Hefði líklega verið hægt að koma í veg fyrir eitt þeirra og jafnvel ná þeim á staðnum

Eins og ég sagði í færslunni á undan lentu tengdaforeldrar mínir í því að það var brotist inn til þeirra í gærmorgun.

Nágranninn sá þegar var verið að spenna upp gluggann og hringdi strax á lögregluna. Það tók lögregluna korter að koma sér á staðinn. Á þeim tíma náðu þjófarnir að stela ýmsu léttu og hvolfa úr hillum og skúffum og koma sér undan. Það er þó talið að þeir hafi náðst sem ég vona að sé rétt. Ég get vel skilið að lögreglan geti verið lengi að koma sér á staðinn þegar er mikið að gera og kannski ekki þörf á að vera komin á staðinn eins fljótt og auðið er þegar langt er liðið frá innbroti, en hvers konar viðbragðstími er þetta þegar innbrotið er í vinnslu og jafnvel alveg á byrjunarstigi. Það var hringt þegar var verið að spenna upp gluggann.


mbl.is Þrjú innbrot á höfuðborgarsvæðinu í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband