Afmælisbarn dagsins

Er hann Tryggvi minn, 32 ára gamall. Hann fattaði það í gær hvað hann er orðinn gamall þegar hann var að hlusta á FM 957 (sem hann gerir nú vanalega ekki!) og þar var einhver útvarpsgetraun - lagið Karma police spilað og fólk átti bara að giska á lagið.... mjög auðvelt fyrir okkur EN ENGINN GAT ÞAÐ! Kommon - tímalaus klassík! Jú, 10 ára gamalt lag en samt. Jæja - svosem ekki fmhnakkalag heldur.
Ég get því miður ekki eytt deginum með kallinum þar sem ég fer beint eftir vinnu á Dale Carnegie námskeið og þar verð ég alveg fram eftir kvöldi. En hann fékk afmælisgjöfina sína frá mér á sunnudaginn, fína svarta leðurhliðartösku (mans bag) sem kemur sér vel í vinnunni undir öll gögnin sem hann þarf að hafa með sér út um allt. Og tölvan passar svona fínt í hana líka þó þetta sé ekki tölvutaska. 

Til hamingju með afmælið elskan HeartKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með kallinn.

Hermann (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 09:37

2 identicon

Til hamingju með mannsefnið, hann er ekkert gamall ;)

Júlía Rós (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 09:53

3 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

júts hann er gamall - löngu byrjaður að fá nokkur grá hár.. en það gæti reyndar verið af því að hann kynntist mér - ég er víst svolítið stríðin (held það sé eitthvað sem ég lærði af bræðrum mínum) 

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 12.2.2008 kl. 10:43

4 identicon

Issss.. þinn kall er ekkert gamall.. minn er orðin 36 og verður 37 á þessu ári :)

Aldur er bara tala á blaði.. kallinn minn er eins og unglamb í anda.. held stundum að ég sé eldri sál en hann hahahahahaha.. allavegana er ég fyrr upp í rúm á kvöldin.

Til lukku með hann Tryggva þinn

Stella (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 08:45

5 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Hmm.. já, ef maður talar um hversu snemma maður fer upp í rúm þá er ég miklu eldri en Tryggvi

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 13.2.2008 kl. 10:31

6 Smámynd: Svanhvít

Til hamingju með karlmennið... iss nokkur grá hár eru ekki neitt, minn er byrjaður að grána verulega en er ekki orðinn þrítugur   Hann einmitt heldur því fram að þetta sé allt mér að kenna af því ég fann fyrsta gráa hárið og hef verið að gera hann gráhærðan síðan þá... ætli þetta sé í ættinni Guðlaug? Komið annað viðfangsefni fyrir okkur að rannsaka fyrir utan þetta með Tryggvana, skeggið og ofnæmið.

Svanhvít, 13.2.2008 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband