Færsluflokkur: Lífstíll
12.11.2008 | 09:57
Workout mania
Jæja, nú er ég loksins farin að hreyfa á mér rassinn aftur eftir nokkurt hlé. Nei nei ég hef svosem ekki legið alveg flöt í sófanum allan tímann, búin að fara í tvær fjallgöngur, fór jú í súludansinn sem ég hef mætt illa í og hef hlaupið nokkrum sinnum. En ég hef ekki gert neitt reglulega. En nú er komin breyting þar á.
Ég fann síðu á netinu sem heitir Gyminee og hún er vægast sagt algjör snilld. Það er hægt að skrá sig frítt þarna inn og samt fær maður geðveikt mikið fyrir það. Svo er að sjálfsögðu hægt að kaupa sér aðgang og þá fær maður ennþá meira af flottum hlutum. En það sem maður fær í fría "accountinum" er samt alveg ótrúlega mikið. Þarna getur maður sett inn upplýsingar um sjálfan sig, þyngd, hæð, og allt svoleiðis og maður fær súlurit þar sem maður getur fylgst með árangrinum. Það er hægt að setja inn allt sem maður borðar yfir daginn (hægt að vista inn upplýsingar sjálfur - setti t.d. inn Skyr.is) og maður sér myndrænt hvort maður sé að borða rétt. Það er hægt að setja inn þann kaloríufjölda sem maður ætlar/á að borða yfir daginn, bæði hægt að stilla það sjálfur og hægt að setja inn takmarkið sitt og þá er allt reiknað út fyrir mann - og ef maður er ekki að borða rétt þá er manni sagt það. Svo eru hægt að setja inn æfingar sem maður hefur stundað yfir daginn og þá er hægt að fylgjast með hversu duglegur maður er. Þarna eru meira að segja alls konar æfingaáætlanir sem hægt er að fylgja. T.d. er ég núna komin í æfingaprógrammið "Killer abs" sem samanstendur af 2xfjórum æfingum. Þ.e. fjórar mismunandi æfingar fyrir efri magavöðva, og svo fjórar mismunandi æfingar fyrir neðri magavöðva. Þegar maður er svo búinn að gera æfingarnar er hægt að setja inn hversu mikið maður gerði. Og svo getur maður bætt við ef maður gerði eitthvað extra, eins og í dag hljóp ég 3.3 km á 25 mín.
Mæli eindregið með þessari síðu, Gyminee.com, fyrir þá sem vilja fylgjast með árangrinum sínum á góðan hátt og setja á sig áskoranir.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2008 | 12:09
Gullkorn vikunnar
The only limits on what you can do are the ones you impose on yourself by your own doubts and fears
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2008 | 09:55
Súludansmær
Þann 8. september mun ég hefja nám í súludansi. Þó ekki til þess að stunda þá iðn á Goldfinger eða öðrum þannig stöðum heldur til þess eins að koma mér í form á skemmtilegan máta :-) Pole fitness er jú það heitasta í dag... en ég hef nú reyndar ekki verið þekkt fyrir að elta það heitasta eða það sem er mest í tísku. Nei þetta er bara svo spennandi plús ég hef einu sinni fengið að prófa (stelpuóvissuferð í vinnunni) og þá sá ég hvað þarf svakalegan kraft í líkamann og vera liðug til þess að gera þetta. Eftir að hafa prófað þetta þá öðluðust súludansmeyjar mína virðingu. Þetta verður heljarinnar púl þrisvar í viku í vetur og með þessu mun ég halda áfram að stunda mitt hlaup.
Hlaupin ganga annars nokkuð vel. Fór t.d. 5km í gær á 38 mín, innifalið í því er upphitun og smá teygjur eftir upphitunina.. Hreyfði mig líka í morgun þar sem ég kemst ekki í hádeginu í dag. Nýtt plan er nefnilega að fara á hverjum degi í hádeginu og svo þegar ég get heima á brettið eftir vinnu (get það t.d. ekki í dag og gat það ekki í gær)..
Ég er bara orðin húkt á hreyfingu :D
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2008 | 08:02
Right on schedule
* Varúð - heilsublogg *
Við Tryggvi bjuggum til excel skjal þar sem við settum vikulegt markmið okkar í 12 vikur og svo fyllum við út rauntölur. Svo er svona voða fínt línurit sem segir til um markmiðið og raunina þannig að við sjáum árangurinn myndrænt.
Núna erum við að enda viku 3 og svei mér þá, ég er bara alveg á áætlun. Búin að missa 2.4 kíló og lækka um 1.7 fituprósentustig. Veii. Ég hélt ég myndi ekki ná þessu þar sem ég var ennþá 67 kg síðast þegar ég vigtaði mig (á þriðjudagsmorgun að mig minnir) en svo allt í einu er ég bara orðin 65.7. Sá ekki einu sinni 66 á vigtinni.. bara gaman að því :-)
Þessar þrjár vikur hafa verið pínu strembnar á köflum, ekki vegna þess að mig langar óstjórnlega í eitthvað óhollt, nei, þvert á móti þá hef ég ekki fengið nein svona "sterk freistingaköst" ef svo má kalla, heldur er það sem mér finnst erfitt er skipulagningin og að fara eftir mataráætlun í einu og öllu. Stundum erum við bara þreytt þegar við komum heim á kvöldin og þá nennir maður ekki endilega alltaf að hugsa um hvað er í matinn á morgun og útbúa hádegisnestið o.þ.h. En við gerum það samt. Á móti kemur að það er nú voða þægilegt að þurfa ekki að hugsa um það á hverjum degi hvað eigi að vera í matinn á morgun því við getum bara litið á listann.
Við erum búin að vera mjög passasöm með þetta, þ.e. að fara alls ekki út fyrir matarplanið, þó við höfum kannski skipt út einni hollri máltíð fyrir aðra holla, þá erum við alls ekki að fara út í óhollan mat, nema á frjálsum dögum. Pössum upp á allt saman. Ég leyfi mér ekki einu sinni að fá mér humarpottrétt hjá vinkonu minni í kvöld því í sósunni er smjör og rjómi og rjómaostur og allskonar soleis, sem ég hefði leyft mér á frjálsa deginum en ég vil ekki fara út fyrir planið og fá mér soleis á venjulegum degi. Hún ætlar hinsvegar að vera svo ofboðslega væn og taka nokkra humarhala frá fyrir mig og ofnbaka þá :) Þannig að ég missi ekki alveg af humrinum veeei :)
Málið er nú bara þannig að við ákváðum að vera mjög ströng þessar 12 vikur og ekki leyfa eitt einasta frávik á venjulegum degi. Til þess eru frjálsu dagarnir. Því ef við leyfum okkur einhverntíma frávik þá er hætta á að við leyfum okkur það aftur einhverntíma. Og svo erum við líka svona ströng meðan við erum að koma þessu upp í vana. Þegar við erum orðin reyndari í þessu og getum nánast fengið okkur að borða án þess að hugsa (þ.e. erum hætt að þurfa að hugsa "hvað er mikil orka í þessu, hvað er mikið prótein, hvað er mikil fita, hvað er mikið kolvetni og þetta kemur að sjálfu sér), þá getur maður KANNSKI farið að leyfa sér eitt og eitt frávik eins og með humarpottréttinn.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2008 | 10:04
hlaup
Ekki nammihlaup þó.
Fór ekki 6 kílómetrana í gær þar sem ég hafði ekki tíma til þess. Fór þess í stað um 4.6 km. Fínasti hringur sem ég fann mér að hlaupa í gær heima, gæti farið hann tvisvar og þá er ég komin með rétt rúma 9km.
Ástæðan fyrir því að ég flaskaði á 6 kílómetrunum var óviðráðanleg. Tommi og fjölskylda sem búa í Kanada (úr fjölskyldunni hans Tryggva) millilentu á Íslandi og voru óvænt yfir nótt (millilendingavesen) og því var tekinn hittingur og grill með þeim, sér í lagi þar sem Tryggvi missir af því þegar þau stoppa á Íslandi í 4 daga á leiðinni til baka þar sem hann verður í Svíþjóð.
Ég s.s. fór aðra leið og fylgdist vel með klukkunni, fór í sturtu og hafði mig til og labbaði svo upp á holt til tengdó (sem er ca. 1.7 km) enda óþarfi að vera á tveimur bílum og eyða meira bensíni en þörf er á ;-) Fékk því óbeint mína 6km :-)
Ætla að hlaupa í hádeginu í dag.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2008 | 12:41
Alveg hundleiðinlegt blogg
Ég skil það vel ef fólk nennir ekki að lesa bloggið mitt þessa dagana. Ekkert nema heilsutal og mataræði.. myoplex og hlaupafréttir.
En það sem ég ætlaði að segja er að þetta myoplex duft er að venjast. Það var ógeðslega vont á mánudaginn. Ekki eins vont í gær og í dag var það bara sæmilegt, svo sæmilegt að ég þurfti ekki að pína það ofan í mig. Kannski verður það orðið gott í lok vikunnar. Hvort þetta er vegna þess að það er vont en það venst, eða ég er að blekkja sjálfa mig veit ég ekki, er bara fegin að það skánar.
Annars var ég bæði dugleg og ekki dugleg í gær. Dugleg í þeim skilningi að ég bar olíu á garðborðið okkar svo það sé hægt að fara að nota það og svo það skemmist ekki. Ætla að setja aðra umferð á það í dag þegar ég kem heim og jafnvel þá þriðju á morgun. Ekki dugleg í þeim skilningi að ég nennti ekki út að hlaupa. Skamm Lauga. Ég ætla þó að fara að hlaupa í dag þegar ég er komin heim og búin að fara út í búð. Ætla þá að hlaupa nýjan hring sem eru rúmir 6 kílómetrar að heiman. Verst hvað þessi leið er bara engan veginn falleg, allavega ekki strandgatan í hfj auk þess að það er mikil umferð á henni. Ætla annars að byrja á að hlaupa í hádeginu í laugardalnum - fer í það á föstudaginn, jafnvel á morgun OG föstudag. Það er sko fallegur staður til að hlaupa. Ef einhvern langar að joina mér í hlaupatúra í laugardalnum í hádeginu er félagsskapur alltaf vel þeginn.
Lífstíll | Breytt 10.7.2008 kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.7.2008 | 10:53
Dagur 3
Og sjitt hvað mér líður vel! Ég er aldrei svöng og ég er aldrei of södd. Bara passleg. Stundum þarf ég meira að segja að minna mig á að borða svo ég gleymi því ekki (sem þýðir að síðasti skammtur á undan var aðeins of stór - máltíðin á að vera hnefastór).
Ég nenni að sjálfsögðu ekki að elda mér eitthvað fyrir hverja einustu máltíð (sem ég hef auðvitað ekki tíma fyrir heldur - gæti reyndar eldað fyrirfram en ég nenni heldur ekki að borða kjúkling, fisk eða steik í hvert mál) svo þá er gott að fá sér "meal replacement". Við notumst bæði við Myoplex duft og Myoblex bar. Duftið er hreint út sagt ógeð. Maður þrælir því í sig jú en ekki við mikinn fögnuð. Ógeðslegt duftbragð.. þó vanillubragðið og súkkulaðibragðið sem slíkt sé fínt, þá er samt þetta ógeðslega duftbragð. En hinsvegar þá eru Myoplex stykkin alveg geeeeðveikt góð. Bara eins og nammi! Ég hef oft smakkað allskonar svona prótein stangir og rusl sem er ógeðslega vont, súkkulaðið eins og þurrt ég veit ekki hvað og bara ekkert gott. En ég ætlaði varla að trúa því þegar ég smakkaði þetta hvað þetta væri gott. Vá. Bara æðislegt.
Eftir þessa 3 daga í body-for-Life og semi-holla lífernið sem var þar á undan þá líður mér svoooo vel og ég finn hvað ég er að styrkjast og eflast með þessu mataræði og þeirri hreyfingu sem ég er að fá (og alltaf að auka við). Ég fer í golf, hleyp, hjóla og fer í curves. Á sunnudaginn hjóluðum við Tryggvi upp í reit hjá afa hans og ömmu þar sem öll fjölskyldan var að hjálpast til við að slá grasið, klippa trén, vökva - ég játa reyndar að ég sat bara og sleikti sólina og spjallaði við fólkið, en Tryggvi fór með afa sínum fyrir trén og klippti það sem klippa þurfti. (Reiturinn er rétt fyir utan Hvaleyrarvatn..). Hjóluðum frá holtinu (þar sem móðir Tryggva býr), í N1 þar sem við pumpuðum í dekkin og svo upp í reit, og svo aðra leið til baka, fram hjá Hvaleyrarvatni. Allt þetta var um 14.5km. Ekki slæmt.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)