5.2.2008 | 10:23
Útskrifuð af ræðunámskeiði
Síðustu vikur hef ég verið á ræðunámskeiði á vegum JCI Esju og hefur það verið mjög gaman og á eftir að gagnast mér mjög vel. Ég fór þarna til að yfirstíga ákveðinn þröskuld, hræðslu við ræðupúltið og er búin að komast að því að þetta blessaða púlt er ekkert svo hræðilegt. Í gærkvöldi var lokakvöldið og endaði námskeiðið með ræðukeppni. Bekknum var skipt í tvö lið og var mitt lið á móti tillögunni "að hætta við byggingu nýs fangelsis og fangar verði vistaðir í Drangey í Skagafirði". Og mitt lit vann keppnina :) Ræðumaður kvöldsins var í hinu liðinu og átti hún það vel skilið.
Eftir ræðukeppnina okkar var önnur ræðukeppni því námskeiðinu var skipt í tvo hópa. Sá hópur fjallaði um "að það væri betra að vera hommi á Íslandi heldur en lesbía" og var keppnin mjög áhugaverð og skemmtileg enda á léttu nótunum.
Sjö nýjir félagar voru svo teknir inn í JCI Esju, þar á meðal ég.
En brátt fer ég í að vinna í því að yfirstíga næsta þröskuld. Það eru reyndar nokkrir þröskuldar í þeirri áskorun sem einnig tekur yfir lengri tíma, eða 12 vikur. Því 12. febrúar gerist ég aðstoðarmaður á Dale Carnegie námskeiði og er það mjög krefjandi áskorun fyrir mig. Hlakka til á sama tíma og ég kvíði fyrir. En það mun bara koma gott úr þessu og ég mun læra töluvert mikið af þessu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.