12.11.2008 | 12:49
Urrabítann
Þó ég vakni á morgnana til að fara á hlaupabretti eða aðrar æfingar þá er ekki þar með sagt að það sé auðvelt. Sumir tala um A og B manneskjur, ég er hvorugt. Ég fer reyndar frekar seint að sofa en ég verð samt mjög þreytt eftir kl. 22 og er varla vinnuhæf eftir það. Og ég á mjög erfitt með að vakna á morgnana. Sumir segja að maður geti vanið sig á að fara snemma að sofa og þá verði auðvaldara að vakna snemma. Jú, ég get vel vanið mig á að fara snemma að sofa og ég get vel vanið mig á að vakna snemma, en það gerir það samt aldrei auðveldara að vakna snemma. Ég er, hef alltaf verið og mun alltaf vera morgunfúl. Eða réttara sagt, ég er, hef alltaf verið og mun alltaf vera grumpy þegar ég er þreytt, hvort sem það er kvöld, dagur eða morgunn.
Nú eru ekki margir sem hafa séð mig grumpy eða reiða þar sem ég er að eðlisfari með mikið jafnaðargeð. Ég er ekki að stökkva upp á tær mér við minnsta tilefni og það þarf í raun mikið til.
En ef einhvern langar að sjá mig reiða væri hægt að koma í heimsókn að morgni til og vekja mig. Ég vil þó ekki hvetja til þess ;-)
Sem dæmi, þá sagði ég við Tryggva í gærkvöldi að hann mætti reka mig á lappir rétt fyrir kl. 7 svo ég gæti farið á brettið. Ég lét klukkuna fyrst hringja kl. 6.40 (því mér finnst svo gott að snúsa) og planið var að fara á fætur 6.50. Klukkan hringdi og þegar ég teygði mig eftir klukkunni skellti Tryggvi hendinni á sér undir mig svo ég gæti ekki lagst aftur niður.
Þetta er það sem hann fékk út úr því:
Urrr... ég var ekkert smá pirruð. Hann var að trufla mig því ég ætlaði sko að sofa í 10 mínútur í viðbót! Já, það þarf lítið til þess að ég urri svona á morgnana. Smá pot - og ég gæti bitið :-)
Það á sko ekki að trufla birni í dvala (ekki að ég sé í dvala en..)
Athugasemdir
HA HA HA HA ég sé þetta atriði alveg fyrir mér. Man alveg eftir þér er við vorum saman í herbergi í fjölbraut. Enda var alveg þegjandi samkomulag að þegja, ég vaknaði á undan færi á klóið, svo færir þú og ég beið ekki eftir þér í morgunmat. Við töluðum oft ekkert saman fyrr en í fyrsta lagi eftir morgunmat og stundum varla það. Þetta var allt gert því sumir (nefni engin nöfn) voru EKKI hressir á morgnanna.
Dísa (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 19:57
hahaha oh hvað ég skil þig ég er nákvæmlega svona líka þegar ég er þreytt og að tala á morgnanna þegar maður er nývaknaður hvað er það? ég vil allavega bara fá að vera í friði á morgnanna. Og þegar þú segir að þú verðir alltaf grumpy þegar þú ert þreytt, já ég kannast við það líka... get orðið verulega fúl þegar ég er þreytt... Svo verð ég líka hrikalega skapvond þegar ég er svöng oft sem Stefán segir við mig jæja Fanney mín viltu ekki fara og fá þér eitthvað smá að borða og ef það virkar ekki þá segir hann mér að fara inn í rúm að sofa því ég sé ekkert sérlega skemmtileg í skapinu hehe:)
Fanney (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 10:45
hahaha já Dísa, var ekki gaman að vera með mér í herbergi? Ég var alveg búin að gleyma þessu fyrirkomulagi okkar... enda hálfsofandi þegar þetta allt saman fór fram :)
Og já ég verð líka pirruð þegar ég er svöng Fanney - við erum greinilega eins í þessu :) Kallarnir okkar gætu stofnað samtök þeirra sem eiga svona maka eins og við erum :)
Guðlaug Birna Björnsdóttir, 13.11.2008 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.