2.12.2008 | 09:47
Nammi nammi nammi
Ég get ekki hætt að tala um nammi.
Í gær spurði Stella mig hvort ég hafi verið að borða brjóstsykur. Það væri svona lakkrísbrjóstsykurslykt af mér. Ég var hinsvegar ekki að borða brjóstsykur, það er greinilega bara komin svona krónísk brjóstsykurslykt af mér :-)
Í gær var ég með námskeið og eftir námskeiðið ákvað ég að nota prufu að utan. Gerði kirsuberjabrjóstsykur.. sjitt hvað hann er góður. Klárlega eitthvað sem ég ætla að vinna í að flytja inn :) Svo gerði Tryggvi tilraun með hlaup, við erum að taka inn gelatín þannig að það sé hægt að búa til svona vingummi. Gerðum fljólublátt með "blómabragði" og það var mjööög gott :)
Ætla svo að prófa eitthvað meira nýtt í kvöld eftir næsta námskeið :)
p.s. ég er veislustjóri í partýi fljótlega... einhverjar hugmyndir um leiki?
Athugasemdir
Viltu smella á mig pósti - ég er ekki með emalið þitt. jatladottir@gmail.com
Júlía (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.