Jóla jóla

Nú eru bara tvær vikur til jóla.

Í gær skreytti ég básinn minn í vinnunni. Setti upp 5 diskakúlur, jóladúk sem ég setti minjagripina mína á og svo jólaseríu í gluggakistuna. Og þar sem ég er með "hornskrifstofu" er ég með gott gluggapláss, svo ég er umvafin seríum :)

Diskakúlur? Hvað er nú það? Ég skal reyna að útskýra. Í fyrra var jólaskreytingakeppni hjá Mentis. Hann Þröstur snillingur bjó til kúlur úr gömlum úreltum tölvugeisladiskum með því að bora göt í þá og festa saman með keðju. Innan í kúlurnar setti hann svo jólaseríu og lét 3-4 perur koma út um miðjugatið á hverjum disk. Þannig að úr varð kúla, með ljósi. Virkilega smart og nördalegt.

Þessar kúlur hengdum við svo upp í loft hjá okkur í MV herberginu í Mentis og þegar kom að því að taka niður jólaskrautið týmdum við ekki að taka þær niður. Þær breyttust því úr jólakúlum í diskakúlur (ekki diskókúlur heldur diska - I know - I'm a nerd). Þegar við fluttumst svo yfir í Teris tók ég þessar kúlur að mér og þær hanga núna hjá mér.

Ég byrjaði svo að taka upp jólaskrautið heima í gær. Ég var alveg búin að gleyma hvað við eigum mikið fínt jólaskraut og svo er nú ekki leiðinlegt að eitthvað af því bjó ég sjálf til :) Verður gaman þegar jólaseríurnar verða líka komnar upp og ég tali nú ekki um jólatréð.

Ahh.. jólin.

rhonnafarrer_christmastree

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband