Þú getur bjargað mannslífum!

Þú getur bjargað mannslífum!

Mánudaginn 27. október kl. 17:30 verður Malaríuhlaup JCI haldið til styrktar verkefninu Nothing But Nets.

Á 30 sekúndna fresti deyr barn í Afríku af völdum malaríu. Með því að safna fé til kaupa á malaríunetum og senda til Afríku er hægt að bjarga börnum og fjölskyldum þeirra frá vísum dauða.

Hvert net kostar aðeins um 1.000 kr. og dugar fyrir heila fjölskyldu í fjögur ár.

Við hvetjum þig til að mæta hvort heldur er til að ganga, skokka eða hlaupa.

Þátttaka og stuðningur er aðalmálið, með þinni þátttöku getur þú bjargað heilli fjölskyldu!

Boðið er upp á 3 km skemmtiskokk án tímatöku og 5 km hlaup með tímatöku.

Rásmark er við Skautahöllina í Laugardal og verður hlaupið á stígum í Laugardal.

Þátttökugjald er 1.000 kr. fyrir 3 km skemmtiskokk og 1.500 kr. fyrir 5 km hlaup.

Skráning fer fram á www.hlaup.is til kl. 21:00 sunnudaginn 26. október.

Á hlaupadegi verður hægt að skrá sig á staðnum í anddyri Skautahallarinnar í Laugardal frá kl. 16:00 þar til 10 mínútum fyrir hlaup.

Athugið að ekki er hægt að greiða með greiðslukorti á staðnum en hægt er að nota greiðslukort í forskráningu á hlaup.is.

Nánari upplýsingar um hlaupið er að finna á www.jciesja.org/nothingbutnets

Nánari upplýsingar um verkefnið Nothing But Nets er að finna á www.nothingbutnets.net og www.jci.cc/nothingbutnets

Ég hvet þig til að alla sem þú þekkir vita – því fleiri sem mæta því fleiri lífum verður bjargað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband