14.12.2007 | 15:45
Það sem mönnum dettur í hug..
Ef maður sæi glóandi kattarandlit í göngutúr í rökkrinu - þá held ég að manni myndi aldeilis bregða. Alveg er maður nógu myrkfælinn fyrir og nóg brá manni þegar venjulegur köttur læddist inn á heimilið að nóttu til í haust og byrjaði að mjálma hástöfum þegar hann komst ekki aftur út.
En kannski þetta gæti frekar hjálpað manni í myrkfælninni ef þessir kettir væru algengir, sem og ef fleiri dýr væru gerð glóandi. Þá væri eðlilegt að allskonar glóandi hlutir væru í myrkrinu og maður væri þá rólegri. Hins vegar væri frekar geðfellt ef pöddur og örverur færu að vera glóandi því þá sæi maður hvað allt er morandi í þeim... jakk.
Svo gæti þetta kannski hjálpað til varðandi "roadkills", færri dýr drepin á vegunum nema kannski heimskar rollur sem hlaupa yfir á síðustu stundu. Já og ef mannfólkið væri glóandi þá væri kannski ekki nauðsynlegt að ganga um með endurskinsmerki á myrkustu tímum - börnin væru líklega mun öruggari :)
Glóandir kettir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rótækar skoðanir
Bjarki (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 18:22
RFP og önnur flúrljómandi prótín búa ekki til ljós. Þau breyta bylgjulengd þess. Þess vegna myndiru ekki sjá þessa ketti í myrkri. Þú þyrftir að lýsa á þá með útfjólubláu ljósi (sem við sjáum reyndar ekki) til að sjá þá.
Jóhannes (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 22:00
Mér finnst þessi hugmynd, að hafa börnin glóandi, mjög góð... sérstaklega ef hægt væri þá einmitt að hafa það þannig að glóið sæist alla jafna ekki. Svo þegar ég kæmi akandi á bílnum mínum, sem væri útbúinn útfjólubláum ljóskösturum... þá myndu gangandi vegfarendur glóa... og vera fyrir vikið, mun öruggari! - Snilldar pæling Guðlaug.
Tryggvi F. Elínarson, 15.12.2007 kl. 00:56
Já, maður hefði kannski líka átt að hlusta á fréttina - var ekki búin að því og vissi ekki að það þyrfti að lýsa á þá með útfjólubláu ljósi.. en eins og Tryggvi segir væri kannsi hægt að útbúa bíla með útfjólubláum kösturum svo vegfarendur og dýr á götum úti lýstu haha :) Reyndar eitt varðandi gangandi vegfarendur, fötin myndu líklega skýla "glowinu" svo það sæist ekki nægilega vel. En þá væri kannski hægt að fara að koma með eitthvað hættulaust efni sem eru borin á föt þannig að þau lýstu ef útfjólubláum kösturum væri beint að þeim. Þá myndu fleiri sjást í umferðinni, svo lengi sem bílarnir væru útbúnir þessum kösturum :)
Engin alvara í þessari pælingu, bara grín og glens ;-)
Guðlaug Birna Björnsdóttir, 15.12.2007 kl. 11:17
Fannst reyndar verst að hann Sigmundur Ernir skyldi segja merkilegt í lok fréttarinnar. Allar svona tilraunir eru að mínu mati dýraníð,og þjóna engum tilgangi.
margrét (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.