I'm no musical fan

Jæja ég er búin að komast að því að ég er bara engan veginn neitt söngleikja"fan". Ég horfði á Mamma mia með systrum mínum. Ég horfði á hana til enda af því að ég var að horfa á hana með systrum mínum. Ekki af neinni annarri ástæðu. Ég bara meika ekki svona myndir.. það fór um mig svo mikill kjánahrollur. Ég bara meika heldur ekki svona vitleysu í myndum.. fannst hún ofleikin (sérstaklega af vinkonum móðurinnar) og verið að kreista upp úr sér sönginn. "Mr Bond", sem allir hafa verið að tala um að hafi verið svo fyndið að sjá í myndinni fannst mér bara eyðileggja myndina, hann hafði bara ekkert fram að færa í henni því ekkert gat hann nú sungið. Colin Firth var töluvert betri (kannski fannst mér það líka því mér finnst einhvernveginn betri ára í kringum hann), því hann kann jú líka að syngja. Kannski bætti það áhorf á myndina að Pierce lék í henni og trekkti að meiri aðsókn að hann skyldi syngja svona illa, en að mínu mati þarf góða söngvara í söngleikjamynd - sem kunna auðvitað líka að leika.

Ég er búin að prófa að horfa á alls konar söngleikjamyndir og fæstar finnst mér góðar. Einhverjar hræðilegustu söngleikjamyndir sem ég hef séð eru Chicago og Moulin Rouge. Ég horfði heldur ekki á Evita til enda..

Þegar ég var lítil fannst mér gaman að söngleikjamyndum eins og Annie o.fl. en sá áhugi virðist alveg dottinn út. Þá horfði ég líka á myndir með Frank Sinatra og Fred Astaire og þær fannst mér mjög skemmtilegar. Spurning hvort mér finnist þær ennþá skemmtilegar, ég hugsa að ég eigi þær bara fyrir sjálfa mig í minningunni.

En dæmi um þær sem mér finnst í alvörunni góðar eru "The nightmare before christmas" og "Sweeney Todd, the demon barber". Kannski er sú staðreynd að lita mig að ég sá söngleikinn Sweeney Todd fyrst uppsettan af nemendum Flensborgarskóla, og skemmti mér alveg konunglega þar. En "The nightmare before christmas" er bara æðisleg.

1189405126_nightmare_before_christmas_ver4


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband