12.12.2007 | 19:06
Nýtt blogg, nýjar áherslur
Jæja, ég lét verða af því að færa mig yfir á moggabloggið. Búin að pæla í því í svolítinn tíma og dreif í því þegar kallinn skráði sig. Nú fer maður örugglega að tengja í hinar og þessar fréttir og koma af stað málefnalegum umræðum og rugla í fólki með ruglfréttum. Mig langar líka að færa mig aðeins úr þessu "kæra dagbók, þetta gerði ég í dag" formatti sem ég hef alltaf dottið í. Ætla allavega að reyna við það. Kem væntanlega með einhverjar svona skemmtilegar fréttir af mér og mínu lífi en er hætt að rausa um ekkert sérstakt.
Hér ætla ég því að koma meira með mínar skoðanir á ýmsum málefnum og enginn ætti að taka mínar skoðanir nærri sér því þær eru aðeins mínar skoðanir og á engan hátt ætlaðar til að gera lítið úr annarra manna skoðunum. Ef einhverjum finnast mínar skoðanir á einhvern hátt asnalegar eða ósanngjarnar eða eitthvað annað má alveg koma því á framfæri í kommentum - á málefnalegan hátt - ekki með því að brúka kjaft, og þá er hægt að ræða málin. Ég svara ekki kommentum sem eru ekki sett fram á mannsæmandi hátt..
Jæja, látum reyna á þetta :)
Athugasemdir
Vúbbdídú! - Velkomin á moggablogg!
Tryggvi F. Elínarson, 12.12.2007 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.