Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Jóla jólajóla

Ég vil óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Bestu kveðjur,
Guðlaug Birna

TCB2206~Christmas-Tree-Posters


Vika í jól

Bara svona að minna á það ;-)

santa-claus

 

Svosem lítið eftir að gera fyrir jól... kaupa jólaseríur til að setja í gluggana, setja upp og skreyta jólatréð, klára jólagjafamál, klára að taka til og skúra.. ekkert sem við ráðum ekki við á einni viku :)


Enn meira jóla jóla

Það verður nóg um að vera heima hjá mér um helgina, fullt hús alla helgina. Vinkonur og fjölskylda ætla að koma og föndra/baka/búa til sælgæti og skemmta sér vel :)

Í dag er svo jólafatakeppni í vinnunni. Það eru margir skrautlegir og margir leggja mikinn metnað í þetta. Hér er mikið um hallærislegar peysur (svona eins og í Bridget Jones), jólasveinahúfur, hér er einn jólaköttur og ég er svona jólaálfur í rauðum skóm, rauðri glimmerpeysu, grænu pilsi og með jólaskraut á hausnum og sem eyrnalokka :) Kristján er samt eini alvöru jólasveinninn, ekta íslenskur í lopapeysu með skotthúfu. Ekta íslenskur :) Fólk er já mishallærislegt eða flott.. eftir því hvernig á það er litið :) Skemmtilegur leikur.

Held ég skipti samt um föt áður en ég fer í Kringluna á eftir hahaha. Held ég mæti ekki í grænu pilsi, rauðum skóm og með jólaskraut á hausnum.

Og þó. Ágætis húmor í því :-)


Jóla jóla

Nú eru bara tvær vikur til jóla.

Í gær skreytti ég básinn minn í vinnunni. Setti upp 5 diskakúlur, jóladúk sem ég setti minjagripina mína á og svo jólaseríu í gluggakistuna. Og þar sem ég er með "hornskrifstofu" er ég með gott gluggapláss, svo ég er umvafin seríum :)

Diskakúlur? Hvað er nú það? Ég skal reyna að útskýra. Í fyrra var jólaskreytingakeppni hjá Mentis. Hann Þröstur snillingur bjó til kúlur úr gömlum úreltum tölvugeisladiskum með því að bora göt í þá og festa saman með keðju. Innan í kúlurnar setti hann svo jólaseríu og lét 3-4 perur koma út um miðjugatið á hverjum disk. Þannig að úr varð kúla, með ljósi. Virkilega smart og nördalegt.

Þessar kúlur hengdum við svo upp í loft hjá okkur í MV herberginu í Mentis og þegar kom að því að taka niður jólaskrautið týmdum við ekki að taka þær niður. Þær breyttust því úr jólakúlum í diskakúlur (ekki diskókúlur heldur diska - I know - I'm a nerd). Þegar við fluttumst svo yfir í Teris tók ég þessar kúlur að mér og þær hanga núna hjá mér.

Ég byrjaði svo að taka upp jólaskrautið heima í gær. Ég var alveg búin að gleyma hvað við eigum mikið fínt jólaskraut og svo er nú ekki leiðinlegt að eitthvað af því bjó ég sjálf til :) Verður gaman þegar jólaseríurnar verða líka komnar upp og ég tali nú ekki um jólatréð.

Ahh.. jólin.

rhonnafarrer_christmastree

Framúrskarandi ungur Íslengdingur, Landsstjórnarskipti og barnanámskeið í brjóstsykursgerð

Já það var svo sannarlega nóg að gera hjá mér um helgina. Ég reyndar sleppti fjallgöngunni sem var plönuð, bara þurfti að nota tímann til að undirbúa restina af helginni.

En á laugardagskvöldið rétt fyrir kl. 18 mætti ég í sjálfstæðissalinn í Kópavogi (sem er í sama húsi og ég vinn, svo ég mætti næstum því í vinnuna á laugardagskvöldi) til þess að vera viðstödd tilnefningu Framúrskarandi ungs Íslendings (TOYP - The outstanding young persons award) og var það JCI Ísland sem stóð fyrir viðburðinum. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson mætti svo um 18.30 til að afhenda verðlaunin. Það voru þrír einstaklingar sem voru tilnefndir í ár, Örn Elías Guðmundsson (Mugison), Margrét Lára Viðarsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson. Sjá umfjöllun hér.
Systir hans Mugison tók á móti verðlaununum í hans stað og jci félagi tók við verðlaununum fyrir hönd Víkings sem komst ekki þar sem hann var á öðrum stað.

Klukkan 20 hófst svo mexíkóskt jólahlaðborð. Og það skemmtilega var að Víkingur Heiðar sá sér fært að mæta þá um kvöldið, borðaði með okkur og tók þá við sinni viðurkenningu. Við fengum því að kynnast honum og hann spilaði fyrir okkur undurfagurt lag :) Frábært, mjög skemmtilegur strákur og virkilega hæfileikaríkur.
Á þessu kvöldi var ég veislustjóri ásamt Sólbjörgu og gekk það bara mjög vel. Gaman að fá að prófa að vera svona veislustjóri. En auk þess að fá góðan mexíkóskan mat frá Soho, og fá að kynnast honum Víkingi Heiðari voru veittar landsforsetaviðurkenningar og fékk ég eina (veeei) og Tryggvi eina (veeei). Landsstjórnarskipti fóru fram og hélt Landsforseti 2009 frábæra ræðu. Jógvan kom og spilaði fyrir okkur nokkur lög og svo var partý fram á nótt.

Ég fór reyndar snemma heim (og var líka edrú allt kvöldið) því í gær, sunnudag voru nokkur barnanámskeið í brjóstsykursgerð heima hjá okkur. Íbúðin okkar var því full af fólki í allan gærdag og skemmtum við Tryggvi okkur mikið við það. Börn hafa svo frjóan huga og það sem þeim dettur í hug að gera úr brjóstsykrinum er alveg ótrúlegt á stundum. Mjög gaman :)


Jólapirringur

Í fyrra sagði ég "þessi jól (s.s. 2007) ætla ég ekki að stressa mig yfir neinu, bara taka því rólega og njóta aðventunnar". Svo síðar þegar ég var að pakka saman gjöfum kom Tryggvi til mín og sagði mér að slaka aðeins á. Þá stóð hann mig að því að vera "mega" pirruð. Ég hafði óvart dottið í áhyggjugírinn, áhyggjur yfir að ná ekki að klára allt og gera allt fyrir jólin.

Í gær var ég í þeim gír. En ég fattaði það sjálf, eftir soldinn tíma þó. Sem ég tel vera framför. Svo ég talaði um það við Tryggva af fyrra bragði sem hjálpaði mér að komast yfir pirringinn. Ástæðan fyrir pirringnum er sú sama og í fyrra. Áhyggjur yfir að ná ekki að gera allt og klára allt fyrir jólin.

En þá er bara að stoppa aðeins, anda djúpt inn, taka upp dagbókina og skipuleggja hvenær ég ætla að gera hvað. Gera lista yfir það sem þarf að gera og raða niður á daga. Og ég setti niður hvenær ég ætla í jólagjafainnkaup, jólakortaskrif, gjafainnpakkningar, setja upp jólaskraut og jólaseríu o.þ.h. og VÁ hvað það var mikill léttir. Nú hef ég alveg tíma fyrir þetta allt saman. Dagskráin er kannski soldið þröng, en þetta er allt saman á sínum dögum.

Og svo eru jólin nú bara til þess að njóta þeirra og láta sér líða vel, þau þurfa ekki að vera fullkomin!

smile

Sjálfsíkveikjur

Þetta vissi ég ekki. Að olíublautar tuskur gætu kveikt í sjálfum sér. Best að passa sig hér eftir.

Svo var eitt sem sýnt var í kastljósinu að mig minnir sem kom mér mikið á óvart. Á flestum heimilum, ef ekki öllum eru til batterý. Á mörgum heimilum er einnig til stálull. Þetta tvennt er stórhættulegt að geyma saman, því batteríin kveikja í stálullinni á no time. Þetta var sýnt í sjónvarpinu og þá sá maður hvað þurfti lítið til. Maðurinn tók örlítinn bút af stálullinni, lét batteríið vart snerta ullina og *pamm* kviknaði strax í.

Hvernig væri það ef kastljósið eða annar góður þáttur tæki sig til og hefði svona "öryggishorn" í hverjum þætti? Fjallaði um hættur á heimilinu og frætt fólk um hvernig hægt sé að forðast þær :) Bara hugmynd.


mbl.is Kviknaði í Players
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dansandi dýr

Finnst hann bara sætur

 

 

Og svo er hann Snowball bara æði

 


Nammi nammi nammi

Ég get ekki hætt að tala um nammi.

Í gær spurði Stella mig hvort ég hafi verið að borða brjóstsykur. Það væri svona lakkrísbrjóstsykurslykt af mér. Ég var hinsvegar ekki að borða brjóstsykur, það er greinilega bara komin svona krónísk brjóstsykurslykt af mér :-)

Í gær var ég með námskeið og eftir námskeiðið ákvað ég að nota prufu að utan. Gerði kirsuberjabrjóstsykur.. sjitt hvað hann er góður. Klárlega eitthvað sem ég ætla að vinna í að flytja inn :) Svo gerði Tryggvi tilraun með hlaup, við erum að taka inn gelatín þannig að það sé hægt að búa til svona vingummi. Gerðum fljólublátt með "blómabragði" og það var mjööög gott :)

Ætla svo að prófa eitthvað meira nýtt í kvöld eftir næsta námskeið :)

p.s. ég er veislustjóri í partýi fljótlega... einhverjar hugmyndir um leiki?


Þrifæði

Já ég var aldeilis með þrifæði um helgina. Og fannst það bara gaman. Skrúbbaði baðherbergið hátt og lágt, tók til í geymslunni, fyllti bílinn af drasli sem fór í Sorpu, skrúbbaði eldhúsið, þreif eldhúsgardínurnar, skrapaði skítinn af eldavélahellunni, þvoði þvott o.fl.

En ég gerði nú samt fleira en að þrífa um helgina. Í gær var brjóstsykursgerð hjá Teris og var þar mjög margt um manninn. Þar var hreinlega brjóstsykursframleiðsla og þurfti ég 4-5 aðstoðarmenn með mér til að láta þetta ganga upp. 
Svo fórum við í Ikea og keyptum borðplötu og búkka fyrir námskeiðshald í Nammiland.is.

Slappaði líka aðeins af yfir góðu afþreyingarefni, horfði á Zack and Miri make a porno. Vá hvað hún er góð og ég mæli alveg eindregið með henni :) Langt síðan ég hló svona mikið að bíómynd :) Snilld.

zmposter2_9348

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband