Þakkarbréf

Ég fékk alveg afskaplega skemmtilegt bréf í gær. Það var þakkarbréf fyrir matarboð sem við Tryggvi héldum fyrir viðkomandi nú í byrjun árs. Og ekki nóg með að þetta væri svona skemmtilegt þakkarbréf þá var það skrifað með svo fallegri rithönd, annað eins hef ég bara aldrei séð áður. Fyrst þegar ég sá bréfið hélt ég að þetta væri boðskort í brúðkaup eða barasta einhver auglýsing og prentað út úr tölvu en svo þegar ég kíkti á það trúði ég varla mínum eigin augum. Þetta var handskrifað. Svona flúrað og fallegt letur hef ég barasta aldrei séð og hvað þá í heilu bréfi. Maður hefur oft séð einhverja skrautskrift í haus á gestabók eða álíka en aldrei svona fallega.
Okkur Tryggva þótti afskaplega gaman að fá svona kort og viljum hér með þakka kærlega fyrir það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband