Kobbi dó í nótt

Grey Kobbi dó í nótt. Það var nú við því búist að það gerðist einhverntíma á næstunni miðað við veikindin síðustu 3 mánuði en maður hélt þó alltaf í vonina um að hann myndi braggast eftir síðustu heimsókn til læknisins. En svo fór ekki. Við létum fara eins vel um hann í gærkvöldi og mögulegt var, hann kúrði í hálsakotinu mínu í þónokkurn tíma og í lófanum hjá Tryggva. Að lokum tók hann síðasta andardráttinn í fanginu á Tryggva í nótt. Ég varð ekki vitni að því þar sem ég var farin að sofa. En hann hvílir þá nú í friði og er hættur að kveljast, sem ég vona þó að hafi ekki verið mikið um (þ.e. kvalir) í lifanda lífi. Kobbi var skemmtilegur og skrýtinn karakter og það verður söknuður af honum og einmanalegt um jólin.

En lífið heldur áfram og ég held að okkur langi í annan fugl og býst við að fyrr eða síðar verði komið nýtt líf inn á heimilið. Hver veit hvort það verður fyrir jól, sjáum til. Fuglar eru yndisleg dýr og er það okkar ósk að eignast stærri fugl seinna. Höfum bara ekki efni á því núna þar sem þeir eru frekar dýrir. En það kemur að því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samhryggist þér Lauga mín

Alltaf erfitt að missa svona lítin vin.. en honum líður pottþétt betur núna.

kossar og knús
Stella

Stella (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 10:41

2 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Takk Stella mín. Jú það er alltaf erfitt og leiðinlegt að missa litla vini.

Knús til baka

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 13.12.2007 kl. 10:56

3 identicon

Leiðinlegt að heyra með Kobba :(

Hafðu það gott sæta og ég hlakka til að lesa nýja bloggið þitt

 Knús

Sólrún (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 16:08

4 identicon

Æi leitt að heyra, það er alltaf svo erfitt að missa dýrin sín. Vonandi fáið þið ykkur aftur fugl fyrr en síðar.

Knús

Dísa (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband