Þetta hef ég nú alltaf vitað

að góður nætursvefn fyrir próf væri nauðsynlegur. Ég minnist þess ekki að ég hafi nokkurntíma vakað heila nótt fyrir próf eða farið allt of seint að sofa. Frekar hef ég farið snemma að sofa og vaknað mjög snemma til þess að fara yfir aðalatriðin. Eins er nauðsynlegt að vera ekki að frumlesa efni stuttu fyrir próf því heilinn á erfiðara að meðtaka nýjar upplýsingar svona stuttu fyrir prófið.

En þetta á nú víst örugglega ekki við alla, sumum finnst eflaust gott að vaka nóttina fyrir próf og eru í alvöru að inntaka efnið vel. Maður verður bara að finna það hjá sjálfum sér.

Ég veit allavega með mig að ef ég fæ ekki minn nætursvefn þá fer ég bara að rugla og bulla :)


mbl.is Nætursvefn gefur hærri einkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,Eins er nauðsynlegt að vera ekki að frumlesa efni stuttu fyrir próf því heilinn á erfiðara að meðtaka nýjar upplýsingar svona stuttu fyrir prófið."

Hmm, þetta á alls ekki við um mig og fleiri. 

Reynir Ver (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband