How low can you go

Að líkja eftir klæðnaði og aðbúnaði björgunarsveitanna á sölustöðum. Ja hérna. Sýn þessara aðila er skert af grænum lit seðla.. eða kannski bláum (er ekki fimmþúsundkallinn blár? svo langt síðan ég hef séð svoleiðis.. minn "peninga"litur er gylltur eins og kortið mitt). Siðlaust.

Ég skora á hvern sem les þetta að versla eingöngu við björgunarsveitirnar ef það á að kaupa flugelda á annað borð. Björgunarsveitirnar vinna ofboðslega gott starf og þær þurfa góðan útbúnað ef eitthvað kemur upp á hjá mér eða þér. Hvort sem það er lengst uppi á fjöllum, úti á sjó, uppi á jökli eða hvar sem er þá þarf fólkið að komast þangað á sem skemmstum tíma og vera með góðan útbúnað til að takast á við hvaða vanda sem er til staðar. Ég hef sem betur fer ekki þurft að nýta mér einstaklega góða þjónustu björgunarsveitanna en mér finnst afskaplega gott að vita að ef eitthvað kemur upp á að þetta góða fólk muni bregðast fljótt og örugglega við.


mbl.is Hörð samkeppni í flugeldasölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Guðmundsson

Mér hefur lengi fundist flugeldar vera peningasóun en sárabótin sem fylgir á hverju ári þegar maður verslar flugeldana er að maður er að styrkja góðan málstað og ég mun halda áfram að versla við björgunarsveitirnar !!!

Helgi Þór Guðmundsson, 28.12.2007 kl. 13:30

2 identicon

Góður pistill. Mér dettur ekki annað í hug en að versla AÐEINS við Björgunarsveitirnar enda frábært starf sem þær vinna.

Gleðilegt nýtt ár :)

Sólrún (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 13:43

3 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Ég held að staðreyndin sér sorglega sú að þetta fólk þurfi að lenda í aðstöðu þar sem það þarf á hjálp björgunarsveitanna að halda til þess að fatta þetta - sjálfshyggjan er slík!!!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 28.12.2007 kl. 15:13

4 identicon

Er það ekki sjálfshyggja að finnast aðrir eiga að bera aukna virðingu fyrir þinni köllun  og þínu áhugamáli Margrét Elín? Getur það talist rétthugsun að nánast óska fólki þess að það þarfnist bjargar afþví það er ekki á sama máli og þú? Það er kannski ráðlegt að fá nótu fyrir flugeleakaupunum í ár og ganga með hana í veskinu!

Unnur Alda (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband