Þrifæði

Já ég var aldeilis með þrifæði um helgina. Og fannst það bara gaman. Skrúbbaði baðherbergið hátt og lágt, tók til í geymslunni, fyllti bílinn af drasli sem fór í Sorpu, skrúbbaði eldhúsið, þreif eldhúsgardínurnar, skrapaði skítinn af eldavélahellunni, þvoði þvott o.fl.

En ég gerði nú samt fleira en að þrífa um helgina. Í gær var brjóstsykursgerð hjá Teris og var þar mjög margt um manninn. Þar var hreinlega brjóstsykursframleiðsla og þurfti ég 4-5 aðstoðarmenn með mér til að láta þetta ganga upp. 
Svo fórum við í Ikea og keyptum borðplötu og búkka fyrir námskeiðshald í Nammiland.is.

Slappaði líka aðeins af yfir góðu afþreyingarefni, horfði á Zack and Miri make a porno. Vá hvað hún er góð og ég mæli alveg eindregið með henni :) Langt síðan ég hló svona mikið að bíómynd :) Snilld.

zmposter2_9348

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dúleg...við höfum semsagt verið í sama ham um helgina ég þreif líka herbergið okkar, gestaherbergið, stofuna og forstofuna.... tók allar gardínur niður og þreif inn í öllum skápum;) ætla svo að taka eldhúsið og ganginn og baðherbergið í vikunni.. stefni svo á að taka ruslakompuna tölvuherbergið þegar Stefán er búin í prófunum jább það verður sko orðið hreint of fínt á jólunum hjá mér alls staðar í öllum skápum og hornum hehe:)

Fanney (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband