9.7.2008 | 12:41
Alveg hundleiðinlegt blogg
Ég skil það vel ef fólk nennir ekki að lesa bloggið mitt þessa dagana. Ekkert nema heilsutal og mataræði.. myoplex og hlaupafréttir.
En það sem ég ætlaði að segja er að þetta myoplex duft er að venjast. Það var ógeðslega vont á mánudaginn. Ekki eins vont í gær og í dag var það bara sæmilegt, svo sæmilegt að ég þurfti ekki að pína það ofan í mig. Kannski verður það orðið gott í lok vikunnar. Hvort þetta er vegna þess að það er vont en það venst, eða ég er að blekkja sjálfa mig veit ég ekki, er bara fegin að það skánar.
Annars var ég bæði dugleg og ekki dugleg í gær. Dugleg í þeim skilningi að ég bar olíu á garðborðið okkar svo það sé hægt að fara að nota það og svo það skemmist ekki. Ætla að setja aðra umferð á það í dag þegar ég kem heim og jafnvel þá þriðju á morgun. Ekki dugleg í þeim skilningi að ég nennti ekki út að hlaupa. Skamm Lauga. Ég ætla þó að fara að hlaupa í dag þegar ég er komin heim og búin að fara út í búð. Ætla þá að hlaupa nýjan hring sem eru rúmir 6 kílómetrar að heiman. Verst hvað þessi leið er bara engan veginn falleg, allavega ekki strandgatan í hfj auk þess að það er mikil umferð á henni. Ætla annars að byrja á að hlaupa í hádeginu í laugardalnum - fer í það á föstudaginn, jafnvel á morgun OG föstudag. Það er sko fallegur staður til að hlaupa. Ef einhvern langar að joina mér í hlaupatúra í laugardalnum í hádeginu er félagsskapur alltaf vel þeginn.
Athugasemdir
Já veistu það er aldrei að vita nema ég komi að hlaupa með þér í hádeginu. Ég er einmitt að koma mér af stað í hlaupin og Helgi er akkúrat í sumarfríi. Ég kem aftur suður seinnipartinn á mánudaginn. Endilega heyrðu í mér :-)
Freyja (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.