13.2.2008 | 15:05
Af hverju þennan félagslega þrýsting?
Alveg finnst mér það mest dónalegasta spurningin á ættarmótum eða fjölskylduboðum þegar fólk spyr "Á ekkert að fara að koma með barn? ", "Hvenær kemur svo barnið" o.s.frv.
Ef mig langar ekki að eignast barn þá geri ég það ekki. Hvort sem þú spyrð mig eða ekki og hversu oft sem þú spyrð mig. Eina sem kemur út úr þessu spurningaflóði er pirringur. Og ef ég get ekki eignast barn en langar það þá verð ég niðurdregin við þessar spurningar. Kannski er ég búin að reyna lengi og þá kemur ekkert nema leiði eða sorg út úr þessu spurningaflóði.
Það kemur engum öðrum við nema mér (og makanum auðvitað) hvort það séu einhver börn á leiðinni, núna, seinna eða aldrei.
Leyfið grey konunni að vera 41 árs í náttfatapartýum með vinum sínum í friði.
Þrýst á Jackson að fjölga mannkyninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei veistu ég skil þig bara mjög vel. Ég er sjálf 26 ára og búin að vera í sambandi í 8 ár og hef fundið fyrir þrýsting frá flest öllum öðrum en minni eigin fjölskyldu (mömmu og pabba). Ég meira að segja lennti í því eitt sinn að ég var spurð hvort mér væri kannski illa við börn þar sem ég og minn maður vorum búin að vera þetta lengi saman og ekki enn komin með barn
Það kemur fólki bara ekki við hvenær ég ákveð að eignast börn og ég veit að þegar þar að kemur fá þeir sem málið við kemur að vita
Alma (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 16:26
ég er ekki nemar 23 ára og allar vinkonur mínar nema ein eru komnar með barn. maður fær þessa spurningu um barneignir mjög reglulega og ef að maður heldur á barni og er að kjassa það og sýna því áhuga, þá snýst það bara um það að ég sé með þessi líka hvílíku eggjastokkahljóð og sé bara að deyja úr löngun! sem er alls ekki staðreyndin, ég ætla að fara í skóla og mennta mig áður en börnin fara að koma
Guðrún Helga Guðmundsdóttir, 13.2.2008 kl. 16:43
Trúðu mér að þessi þrýstingur hættir ekki þó þú eignist eitt stykki barn. Þá koma spurningar eins og "á ekki að fara að setja í annað?" eða "Væri ekki gaman fyrir Eggert að eignast lítið systkini á næstunni?"
Alveg merkilegt hvað fólk heldur að þetta komi því við!! Ég hef hreitt í þó nokkra að akkurat núna langi mig bara ekkert í fleiri börn og ef aðrir sætta sig ekki við það geta þeir bara farið sjálfir að búa til börn ef hann vantar leikfélaga... ég stjórna mínum barneignum sjálf! En þarna var ég einmitt orðin mjög pirruð á þessum spurningum.
Svanhvít, 13.2.2008 kl. 21:28
...og svo þegar kona ákveður "loksins" að eignast barn þá getur enginn haldið uppi samræðum við hana án þess að vera sífellt að minnast á væntanlegt barn.
"Hvernig líst ykkur svo á þjálfaramálin í handboltanum?"
"Ja, ég veit ekki. Ég held að Dagur hefði verið nokkuð góður - Eruð þið farin að velta fyrir ykkur nöfnum?"
"Hvað er málið með borgarpólitíkin!??"
"Segðu! Fáránlegt! - Hvernig hefuru það annars? Gengur ekki meðgangan vel?"
Ég er ekki lengur manneskja, ég er bara bumba :S
Veistu nokkuð hvort eitthvað er að frétta af Grundarfirði??
Freyja (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 09:08
Og hvað með það þó að fólk komi með þessa spurningu?? Ef að viðkomandi hefur ákveðið að eignast ekki barn, getur ekki eignast barn eða ætlar sér kannski að eignast barn seinna, þá bara segir maður það bara. Er einhver þörf á að vera að pirra sig yfir þessari spurningu?? Á þá að pirra sig yfir því næst þegar fólk spyr "hvernig hefur þú það í dag"?? Kemur fólki það kannski barasta ekkert við heldur??
Ég barasta spyr, ef ég má.
Love you sista.
Hermann (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 22:15
Svo ég tali fyrir sjálfa mig brósi þá er auðvitað í lagi að koma með þessa spurningu af og til undir vissum kringumstæðum. Þið þekkið mig vel og vitið nokkurnveginn hvernig og hvar ég stend í þessum málum. En fólk sem þekkir mig minna og veit ekkert hvernig og hvar ég stend, kemur með "þrístings" spurningu jafnvel í stórum hóp af fólki/ættingjum, finnst mér vera frekar dónalegt. Með "þrístings" spurningu á ég við "Hvenær á svo að koma með eitt?", "á ekki að fara að byrja?", "hvernig er það, hvenær ætlið þið eiginlega að fjölga mannkyninu?" og í þessum dúr - spurningu þar sem er ætlast til að maður ætli að eignast börn og helst sem fyrst.
En spyrji fólk sem ég hitti sjaldan eða þekki lítið mig í einrúmi og í kurteisistón hvort ég sé eitthvað að hugsa um barneignir á næstunni þá svara ég því með glöðu geði.
Ef ég lendi í því að geta ekki eignast börn þá væruð þið auðvitað með þeim fyrstu til þess að vita það og hefðuð vit á því að spyrja mig ekki svona spurninga ;-) Það sem ég á við í þessari færslu er að þetta getur verið mjög viðkvæm spurning fyrir suma (og sumir bara orðnir mjög þreyttir á henni) og væri bara best að sleppa henni í fjölskylduboðum ef maður þekkir viðkomandi ekki það vel. Þú sem bróðir minn mátt alveg spyrja mig og gera mig pirraða - er það ekki hlutverk stóra bróður? :-)
Guðlaug Birna Björnsdóttir, 18.2.2008 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.