11.7.2008 | 13:54
Why?
Skil ekki af hverju þeir eru að hætta að bjóða upp á þetta. Og það vegna þess að þeir eru að aðlaga sig að siðum gestanna ?!? Ég hélt að gestir ættu að aðlaga sig að siðum þess lands sem þeir heimsækja. When in rome....
Svo finnst mér bara ekkert að því að borða hundakjöt. Enda eru þeir hundar sem borðaðir eru væntanlega ræktaðir sem slíkir. Ekki eins og það sé verið að taka einhver gæludýr. Eins og með rotturnar. Fólki finnst það svo ógeðslegt en það er ekki eins og það sé verið að taka einhverjar ógeðslegar ræsisrottur fullar af sjúkdómum heldur er verið að matreiða ræktaðar rottur til matar (þó ég persónulega hafi ekki lyst á að leggja mér þær til munns, þá finnst mér ekkert að því að næsti maður borði þær).
Ætli þetta sé ekki bara viðkvæmni fyrir hundunum "æjjj þeir eru svo sætir það má ekki borða þá".
Folöld eru líka sæt, og gómsæt. Lömb eru líka sæt, og gómsæt.
Eða er málið að þetta eru gæludýr á 5. hverju heimili. Það eiga líka margir hænur sem gæludýr. Og kanínur. Kanínur eru borðaðar á mörgum fínum veitingastöðum. Hvers eiga þær að gjalda frekar en þessir hundar í Kína?
Fyrir mér er þetta bara kjöt til að borða. Gæludýrið mitt er hinsvegar ekki kjöt til að borða, heldur vinur minn. Ég borða ekki vini mína eða vini annarra. Ég borða kjöt. Kjöt sem kemur af dýri sem er ræktað til þess, eða hefur lifað villt úti í náttúrunni.
Ekkert hundakjöt á boðstólnum í Peking | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alveg hjartanlega sammála.
Sigurjón, 12.7.2008 kl. 05:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.