Þessir hommar vita alveg hvað þeir eru að segja

Og þegar ég skrifa þessir hommar þá er ég auðvitað ekki að tala um homma in general heldur ákveðna homma, hommateymi sem er betur þekkt sem Fab 5, úr þáttunum Qeer eye for the straight guy.
Tvisvar sinnum áður hef ég meðvitað tekið góðum ráðum frá þeim. Bæði virka 100%. Fyrra ráðið var Crest Whitestrips, tannhvítunarstrimar sem virka þvílíkt vel og ég mæli með (fást því miður ekki hérna heima). Seinna ráðið tengist því þegar maður er búinn að vera að æfa í ræktinni, er sveittur og rauður, búinn í sturtu en er ennþá að svitna og rauður í framan. Þá er besta ráðið að stinga úlnliðnum undir ískald rennandi vatn og þá kælist maður hratt niður. Þetta á sér mjög eðlilegar skýringar því það er ekki mjög mikil húð yfir slagæðunum í úlnliðunum og þá kælist maður hraðar niður. (auðvitað á þá að snúa úlnliðnum þannig að vatnið renni "beint" á æðarnar).

Nú er ég að hugsa um að prófa að taka við þriðja ráðinu frá þeim varðandi hárþvott. Í síðasta þætti var strákur með þurrt hár. Reyndar með töluvert mikið meira hár heldur en ég en þeir sögðu við hann "Condition every day, shampoo once a week". Ég er nefnilega með frekar þurrt hár og ætli ég þvoi það ekki of oft. Er líklegast komin í hálfgerðan vítahring því ég veit alveg að það er hárinu ekki gott að þvo það of oft en ef ég þvæ það ekki þá er hárið bara ómögulet. En ég er að hugsa um að gera smá tilraun og nota sjampóið sjaldnar og hárnæringuna oftar. Prófaði þetta fyrst í morgun og viti menn, hárið á mér er bara nokkuð gott. Sjáum til hvernig þetta verður eftir nokkrar vikur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband