Hver á ábyrgðina

Leikjanet er leikjamiðlari. Þeir miðla leikjum af erlendum leikjasíðum. Þarna inni eru allskonar leikir og margir leikir sem ekki allir foreldrar væru sáttir við að börnin væru að leika sér í. Eins getur komið fyrir að auglýsingar á þessum leikjasíðum sem vísað er í skeri í augu margra eins og komist hefur nú í fréttir. Það var allavega það sem ég las úr þessu, að títtrætt auglýsing hafi birst á leikjasíðu sem hægt var að komast í frá Leikjaneti. Hafi ég rangt fyrir mér, endilega bendið mér á það. Eins og stjórnandi Leikjanets tjáði í frétt í gær þá er erfitt að fylgjast með öllum síðunum þar sem þessir leikir eru staðsettir og athuga hvort eitthvað sé í gangi með auglýsingar hjá þeim. Svo bendir hann á að fólk geti haft samband ef þeir koma auga á eitthvað af þessu tagi og þá bregðast þeir strax við því. Þetta eru vinnubrögð sem ég er mjög sátt við.

Þegar systur mínar koma í heimsókn til mín (sjö og níu ára) þá fara þær gjarnan á Leikjanet. Ég fylgist grannt með því hvaða leiki þær eru að spila og á hvaða síðum þær eru á. Ég stend auðvitað ekki yfir þeim hverja sekúndu en ég fer reglulega inn í tölvuherbergið til að athuga hvort ekki sé allt í sóma. Ef ég sé eitthvað sem ég er ekki sátt við þá bið ég þær einfaldlega um að vinsamlegast hætta í þeim leik og fara í einhvern annan leik. Og það er bara ekkert mál.

Ég tel það vera mest á ábyrgð foreldra að fylgjast með börnunum sínum og skoða hvað er í gangi þegar þau eru í tölvunni. Og þegar eitthvað kemur upp á þarf að útskýra það fyrir börnunum. Tölvur eru ekki eins og sum önnur leikföng sem er bara hægt að "dömpa" börnunum í og leyfa þeim að leika í friði. Tölvunotkun þarf að fylgjast grannt með.

Börnin mín (sem ég á ekki ennþá) verða örugglega með þeim síðustu í bekknum til að fá tölvu inn í herbergi til sín. Væru þau með tölvu inni í herbergi væri frekar erfitt að fylgjast með notkuninni. Hinsvegar þegar tölvan er á almenningssvæði þar sem er mikill mannagangur þá er auðvelt að fylgjast með notkuninni og spyrja út í hvað er verið að gera.
Eins mun ég koma til með að fylgjast grannt með spjallrásum og tólum eins og msn (verður væntanlega komið eitthvað annað þá). Ég er mjög stolt af ónefndum manni sem settist niður hjá barni sínu á unglingsaldri og spurði það um hvern einasta "contact" á msn listanum hjá því. Barnið þekkti ekki helminginn af fólkinu á msn listanum hjá sér og var það látið henda því út af listanum. Það var bara svo flott að vera með sem flesta inni hjá sér, skipti engu hvort það þekkti það eða ekki. Það er líklega á þennan hátt sem barnaníðingar komast inn á msn hjá börnum.

Ég segi því að ábyrgðin liggi sem mest hjá foreldrum, að þau séu upplýst um tölvunotkun barna sinna og ef þau sjái eitthvað ósiðlegt að hafa strax samband við forráðamenn þeirra vefja eða loka á notkunina hjá barninu sínu og eins að ræða þetta við barnið sitt, hvað má og hvað má ekki, og hvað getur gerst.. og brýna fyrir þeim að veita ekki persónulegar upplýsingar til ókunnugra.

Að lokum vil ég benda á mjög gott verkefni og fræðslu varðandi þetta málefni http://saft.is/


mbl.is Fáklæddar konur á vefjum tengdum Leikjaneti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég er virkilega ánægður með þennann pistil hjá þér Guðlaug og þú verður örugglega frábær mamma auðvitað berum við ábyrgðina á okkar börnum. Ég held að þeir sem röfla mest um svona sé fólk sem er of upptekið af sjálfu sér vegna vinnu og hafi engann tíma fyrir börnin sín og vilji að aðrir beri þá ábyrgð.

Sævar Einarsson, 16.12.2007 kl. 13:16

2 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Takk fyrir það. Já mér finnst það frekar sorglegt þegar foreldrar gefa sér ekki tíma fyrir börnin sín. Sem betur fer þekki ég ekki marga svoleiðis foreldra persónulega. Ég vona sannarlega að ég falli aldrei í þá gryfju.

En fyrirsögnin á vissulega að vera "Hver ber ábyrgðina", ekki hver á.. :)

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 16.12.2007 kl. 16:19

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Eins og talað úr mínu hjarta.

Mín börn fá að nota netið þegar þau eru hjá mér. Stundum fara þau á leikjanet.is og stundum á erlenda leikjavefi. Ég fylgist aðeins með hvert þau tengjast, en án þess að vera standandi yfir þeim. Ég hef ekki rætt sérstaklega við þau um klámefni sem gæti leynst þar. Enda tel ég að þð sé ekki mikið sem þau geti séð, þar sem þau hafa ekki kreditkort. Ég ræði hinsvegar við þau um að samþykkja engan á msn sem þau ekki þekkja. Ég tel það brýnna en hvort þau sjái bert hold eður ei.

Auðvitað er það mitt að fylgjast með, en ég treysti þeim og þau hafa reynst traustsins verð, hingað til.

Brjánn Guðjónsson, 16.12.2007 kl. 19:42

4 Smámynd: Sigurjón

Góður pistill hjá þér Lauga.

Sigurjón, 17.12.2007 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband