20.12.2007 | 09:27
Eigum við ekki öll að vera bara allsber
Í framtíðinni verður þetta væntanlega komið svo langt að það verða bara allir allsberir í sundi og á ströndum (sem eru ekki sérstaklega ætlaðar til þess) og á sundlaugarbakkanum erlendis.
Mér finnst þetta nú vera soldið öfga. Hvað með það þó við konurnar séum með einu "tóli" meira sem er kynlífstengt heldur en karlmenn! Erum við þá ekki bara með vinninginn? "Ha ha þú ert bara með eitt tól, við erum með tvö!" (Þrjú ef út í það er farið - tvö brjóst..). Staðreyndin er bara sú að brjóst höfða til karlmanna - ekki bara af því að þau eru alltaf hulin heldur er þetta hormónatengt, geirvörturnar senda víst frá sér einhverja hormóna sem karlar eru vitlausir í. Og svo er það líka vírað í þá frá fornöld að finna það besta handa afkvæmunum sínum (til barnsburða og uppeldis), réttu mjaðmirnar til að fæða börnin og réttu brjóstin til að næra þau fyrstu mánuðina.
Já, kannski, ef allar konur væru berbrjósta, myndu karlmenn "hætta" að horfa á brjóstin sem kyntákn, verða dofnir fyrir þessu.. en ég held að það gerist seint.
En þær konur sem vilja bera á sér brjóstin út um allt mega svosem alveg gera það mín vegna - ég hef séð allar útgáfur af þeim og er alveg sama þó ég sjái fleiri.
Vilja bera brjóstin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki allra kvenna hagur að bera sig
Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.12.2007 kl. 09:52
Þessu held ég að íslenskar konur myndu aldrei þora!!!
Stebbi (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 10:48
Jú held að fullt af íslenskum konum myndu alveg þora þessu... það er bara svo kalt hérlendis.. ágætt að hafa smá dulu á þessu svo maður stingi engan á hol með háu ljósunum
Guðlaug Birna Björnsdóttir, 20.12.2007 kl. 11:38
Til Sóknarbarns:
Baðar þú þig í sundskýlu.
Af myndin að dæma, þá ert þú af gamla skólanum.
Svona hugsunarháttur er stór hættulegur, nekt er ekkert nema góð og gild.
Hefur ekki skaðað nokkurn mann.
Baldvin Mar Smárason, 20.12.2007 kl. 13:00
Það yrði soldið erfitt að fara í sturtuna á eftir fyrir okkur karlmennina... kannski soldið neyðarlegt hmm.
Unnar, 20.12.2007 kl. 13:05
@Sóknarbarn: Hvernig væri nú að teprur öfgatrúarsinna tækju sig til fyrst heimurinn fer svona fyrir brjóstið á þeim, að þeir/þær stofnuðu bara eigið samfélag, t.d. á Jan Mayen, þar sem þau geta viðhaft tepruskapinn óáreitt ?
@Guðlaug: góður þankagangur, en það er nú einusinni þannig að brjóst eru ekkert sérstaklega merkileg þegar þau eru mörg komin saman. Þetta sést best t.d. á sólarströndum erlendis þar sem konur liggja gjarnan og sóla sig haldaralausar. Ekki sérðu karlmenn labba um gónandi á "tútturnar" með "stykkið" sitt beinstíft ? Alls ekki. Kyntenging brjósta er persónutengt milli tveggja einstaklinga. Að hylja þau er persónuleg ákvörðun sem kemur til annað hvort vegna þess að það er kalt í veðri (það er ekki algengt t.d. í Afríku að sjá hulin brjóst kvenna, nema á kristnum svæðum þar sem tepruskapur hefur smeygt sér inn og eyðilagt eðlileg mannleg gildi og gert eitthvað "óeðlilegt" úr konunni) eða sökum tepruskapar. Oftar en ekki, þá er þessi tepruskapur upprunnin hjá einhverjum heittrúuðum gömlum körlum sem hafa lofað sinni kirkju/mosku/klaustri/whatever sínu lífi og hafa ekki geta lifað eins og fólk á að lifa. Er því með hausinn fullan af einhverjum ranghugmyndum um hvernig fólk eigi að vera, hvað sé "dónalegt" og hvað sé "rétt".
Mér finnst þetta frábært framtak hjá þeim dönsku. Ekki vegna þess að ég hafi einhverja sérstaka löngun til að sjá fleiri brjóst, heldur vegna þess að það er kominn tími til að lækka rostann í því fólki sem hefur vaðið yfir norrænu þjóðirnar (og aðrar vestrænar þjóðir) síðustu 2000 árin með boðum og bönnum sem þjóna engum tilgangi.
Þór Sigurðsson, 20.12.2007 kl. 13:33
Væri þetta ekki orðið neyðarlegt löngu áður en í sturtuna er komið. Nema náttúrulega að allir séu í þeim mun víðari sundskýlu. Gamla speedo skýlan myndi alla vega ekki duga.
Neddi, 20.12.2007 kl. 13:35
Fyrst sumir nefna siðgæði : Af hverju ekki hylja okkur alla, eins og konum er mikið til gert að gera í Afganistan ? Hvar liggja mörkin og hvers vegna ? Fyrr á öldum fóru menn ( af báðum kynjum) í sund nánast á náttfötum, engin berir magar. Hvað er annars kristilegt siðgæði ? ( Ef einhver svarar boðorðin tíu eða gagnkvæmisboðorð Jesú er sá hinn sami að skjóta sér í fótinn )
Unnar: Þetta er punktur, og gildir kannski bara í sturtunni, heldur ekki siður en á sundlaugarbakkanum. En af hverju finnst _okkur_ þetta neyðarlegt ? Er ekki "viðbrögð typpis" jafn náttúrulegt og ber brjóst, og sjálfsagður fylgifiskur ?
Ég bara spyr :-)Morten Lange, 20.12.2007 kl. 13:53
Þar sem ég er ekki karlmaður og hugsa ekki sem slíkur veit ég svosem ekki hvernig áhrifin yrðu, hvort þeir hættu að góna með tímanum ef brjóstin væru nógu mörg. Kannski er það rétt hjá þér Þór að þegar mörg brjóst eru samankomin verða þau síður merkileg sbr. sólarstrendurnar. Ég held þó að einhverjir karlmenn einmitt sæki í þessar sólarstrendur til þess að góna. Þú tekur bara ekki eftir því vegna þess að þú ert ekki að góna á kallana (eða hvað veit ég).. Ég held að ef við gerðum smá rannsókn, færum á sólarströnd og athuguðum vel á hvað allir karlmenn væru að góna þá kæmi ýmislegt í ljós.
Eða hvað segið þið karlmenn, hvað gerið þið þegar þið farið á sólarströnd þar sem allar konur bera brjóstin - er ykkur alveg sama eða gónið þið pínu? Ekki vera hræddir við að segja sannleikann ;)
Mér finnst nú engan veginn vera hægt að tengja þetta neinni klámvæðingu. Klám og smá nekt er engan veginn það sama. Í nánast öllum íslenskum bíómyndum (nema kannski barnamyndunum) er hægt að sjá rassa og fíla og runna (vil ekki móðga siðgæði neins með að kalla þetta réttu nöfnunum) og þetta eru þó ekki klámmyndir - sést í eitthvað fólk í sturtu eða eitthvað. Mjög eðlilegur hlutur. Og þó það komi smá ástarsena í bíómynd þar sem sést í eitthvað þá kalla ég það ekki klámmynd því myndin gengur ekki út á það.. Kallast það klám þegar fullt af fólki fer nakið saman í sturtu sbr. í sundlaugum? Eða þegar konur bera á sér brjóstin á sólarströndum? Nei ég held nú síður.
Guðlaug Birna Björnsdóttir, 20.12.2007 kl. 14:23
Ég hef verið á sólarströnd þar sem nánast allar konurnar voru berbrjósta en þá er eins og "spenningurinn" hverfi, maður hættir að taka eins eftir þeim. Hins vegar held ég að "stemmingin" í laugunum yrði þvinguð ef ein og ein kona væri berbrjósta, það myndi trufla samskipti held ég.
Ég segi það nú bara eins og er, að þegar konur klæða sig "djarft" fyrir utan "sól og sumaryl" getur verið óþægilegt fyrir karla að halda einbeitingu, maður reynir sitt besta að horfa ekki, en það kostar svo mikla áreynslu enda er heilinn með hugann við það "forboðna" en augun ekki, vegna þess að það dónaskapur að glápa. En þetta getur kostað mikil átök, það er að minnsta kosti mín reynsla.
Það er að mínu mati betra að konur hylji vel brjóstin ef þær vilja að karlarnir haldi fullri einbeitingu. Ég tala svo sem út frá sjálfum mér en ég vil geta einmitt mér í vinnunni og þegar ég fer í verslun vil ég hugsa um vörurnar í búðinni og EKKERT annað. Það getur verið óþægilegt þegar heilinn fer að "glápa". Skamm heili! En vissulega eru siðaðir karlar vel þjálfaðir í að halda andlitinu en það getir kostað mikil átök!
Benedikt Halldórsson, 20.12.2007 kl. 14:51
Ég held að ummæli "Sóknarbarnsins" dæmi sig alveg sjálf. Þetta sýnir best hugarástand hans þar sem honum finnst það klámvæðing að vera ber að ofan. Hvað er annars skyld með klámi og nekt. Það fer að sjálfsögðu eftir hverjum og einum. Ég set alls ekki jafnarðarmerki milli kláms og nektar. Þetta hefur alls ekkert með kristilegt siðgæði að gera. Hvernig væri annars að stunda svolítið kristilegt umburðarlyndi!!!!!? Þetta hefur heldur alls ekkert með trúleysi að gera. Það er alveg merkilegt hvað trúarofstækismenn eru fljótir að draga ályktanir og hrópa úlfur úlfur við öllu.
Þorvaldur (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 15:33
Ég er alls ekki sammála Benedikt með einbeitinguna. Auðvitað er ekkert fallegra en fagur kvennmannskroppur en eins og einhver sagði hér að ofan þá er smá spenningur fyrst og svo venst þetta. Ef þú hefur áhyggur af einbeitingu í sundi þá spyr ég. Hvaða einbeitinu þarftu að hafa til að labba út í heita pottinn og setjast? Eða til að stinga þér í sundlaugina og byrja að synda? Ég sé ekki að maður sé að leysa einhver kjarnorkuvísindi þar. Svo ég sé hreinskilin við Guðlaugu hér að ofan skal ég fyllilega viðurkenna að ég horfi á brjóst kvenna á sólarströndum en það er eins og maður horfi á þau svona fyrstu sekúndurnar en svo er þetta bara partur af persónunni og maður horfir ekkert meira á brjóstin. Ef ég spyr þig þá á móti. Ef þú værir stödd á nektarströnd heldur þú að þú mundir stara á milli fóta karla á ströndinni allan daginn??? Ég held ekki ég held að þú mundir horfa fyrstu mínútturnar en svo værir þú vön útsýninu og þetta vendist.
Þorvaldur V. Þórsson (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 15:43
Já góð spurning Þorvaldur, virkilega flott hjá þér að spyrja til baka :) Tjah.. þar sem ég hef ekki farið á nektarströnd get ég ekki alveg svarað þessu en ég ætti örugglega erfitt með að líta undan, allavega til að byrja með. Ekki af því að mann langi eitthvað mikið til að horfa heldur vegna þess að þetta er þessi líkamshluti og það er ekki eðlilegt að hafa hann beran fyrir augum dagsdaglega. Hversu langan tíma það tæki mig að venjast því að hafa fullt af hangandi dinglumdangli í kringum mig veit ég ekki en eflaust myndi ég venjast því á endanum. Langar samt sem áður ekkert sérstaklega mikið að hafa bert dinglumdangl í kringum mig nema það tilheyri kallinum mínum
Og já, ég er sammála, þetta hefur ekkert með kristilegt siðgæði að gera.
Guðlaug Birna Björnsdóttir, 20.12.2007 kl. 16:44
Þetta er nákvæmlega það sama og með áfengið: Þegar þetta er falið og eitthvað ,,tabú", verður það spennandi og misnotað. Um leið og þetta verður leyft, verður þetta bara hluti af daglegu lífi...
Sigurjón, 20.12.2007 kl. 16:51
Ég vill benda sóknarbarninu á, að það er ekkert ókristilegt við nekt enda erum við sköpuð í Guðs mynd. Það er skýrt tekið fram í sköpunarsögunni að Adam og Eva voru nakin og blygðuðust sín ekki! Ég er sjálfur kristinn en leiðist svona tepruskapur, sem hefur ekkert með kristindóm að gera. Kristið fólk ætti frekar að andmæla morðmyndum í sjónvarpinu. Þær eru alltént ókristilegar en enginn sér neitt athugavert við þær, sennilega af því að þær valda ekki feimni hjá viðkvæmum.
Stebbi (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 17:30
Varðandi misnotkun þá er þetta eins og með áfengið að það eru tveir hópar fólks sem koma óorði á áfengið það eru: templarar og ofdrykkjumenn. Þetta er eins með nektina það eru tveir hópar fólks sem koma óorði á nekt þ.e. trúarofstækisfólk og klámhundar(konur og karlar). Guðlaug þú ert vonandi ekkert sérstaklega að horfa á þetta dinglumdangl á eiginmanninum þegar hann vappar um alsber er það? Svo er þetta nú alveg réttmætt hjá þér þegar þú segist ekkert endilega vilja hafa alla bera. Mér finnst það nú svona hluti af almennu hreinlæti að vera í sundsksýlu(bikiniskýlu) á sundstöðum og þá á það sérstaklega við hjá konum. Það eru mikið betri rök heldur en að vitna í einhver trúarrit. Það er hægt að túlka allt út úr þessum trúarritum jafnvel að menn geti gengið á vatni.
þorvaldur V. Þórsson (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 17:39
Sammála! Þetta snýst um frelsi!!
Frelsi til að klæðast eða ekki klæðast, eins og þér sýnist!
Þeir sem líkja saman klámi og nekt, eru annaðhvort illa upplýstir eða illa innrættir. Nekt tengist jafn mikið sjampói, eins og nekt tengist klámi. Jú, aðeins að því leiti að þetta vill stundum fara saman.
Viðar Freyr Guðmundsson, 20.12.2007 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.