Clapton, Gay pride og fatamátun

Faðir minn og eiginkona fóru á Eric Clapton á föstudagskvöldið og bauð ég systrum mínum því gistingu það kvöldið svo hjónakornin gætu tekið því rólega og vaknað þegar þau vildu á laugardag. (Nei ég fór s.s. ekki á Clapton). Við systurnar og Tryggvi áttum góða stund hér á föstudagskvöld og á laugardag fórum við systur ásamt Þurý að fylgjast með Gay pride göngunni. Við fundum okkur góðan stað uppi í tröppum hjá Tíu dropum þar sem við sáum ágætlega vel og fylgdumst svo með göngunni fara framhjá okkur. Við röltum svo niður á Arnarhól þar sem við settumst niður og fylgdumst með nokkrum skemmtiatriðum sem ég get ekki sagt að hafi höfðað mikið til mín. Allavega ekki það sem ég sá því við fórum áður en allt var búið. En gangan var ágæt. Ég skilaði svo stelpunum af mér og hélt heim á leið.

Í gærkvöldi gerði ég svo yndilega skemmtilega uppgvötun. Tryggvi var að máta einhver föt til þess að finna út hvað passar á hann þessa dagana og ég ákvað að gera það líka. Og mér til mikillar undrunar var bara alveg heilmikið sem ég komst í og heilmikið sem er stutt í að passi fínt. Ég fór m.a. í jakka sem ég keypti of lítinn og hef aldrei getað hneppt en nú gat ég hneppt honum. Vantar bara örltíð upp á að ég geti farið að vera í honum. Svo var þarna dragt sem mamma gaf mér sem ég hef heldur aldrei getað verið í og það er örstutt þar til ég get farið að vera í henni. Hún var bara pííínulítið þröng núna. Og svo er hvíti jakkinn sem ég keypti í fyrra og hefur alltaf verið svolítið þröngur orðinn rosalega fínn núna! Og flauelsjakkinn sem ég keypti fyrir 3 árum síðan (var fínn þá en hefur verið of lítill síðan) var mjög fínn á mér núna....

Þetta er miklu skemmtilegra heldur en að stíga á vigtina og gerir þetta miklu raunverulegra :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sjitt ég hefdi sko ekki passad tegar Clapton var ad spila

Helga R (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband