0 bids

..síðast þegar ég tékkaði á ebay.. sem var núna rétt í þessu...

Er hann með svona private bids eða hvað?


mbl.is Vill 100.000 dali fyrir yahoo.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona fólk þarf að stöðva. Það má ekki gerast hérna það sem kom fyrir með .com/.net/.org lénin. þ.e.a.s. að menn séu að kaupa öll hugsanleg lén í stórum stíl til þess eins að selja þau aftur hæstbjóðanda.

Sem betur fer eru til reglur um þetta á Íslandi og ég vona að það verður gripið inn í áður einhver sala fer fram.

Úr reglum ISNIC:

11.6. Úrskurðarnefnd úrskurðar aðeins í kærum á grundvelli eftirfarandi efnisreglna auk skráningarreglna ISNIC:

i) lén er eins og skrásett vörumerki sem orðmerki hjá Einkaleyfastofu og vörumerki hafi verið skráð áður en lén var skráð og

ii) að sá sem lénið skráði hafi ekki lögmæta hagsmuni af notkun lénsins og

iii) að sá sem lénið skráði hafi ekki verið í góðri trú um rétt sinn til lénsins þegar sótt var um skráningu þess.

Sem dæmi má taka eftirtalin atriði sem talin eru benda til að ekki hafi verið sótt um lén í góðri trú um rétt til lénsins:

i) að lén hafi verið skráð í þeim tilgangi að selja, leigja eða veita öðrum aðila aðgang að léninu fyrir verð sem er sannanlega hærra en sem nemur kostnaði við skráningu og endurnýjun léns eða

ii) lén hafi verið skráð í þeim eina tilgangi að hindra samkeppnisaðila í að skrá sama lén.

Dagur (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 12:54

2 identicon

Jabb, þetta er djöfulsans skítbuxaháttur.  Það er stór og mikill munur á að grípa gott tækifæri á heiðarlegan hátt og þessu.

Ég vona innilega að þetta springi framan í hann.

H (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 13:02

3 identicon

hver er að segja að hann hafi keypt þetta sérstaklega til að selja aftur.   Það kemur fram í fréttinni að hann keypti þetta í fyrra og hann hefur örugglega verið með eitthvað í hyggju til að nota það en ekkert ræst úr því og ég sé ekkert að því að hann selji það ef einhver vill kaupa það.

 Þið eruð bara fúlir af því að hann náði að skrá það en þið ekki.

Jóhannes Helgi (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 13:06

4 identicon

Já það er ekkert boð þarna á ebay. Klikkið á hann og sjáið draslið sem hann hefur verið að kaupa þarna KOOL AID bréf og bíl.....nokkuð sérstakt....Varðandi þetta lén, þá hefur Yahoo! væntanlega eignast vörumerkjarétt á þessu með notkun á heitinu gegnum árin og ætti að vera lítið mál fyrir þá að eignast þetta með yfirfærslu ef það reynir á það.....

Hannes Sig (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 13:16

5 identicon

"Garðar skráði lénið síðastliðið sumar, það hafði verið skráð áður en var laust þegar Garðar frétti af því að Yahoo!, önnur stærsta netgátt og leitarvél heims væri að íhuga að opna netþjónabú hér á landi. "

Stendur svart á hvítu gáfnaljós.

H (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 13:20

6 identicon

Hvað með það, þeir þegar eiga og munu ávallt eiga réttinn til að fá þetta lén skráð á sig, ef þeir munu einhvern tíman ætla sér að opna netþjónabú hérna á landi ...

H.Sig (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 13:28

7 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Ég rak helst augun í þetta: 

"Bæði hafa borist tilboð í lénið frá innlendum og erlendum aðilum, en Garðar segir erlendu tilboðin mun hærri."

og

"Ekkert tilboðanna í lénið er komið á það stig að verið sé að semja um kaup, enda eru enn níu dagar eftir af uppboðinu, Garðar segist ætla að bíða átekta og sjá hvort betri tilboð berist, eBay er enda þekkt fyrir það að kapp færist fyrst í leikinn þegar líður að lokum uppboðs. "

Ég hef svosem aldrei notað ebay sjálf og veit ekki nákvæmlega hvernig það virkar en hvernig geta þessi orð verið rétt ef tilboðssíðan sýnir að það séu 0 tilboð í "vöruna"? Er þetta bara eitt allsherjar djók?

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 4.1.2008 kl. 13:36

8 identicon

Ef hann setti lægsta boð $100.000 þá finnst mér líklegt að einhverjir hafi sent honum tölvupóst með töluvert lægra tilboði. Þá kemur náttúrulega ekkert fram á ebay síðunni um það.

Dagur (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband