hverjum degi hvað eigi að vera í matinn á morgun því við getum bara litið á listann.

Við erum búin að vera mjög passasöm með þetta, þ.e. að fara alls ekki út fyrir matarplanið, þó við höfum kannski skipt út einni hollri máltíð fyrir aðra holla, þá erum við alls ekki að fara út í óhollan mat, nema á frjálsum dögum. Pössum upp á allt saman. Ég leyfi mér ekki einu sinni að fá mér humarpottrétt hjá vinkonu minni í kvöld því í sósunni er smjör og rjómi og rjómaostur og allskonar soleis, sem ég hefði leyft mér á frjálsa deginum en ég vil ekki fara út fyrir planið og fá mér soleis á venjulegum degi. Hún ætlar hinsvegar að vera svo ofboðslega væn og taka nokkra humarhala frá fyrir mig og ofnbaka þá :) Þannig að ég missi ekki alveg af humrinum veeei :)

Málið er nú bara þannig að við ákváðum að vera mjög ströng þessar 12 vikur og ekki leyfa eitt einasta frávik á venjulegum degi. Til þess eru frjálsu dagarnir. Því ef við leyfum okkur einhverntíma frávik þá er hætta á að við leyfum okkur það aftur einhverntíma. Og svo erum við líka svona ströng meðan við erum að koma þessu upp í vana. Þegar við erum orðin reyndari í þessu og getum nánast fengið okkur að borða án þess að hugsa (þ.e. erum hætt að þurfa að hugsa "hvað er mikil orka í þessu, hvað er mikið prótein, hvað er mikil fita, hvað er mikið kolvetni og þetta kemur að sjálfu sér), þá getur maður KANNSKI farið að leyfa sér eitt og eitt frávik eins og með humarpottréttinn.


Kominn tími á þrif

Er að hugsa um að splæsa á alþrif á bílinn minn á morgun. Jamm... hann hefur aldrei verið þveginn greyið á þessu rúma ári sem ég hef átt hann WhistlingBlush

En eftir morgundaginn verður hann sætur og fínn Happy

 blár yaris


Forsetaframbjóðandi!

Jebbs, ég er orðin forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum. Þetta byrjaði sem djók en er komið töluvert lengra - aldrei að vita nema ég flytji í hvíta húsið og Tryggvi verði "first gentleman" :-)

Hefði líklega verið hægt að koma í veg fyrir eitt þeirra og jafnvel ná þeim á staðnum

Eins og ég sagði í færslunni á undan lentu tengdaforeldrar mínir í því að það var brotist inn til þeirra í gærmorgun.

Nágranninn sá þegar var verið að spenna upp gluggann og hringdi strax á lögregluna. Það tók lögregluna korter að koma sér á staðinn. Á þeim tíma náðu þjófarnir að stela ýmsu léttu og hvolfa úr hillum og skúffum og koma sér undan. Það er þó talið að þeir hafi náðst sem ég vona að sé rétt. Ég get vel skilið að lögreglan geti verið lengi að koma sér á staðinn þegar er mikið að gera og kannski ekki þörf á að vera komin á staðinn eins fljótt og auðið er þegar langt er liðið frá innbroti, en hvers konar viðbragðstími er þetta þegar innbrotið er í vinnslu og jafnvel alveg á byrjunarstigi. Það var hringt þegar var verið að spenna upp gluggann.


mbl.is Þrjú innbrot á höfuðborgarsvæðinu í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvílíkur dagur

Tryggvi hefur samband við mig rúmlega hálftíu og biður mig um að koma og skutla sér upp á bráðamóttöku þar sem hann var með óbærilega verki í kviðnum. Ég þýt af stað en hringi í pabba og bið hann um að fara og pikka upp Tryggva og ég muni svo hitta þá þar, þar sem pabbi var heima og fljótari að skutlast heldur en ég. Ég hitti þá svo á slysó rétt eftir tíu og um 20 mín síðar vorum við komin inn á stofu hjá lækni. Það eru teknar blóðprufur, blóðþrýstingur, hiti mældur og spurðar spurningar. Eftir smá tíma með lækninum er komin greining, einmitt það sem Tryggvi óttaðist, nýrnasteinar. Hann fékk ógrynni af verkjalyfjum og tóku þau smá tíma að virka. Um tólf/hálfeitt leytið fór hann svo í myndatöku sem staðfesti steininn. Sem betur fer er hann það lítill að hann ætti að fara út án aðgerða. Bara að hrúga í sig verkjalyfjum og bíða.
Ég ákvað að vera heima með honum ef honum skyldi versna og verkjalyfin væru ekki nóg en hann er góður í bili. Það er þó ekki allt búið því steinninn á eftir að skila sér. Vonandi tekur það fljótt af.

Þegar við vorum svo að koma út úr apótekinu í dag þá fáum við skilaboð frá Gunnari bróður Tryggva, en þau fjölskyldan voru á heimleið af ættarmóti á Akureyri (við komum heim í gær) en nágranni þeirra sá innbrotsþjófa spenna upp glugga hjá þeim og hafði hringt á lögregluna sem mætti á staðinn. Þegar þau komu svo heim gátu þau metið tjónið en þjófarnir höfðu tekið ferðatölvu, vínflöskur, skartgripi og eitthvað fleira en höfðu greinilega verið truflaðir.

Vona bara að það verði ekkert meira í dag, þetta er alveg nóg.

Jú reyndar kom strákur frá símanum að tengja sjónvarp símans, það eru þó góðar fréttir :)


Brjóstsykursgerð

Jæja nú er ég farin að bjóða upp á námskeið í brjóstsykursgerð. Hef áður verið með lokuð námskeið fyrir vinnufélaga annarsvegar og JCI félaga hinsvegar (á eftir að vera með eitt JCI námskeið - mikil eftirspurn). Nú var kominn tími til að anna eftirspurn og bjóða öllum upp á námskeið.

Þau sem hafa komið á námskeið til mín hefur fundist þetta afskaplega gaman - og svo er þetta líka svo afskaplega bragðgott Wink

Hér er auglýsingin:

namskeid_augl_litil

 Og heimasíðan er hér

Nú er bara um að gera að hópa sig saman í 4-6 manna hópa eða hafa samband við mig svo ég geti safnað þeim sem eru ekki í hóp saman.


Árans kettir

Og þá sérstaklega einn köttur í hverfinu. Hann er sko búinn að átta sig á því að á Burknavöllunum býr fugl sem honum finnst æði girnilegur. Hann hefur oft mætt fyrir neðan stofugluggann og hrellt grey fuglinn (sem elskar að vera útí glugga) og sleikt út um. Við höfum aldrei náð honum til þess að hrella hann svo hann hætti að mæta í garðinn okkar, hann veit vel að hann er óvelkominn því um leið og hann sér okkur þá þýtur hann í burtu, vitandi að hann getur vel átt von á vatnsgusu - enda höfum við reynt að skvetta á hann.

Í nótt vakna ég svo við heilmikil læti í fuglinum sem flögrar um allt búr, greinilega mjög stressaður. Tryggvi var ekki lengi að átta sig á hvað var í gangi og þýtur fram og öskrar á köttinn sem var kominn inn til okkar. Kötturinn tók á rás út og hrindir gardínunum niður í látunum. Ég kem fram þar sem Tryggvi hefur tekið fuglinn út til þess að halda á honum og róa hann en fuglinn er svo stressaður að hann flýgur út um allt og á alla glugga og það er ekki fyrr en hann lendir á gólfinu sem ég næ honum og get tekið utan um hann. Fer með hann inn í svefnherbergi, held utan um hann og tala rólega til hans. Eftir smá stund fer hann að róast aðeins en er þó mjög var um sig. Við sóttum búrið hans inn í herbergi og það tekur um 20-30 mín í allt að róa fuglinn niður og fá hann til þess að vilja fara aftur inn í búr.

Já árans kötturinn er greinilega að vakta húsið því við erum mjög passasöm á gluggana hjá okkur. En í þetta eina skipti þá hefur hann komist inn um of mikið opinn gluggann og svoleiðis ætlað í feitt. Now the war has really begun. Spurning hvað maður geri til að hann komi bara ekki aftur..


Why?

Skil ekki af hverju þeir eru að hætta að bjóða upp á þetta. Og það vegna þess að þeir eru að aðlaga sig að siðum gestanna ?!? Ég hélt að gestir ættu að aðlaga sig að siðum þess lands sem þeir heimsækja. When in rome....

Svo finnst mér bara ekkert að því að borða hundakjöt. Enda eru þeir hundar sem borðaðir eru væntanlega ræktaðir sem slíkir. Ekki eins og það sé verið að taka einhver gæludýr. Eins og með rotturnar. Fólki finnst það svo ógeðslegt en það er ekki eins og það sé verið að taka einhverjar ógeðslegar ræsisrottur fullar af sjúkdómum heldur er verið að matreiða ræktaðar rottur til matar (þó ég persónulega hafi ekki lyst á að leggja mér þær til munns, þá finnst mér ekkert að því að næsti maður borði þær).

Ætli þetta sé ekki bara viðkvæmni fyrir hundunum "æjjj þeir eru svo sætir það má ekki borða þá".

Folöld eru líka sæt, og gómsæt. Lömb eru líka sæt, og gómsæt.

Eða er málið að þetta eru gæludýr á 5. hverju heimili. Það eiga líka margir hænur sem gæludýr. Og kanínur. Kanínur eru borðaðar á mörgum fínum veitingastöðum. Hvers eiga þær að gjalda frekar en þessir hundar í Kína?

Fyrir mér er þetta bara kjöt til að borða. Gæludýrið mitt er hinsvegar ekki kjöt til að borða, heldur vinur minn. Ég borða ekki vini mína eða vini annarra. Ég borða kjöt. Kjöt sem kemur af dýri sem er ræktað til þess, eða hefur lifað villt úti í náttúrunni.


mbl.is Ekkert hundakjöt á boðstólnum í Peking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki spéhrædd

..eða ég býst ekki við því að ég verði það þegar ég yfirgef þennan heim, svo ef einhver hópur af ungmennum sem eru að vinna í kirkjugarðinum langar að sjá mig þá skal ég glöð gefa þeim leyfi til þess hér með. Það er ekki eins og það hafi verið einhver sýning í gangi fyrir almenning, 500 kall inn og þú færð að sjá lík. Mér finnst þetta tilvik frekar saklaust, hópur ungmenna í sumarstarfi - í kirkjugarði. Bara að fá að skoða vinnustaðinn eins og hann leggur sig. Þegar ég hef byrjað í nýrri vinnu hef ég fengið túra um staðinn, og jafnvel fengið að sjá hluti sem eru top secret og mikið lagt í öryggi (og eldri starfsmenn hafa jafnvel aldrei fengið að sjá).

Ok það er kannski ekki alveg hægt að líkja þessu saman en mér finnst allavega ekkert að þessu einstaka tilviki. Hinsvegar er ég alveg sammála að látnir eru ekki sýningagripir fyrir hvern sem er og það mætti setja einhverjar reglur varðandi það hvernig lík er höndlað frá dauða til grafar og hverjum er hleypt nálægt því.

En EF ég dey í alvarlegu slysi sem hefði mátt koma í veg fyrir (t.d. bílslysi, bruna o.fl sem menn geta stundum ráðið við) þá skal ég glöð gefa líkama minn til vísinda, vera til sýnis t.d. fyrir krakka sem eru að taka bílpróf og fólk sem hefur misst prófið vegna of hraðs aksturs eða að keyra full/ur..
Annars vil ég vera brennd, sett í krukku og upp í hillu í grafhýsi (ég vil ekki fá heila gröf í kirkjugarði undir mig!).

BTW, ég hef aldrei skilið þessa áráttu hjá fólki að geyma sjálft öskuna af ættmennum heima hjá sér. Að vera með þau í einhverri flottri krukku uppi á hillu... neih ekki sjarmerandi, auk þess sem það hlýtur að gera það erfiðara að "halda áfram". Það er ekki eins og það sé bara mynd af viðkomandi uppi á hillu að minna mann á sig. Nei, viðkomandi bókstaflega ER uppi á hillu og gerir manni erfiðara fyrir að hugsa minna um sig. Úff. Nei.


mbl.is Látnir ekki sýningargripir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband