Fuglinn kominn með egg

She-Ra er þokkalega búin að vera á þörfinni undanfarið og við höfum gert eins og stendur í bókinni - hunsað hana þegar hún er að reyna við okkur.. s.s. ekki samþykkt þessa hegðun.

Svo í fyrradag sá ég allt í einu að hún var búin að verpa einu eggi, og í gær var annað egg búið að bætast við. Verður spennandi að sjá hvort fleiri verða búin að bætast í hópinn.

Jú, She-ra er fugl einsamall og hún hefur ekki verið með neinum kalli svo engir ungar eru í eggjunum. Þetta er mjög eðlilegt hjá fuglum og það eina sem við getum gert í þessu er að leyfa henni að vera í mömmuleik, liggja á eggjunum sínum þar til hún fær leið á þeim. Og auðvitað passa upp á að hún sé að fá alla þá næringu sem hún þarf á að halda þar sem mikil orka fer í þessa eggjaframleiðslu. Ef við tækjum eggin strax af henni þá myndi hún bara verpa fleiri eggjum og það getur valdið enn meira orkuleysi og næringarskorti og jafnvel einhverju sem kallast "egg binding" þar sem egg festast í henni.

Svo næstu daga og jafnvel vikur er fuglinn minn í mömmuleik með litlu sætu eggin sín. Vonandi gengur bara allt vel hjá henni og hún fær bara leið á eggjunum og það verður ekkert mál :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband