Af fuglafréttum

Ég er orðin svo spennt yfir þessum fuglamálum að ég bara get ekki þagað yfir því. Við vorum búin að ákveða að kaupa eina dísu í Dýraríkinu og búr með, fara svo til Tjörva í Furðufuglar og fylgifiskar (F&F) og kaupa allt dótið inn í búrið og þroskaleikföng og mat og allt sem þarf fyrir fuglinn fyrir utan búrið.
Ég fór til hans eftir vinnu í gær og viti menn, ég var afskaplega heppin en því miður var annar óheppinn í leðinni. Það kom maður inn með dísu sem hann gat ekki haft hjá sér lengur vegna þess að bróðir hans var nýfluttur inn til hans og var með þetta svakalega ofnæmi fyrir dísunni. Þannig að grey maðurinn þurfti að skila fuglinum til baka. En ég græði á því, fuglinn fær nýtt heimili hjá mér :) Þetta er fimm mánaða gamall kvenfugl sem er ræktaður og handmataður af þeim hjá F&F, er á gelgjuskeiðinu eins og Tjörvi sagði og er að fara í það skeið að fella fjaðrir (gerist þegar hún er 6 mánaða). Ég hélt á henni í svolítinn tíma í gær og fékk að klóra henni og klappa. Mjög gæf dísa og var alveg farin að treysta mér þarna. Hann ætlaði að hafa hana hjá sér í 1-2 daga til að siða hana aðeins til aftur og úða hana (með vatni) áður en ég fæ hana. Sem verður seinnipartinn á morgun :) Við Tryggvi fórum og keyptum búr og fundum stað fyrir það, Tryggvi ætlar líka að kaupa kommóðu til þess að hafa undir búrinu og við erum búin að finna því stað, svo förum við á morgun og sækjum litlu dísina okkar og kaupum handa henni þroskaleikföng og mat og allt nauðsynlegt :) Æj hvað ég hlakka mikið til, og okkur báðum :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með Dísuna

Auður (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband