26.10.2008 | 16:27
Hvað er það við jólin?
Ég bara spyr - hvað er það við jólin sem fær mann til að líða svona ofboðslega vel. Nú er ég að hlusta á jólalög með Canadian Brass Orchestra og það færist strax yfir mig einhver ofboðsleg vellíðan og innri friður. Ég kemst í gott skap og allar áhyggjur hverfa eins og dögg fyrir sólu. Það er eins og einhver efni leysist úr læðingi í líkamanum sem veldur þessu - eins og þegar maður er búinn að æfa og endorfínið kikkar út í blóðið og maður verður orkumikill og líður vel. Þetta er aðeins öðruvísi vellíðan, en góð er hún :)
Ahhh jólin. Yndislegur tími. Minn uppáhaldstími.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.