15.12.2007 | 11:02
Snilld!!
Vá hvað þetta er fyndið.. ég var ekki búin að sjá þetta fyrir en maður hefði svosem getað sagt sér það strax.. auðvitað eiga eftir að koma út einhver 3ja stafa orð í nýju bílnúmerunum sem eru kannski ekki heppileg. Jæja þetta minnkar bílnúmeraflóruna væntanlega töluvert.
En eins og annar moggabloggari benti réttilega á þá er þetta frekar asnaleg fyrirsögn, ekki beint hægt að segja að orðið GAY sé dónalegt, væri nær að segja óheppilegt. Orðið TÍK flokkast frekar sem dónalegt orð. Og hver verður settur í það að flokka "dónalegu" númeraplöturnar frá hinum? Það sem einum finnst í góðu lagi getur öðrum fundist mjög dónalegt eða óheppilegt.. þarf væntanlega að finna góðan einstakling í þessa vinnu. Sumir gætu t.d. móðgast ef einhver fengi númerið GUD eða GOD. Svo geta líka komið allskonar samsetningar út úr 3 stöfum og 2 tölustöfum þar sem hægt er að nota tölustafi í stað bókstafa, t.d. LE S80 (lesbo fyrir þá sem fatta ekki). Held að þetta verði ekki auðvelt starf..
Já, finnst þetta vera frekar mikil skammsýni hjá þeim sem ákvað að hafa 3 bókstafi fremst í númerinu. Kannski fljótfærni.
Blátt bann við dónalegum bílnúmerum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gay telst seint dónalegt orð, já, þessu tók ég líka eftir í fréttinni. Ágætis pælingar hjá þér. Jafnvel orðið sem þú nefnir þarna, "tík" er ekki dónalegt nema í ákveðnum tilvikum, tík er upprunalega kvenkyns-hundur og enn notað sem slíkt. Ég man sem strákur að á gömlu öskubílunum (frá Tékkóslóvakíu?) stóð skýrum stöfum KUKA, en það var víst heiti þarlendra á þessari ákveðnu bílútgáfu. Spurning hvað rétttrúnaðarklíkur segðu um það, spurning um að mála yfir einn stafinn?
Er ekki best að vera sleppa því að banna svona stafi og orð, þetta eru nú bara bílnúmer og bætir og kætir að sjá fyndnar útgáfur. Betra að slappa af og njóta jákvæðu hliðanna.
Ólafur Þórðarson, 15.12.2007 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.