21.7.2008 | 18:05
Hvílíkur dagur
Tryggvi hefur samband við mig rúmlega hálftíu og biður mig um að koma og skutla sér upp á bráðamóttöku þar sem hann var með óbærilega verki í kviðnum. Ég þýt af stað en hringi í pabba og bið hann um að fara og pikka upp Tryggva og ég muni svo hitta þá þar, þar sem pabbi var heima og fljótari að skutlast heldur en ég. Ég hitti þá svo á slysó rétt eftir tíu og um 20 mín síðar vorum við komin inn á stofu hjá lækni. Það eru teknar blóðprufur, blóðþrýstingur, hiti mældur og spurðar spurningar. Eftir smá tíma með lækninum er komin greining, einmitt það sem Tryggvi óttaðist, nýrnasteinar. Hann fékk ógrynni af verkjalyfjum og tóku þau smá tíma að virka. Um tólf/hálfeitt leytið fór hann svo í myndatöku sem staðfesti steininn. Sem betur fer er hann það lítill að hann ætti að fara út án aðgerða. Bara að hrúga í sig verkjalyfjum og bíða.
Ég ákvað að vera heima með honum ef honum skyldi versna og verkjalyfin væru ekki nóg en hann er góður í bili. Það er þó ekki allt búið því steinninn á eftir að skila sér. Vonandi tekur það fljótt af.
Þegar við vorum svo að koma út úr apótekinu í dag þá fáum við skilaboð frá Gunnari bróður Tryggva, en þau fjölskyldan voru á heimleið af ættarmóti á Akureyri (við komum heim í gær) en nágranni þeirra sá innbrotsþjófa spenna upp glugga hjá þeim og hafði hringt á lögregluna sem mætti á staðinn. Þegar þau komu svo heim gátu þau metið tjónið en þjófarnir höfðu tekið ferðatölvu, vínflöskur, skartgripi og eitthvað fleira en höfðu greinilega verið truflaðir.
Vona bara að það verði ekkert meira í dag, þetta er alveg nóg.
Jú reyndar kom strákur frá símanum að tengja sjónvarp símans, það eru þó góðar fréttir :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.