Færsluflokkur: Bloggar
21.7.2008 | 18:05
Hvílíkur dagur
Tryggvi hefur samband við mig rúmlega hálftíu og biður mig um að koma og skutla sér upp á bráðamóttöku þar sem hann var með óbærilega verki í kviðnum. Ég þýt af stað en hringi í pabba og bið hann um að fara og pikka upp Tryggva og ég muni svo hitta þá þar, þar sem pabbi var heima og fljótari að skutlast heldur en ég. Ég hitti þá svo á slysó rétt eftir tíu og um 20 mín síðar vorum við komin inn á stofu hjá lækni. Það eru teknar blóðprufur, blóðþrýstingur, hiti mældur og spurðar spurningar. Eftir smá tíma með lækninum er komin greining, einmitt það sem Tryggvi óttaðist, nýrnasteinar. Hann fékk ógrynni af verkjalyfjum og tóku þau smá tíma að virka. Um tólf/hálfeitt leytið fór hann svo í myndatöku sem staðfesti steininn. Sem betur fer er hann það lítill að hann ætti að fara út án aðgerða. Bara að hrúga í sig verkjalyfjum og bíða.
Ég ákvað að vera heima með honum ef honum skyldi versna og verkjalyfin væru ekki nóg en hann er góður í bili. Það er þó ekki allt búið því steinninn á eftir að skila sér. Vonandi tekur það fljótt af.
Þegar við vorum svo að koma út úr apótekinu í dag þá fáum við skilaboð frá Gunnari bróður Tryggva, en þau fjölskyldan voru á heimleið af ættarmóti á Akureyri (við komum heim í gær) en nágranni þeirra sá innbrotsþjófa spenna upp glugga hjá þeim og hafði hringt á lögregluna sem mætti á staðinn. Þegar þau komu svo heim gátu þau metið tjónið en þjófarnir höfðu tekið ferðatölvu, vínflöskur, skartgripi og eitthvað fleira en höfðu greinilega verið truflaðir.
Vona bara að það verði ekkert meira í dag, þetta er alveg nóg.
Jú reyndar kom strákur frá símanum að tengja sjónvarp símans, það eru þó góðar fréttir :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2008 | 17:25
Brjóstsykursgerð
Jæja nú er ég farin að bjóða upp á námskeið í brjóstsykursgerð. Hef áður verið með lokuð námskeið fyrir vinnufélaga annarsvegar og JCI félaga hinsvegar (á eftir að vera með eitt JCI námskeið - mikil eftirspurn). Nú var kominn tími til að anna eftirspurn og bjóða öllum upp á námskeið.
Þau sem hafa komið á námskeið til mín hefur fundist þetta afskaplega gaman - og svo er þetta líka svo afskaplega bragðgott
Hér er auglýsingin:
Og heimasíðan er hér
Nú er bara um að gera að hópa sig saman í 4-6 manna hópa eða hafa samband við mig svo ég geti safnað þeim sem eru ekki í hóp saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.7.2008 | 11:11
Árans kettir
Og þá sérstaklega einn köttur í hverfinu. Hann er sko búinn að átta sig á því að á Burknavöllunum býr fugl sem honum finnst æði girnilegur. Hann hefur oft mætt fyrir neðan stofugluggann og hrellt grey fuglinn (sem elskar að vera útí glugga) og sleikt út um. Við höfum aldrei náð honum til þess að hrella hann svo hann hætti að mæta í garðinn okkar, hann veit vel að hann er óvelkominn því um leið og hann sér okkur þá þýtur hann í burtu, vitandi að hann getur vel átt von á vatnsgusu - enda höfum við reynt að skvetta á hann.
Í nótt vakna ég svo við heilmikil læti í fuglinum sem flögrar um allt búr, greinilega mjög stressaður. Tryggvi var ekki lengi að átta sig á hvað var í gangi og þýtur fram og öskrar á köttinn sem var kominn inn til okkar. Kötturinn tók á rás út og hrindir gardínunum niður í látunum. Ég kem fram þar sem Tryggvi hefur tekið fuglinn út til þess að halda á honum og róa hann en fuglinn er svo stressaður að hann flýgur út um allt og á alla glugga og það er ekki fyrr en hann lendir á gólfinu sem ég næ honum og get tekið utan um hann. Fer með hann inn í svefnherbergi, held utan um hann og tala rólega til hans. Eftir smá stund fer hann að róast aðeins en er þó mjög var um sig. Við sóttum búrið hans inn í herbergi og það tekur um 20-30 mín í allt að róa fuglinn niður og fá hann til þess að vilja fara aftur inn í búr.
Já árans kötturinn er greinilega að vakta húsið því við erum mjög passasöm á gluggana hjá okkur. En í þetta eina skipti þá hefur hann komist inn um of mikið opinn gluggann og svoleiðis ætlað í feitt. Now the war has really begun. Spurning hvað maður geri til að hann komi bara ekki aftur..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.7.2008 | 13:54
Why?
Skil ekki af hverju þeir eru að hætta að bjóða upp á þetta. Og það vegna þess að þeir eru að aðlaga sig að siðum gestanna ?!? Ég hélt að gestir ættu að aðlaga sig að siðum þess lands sem þeir heimsækja. When in rome....
Svo finnst mér bara ekkert að því að borða hundakjöt. Enda eru þeir hundar sem borðaðir eru væntanlega ræktaðir sem slíkir. Ekki eins og það sé verið að taka einhver gæludýr. Eins og með rotturnar. Fólki finnst það svo ógeðslegt en það er ekki eins og það sé verið að taka einhverjar ógeðslegar ræsisrottur fullar af sjúkdómum heldur er verið að matreiða ræktaðar rottur til matar (þó ég persónulega hafi ekki lyst á að leggja mér þær til munns, þá finnst mér ekkert að því að næsti maður borði þær).
Ætli þetta sé ekki bara viðkvæmni fyrir hundunum "æjjj þeir eru svo sætir það má ekki borða þá".
Folöld eru líka sæt, og gómsæt. Lömb eru líka sæt, og gómsæt.
Eða er málið að þetta eru gæludýr á 5. hverju heimili. Það eiga líka margir hænur sem gæludýr. Og kanínur. Kanínur eru borðaðar á mörgum fínum veitingastöðum. Hvers eiga þær að gjalda frekar en þessir hundar í Kína?
Fyrir mér er þetta bara kjöt til að borða. Gæludýrið mitt er hinsvegar ekki kjöt til að borða, heldur vinur minn. Ég borða ekki vini mína eða vini annarra. Ég borða kjöt. Kjöt sem kemur af dýri sem er ræktað til þess, eða hefur lifað villt úti í náttúrunni.
Ekkert hundakjöt á boðstólnum í Peking | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.7.2008 | 07:48
Ég er ekki spéhrædd
..eða ég býst ekki við því að ég verði það þegar ég yfirgef þennan heim, svo ef einhver hópur af ungmennum sem eru að vinna í kirkjugarðinum langar að sjá mig þá skal ég glöð gefa þeim leyfi til þess hér með. Það er ekki eins og það hafi verið einhver sýning í gangi fyrir almenning, 500 kall inn og þú færð að sjá lík. Mér finnst þetta tilvik frekar saklaust, hópur ungmenna í sumarstarfi - í kirkjugarði. Bara að fá að skoða vinnustaðinn eins og hann leggur sig. Þegar ég hef byrjað í nýrri vinnu hef ég fengið túra um staðinn, og jafnvel fengið að sjá hluti sem eru top secret og mikið lagt í öryggi (og eldri starfsmenn hafa jafnvel aldrei fengið að sjá).
Ok það er kannski ekki alveg hægt að líkja þessu saman en mér finnst allavega ekkert að þessu einstaka tilviki. Hinsvegar er ég alveg sammála að látnir eru ekki sýningagripir fyrir hvern sem er og það mætti setja einhverjar reglur varðandi það hvernig lík er höndlað frá dauða til grafar og hverjum er hleypt nálægt því.
En EF ég dey í alvarlegu slysi sem hefði mátt koma í veg fyrir (t.d. bílslysi, bruna o.fl sem menn geta stundum ráðið við) þá skal ég glöð gefa líkama minn til vísinda, vera til sýnis t.d. fyrir krakka sem eru að taka bílpróf og fólk sem hefur misst prófið vegna of hraðs aksturs eða að keyra full/ur..
Annars vil ég vera brennd, sett í krukku og upp í hillu í grafhýsi (ég vil ekki fá heila gröf í kirkjugarði undir mig!).
BTW, ég hef aldrei skilið þessa áráttu hjá fólki að geyma sjálft öskuna af ættmennum heima hjá sér. Að vera með þau í einhverri flottri krukku uppi á hillu... neih ekki sjarmerandi, auk þess sem það hlýtur að gera það erfiðara að "halda áfram". Það er ekki eins og það sé bara mynd af viðkomandi uppi á hillu að minna mann á sig. Nei, viðkomandi bókstaflega ER uppi á hillu og gerir manni erfiðara fyrir að hugsa minna um sig. Úff. Nei.
Látnir ekki sýningargripir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.7.2008 | 11:35
"Stjörnuolía"
Hvernig væri að fitan úr öllu fólkinu sem fer í fitusog í Hollywood og nágrenni væri nýtt þar í landi (eða sko í USA)? Þá væri kannski hægt að fá sérstaka "stjörnuolíu".. "fitan úr Britney, fitan úr Lohan"*. Þessar stjörnur myndu þó líklega aldrei viðurkenna fitusog og því væri "stjörnuolían" aldrei viðurkennd sem slík.. en þó góð hugmynd. En örugglega hægt að láta bílaflotann ganga á þessu ansi lengi miðað við þann fjölda aðgerða sem eru framkvæmdar (ekki bara á stjörnunum sko).
*hef ekki hugmynd hvort þessar dömur hafa farið í fitusog þar sem ég fylgist lítið sem ekkert með stjörnufréttum. Aldrei að vita þó ;-)
Fita endurnýtt sem eldsneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2008 | 10:39
Ég hefði gefið þeim pylsurnar
þ.e. ef þeir gleymdu visakortunum.. bara fyrir showið að mæta þarna á þyrlunni. Hefði líka verið upp með mér að ferðalangarnir á þyrlunni hefðu gert sér ferð á minn stað bara til þess að fá sér pylsu :)
Þyrlan nýtt í pylsukaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.7.2008 | 12:54
Ég ætla að veðja á að honum takist þetta á 0 klst
Mér finnst þetta svolítið skringilega áætlað að ætla að synda á 0 - 16 klst. Hvernig ætlarðu að synda yfir Ermasundið á 0 klst? Á ofurhraða kannski. Ef hann er ekki eins vel upplagður þá syndir hann kannski löööööturhægt (miðað við hvernig hann syndir á ofurhraða allavega) og nær þessu á 16 klst
En að öllu gríni slepptu þá finnst mér þetta frábært hjá honum. Go Benedikt
Benedikt Hjartarson stefnir á Ermarsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.7.2008 | 09:11
Og þá hefst það
84 dagar af heilsusamlegu líferni.
Jú ég býst nú við að eftir þessa 84 daga verði þessu heilsusamlega líferni haldið áfram en í dag er 1. dagurinn af okkar eigin Body-for-LIFE áskorun. Og í verðlaun er ferð til Indlands.
Og hvað felst í þessu? Við Tryggvi byrjuðum á því að taka "fyrir" myndir af okkur (sem eru þó ekki fyrirmyndir okkar hehe). Svo mældum við okkur og eftir það skrifuðum við niður matseðil vikunnar máltíð fyrir máltíð. Henni verður fylgt eftir í einu og öllu! Sem þýðir að ég ætla að hætta að borða matinn í vinnunni og koma með minn eigin mat. Þrjár klst á milli máltíða sem allar eru rétt samansettar af prótíni, kolvetni og fitu (góðri fitu). Auk þess munum við halda áfram að hreyfa okkur eins og við höfum verið að gera - nema við aukum við æfingarnar og setjum meira "fútt" í hverja æfingu svo við fáum sem mest út úr þeim.
Þessi viku matseðill sem við gerðum er fyrir sex daga. Sjöundi dagurinn er frjáls dagur (hjá okkur laugardagur), þá má maður hvað sem er (og auðvitað er manni frjálst að halda áfram í holla fæðinu ef vill - nú eða fá sér kökur og gos ef vill). En hinir sex dagarnir eru mjög strangir. So people, bear with us! Það er ástæða fyrir því að við borðum ekki kökurnar ykkar ef þið bjóðið okkur í kaffi. Nothing personal.
Þetta munum við gera í 12 vikur, 84 daga. Og gangi okkur vel þá munum við verðlauna okkur með því að leyfa okkur að fara á heimsþing JCI í Indlandi í nóvember. Ekki slæmt það :-)
Við hefðum líka skráð okkur í body-for-LIFE keppnina hefðum við getað það. Þessi íslenska, líkami fyrir lífið er ekki lengur í gangi og þessi bandaríska er bara fyrir bandaríkjamenn. En þess í stað erum við bara með okkar eigin keppni :-) Indland baby yeah!
Mín fyrirmynd er þessi kona. Hún er 2cm hærri en ég og þegar hún byrjaði var hún 4kg léttari en ég er í dag. Og í dag er þessi kona geðveikt flott! Ég ætla að verða svona flott :-) Og ég hlakka geðveikt til. Þá mun ég passa í fínu brúnu dragtina sem ég hef aldrei farið í (jú ég hef reyndar nokkrum sinnum farið í buxurnar sem þá voru svolítið þröngar en ég kemst ekki í í dag). Og þá kemst ég í fína silkikjólinn sem var saumaður á mig í Tælandi. Og þá get ég verið í honum á gala kvöldinu á JCI þinginu í Indlandi :-D
Vá hvað ég hlakka til :)
p.s. Hljóp 5.5 km í Laugardalnum á fimmtudag :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.6.2008 | 00:19
Fyrsta ofnæmiskastið
Ohh.. ég er búin að vera að monta mig af því hvað ég er komin með góð lyf, hef nánast ekkert fundið fyrir ofnæmi í allt sumar (en er líka búin að vera dugleg að nota nýju fínu lyfin).
En það kom að því að ég fengi ofnæmiskast. Enda er ég í mikilli snertingu við ofnæmisvaldinn núna. Grasið í garðinum er búið að fá að vaxa villt í allt sumar og ekkert hefur verið gert í því. Af hverju? Vegna þess að þegar við Tryggvi höfum ekki verið í útlöndum þá höfum við verið upptekin, hann er að vinna mikið og ekki fer ég út í garð að slá með mitt ofnæmi. Og þar að auki eigum við ekki sláttuvél svo við þurfum að fá hana lánaða hjá tengdó og þess vegna hefur heldur ekki verið skotist út í garð þegar hefur gefist rúm til (já ég veit - ekkert nema afsakanir).
Tryggvi gaf sér þó tíma núna í morgun og í kvöld, tók fyrri umferð í morgun áður en hann fór í vinnuna og seinni umferð eftir að hann kom úr vinnunni. Og vá hvað þetta var mikið gras! Og þar sem grasið er alveg extra þurrt vegna vökvaskorts þá þeytast frjókornin af grasinu og stráunum gjörsamlega út um allt - og þar á meðal auðvitað inn í hús og pirra mig í nefinu og augunum. Arg.
Held ég fari bara upp í rúm núna með kaldan þvottapoka yfir augunum. Það er svo gott þegar augun eru pirruð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)