12.12.2008 | 13:43
Enn meira jóla jóla
Það verður nóg um að vera heima hjá mér um helgina, fullt hús alla helgina. Vinkonur og fjölskylda ætla að koma og föndra/baka/búa til sælgæti og skemmta sér vel :)
Í dag er svo jólafatakeppni í vinnunni. Það eru margir skrautlegir og margir leggja mikinn metnað í þetta. Hér er mikið um hallærislegar peysur (svona eins og í Bridget Jones), jólasveinahúfur, hér er einn jólaköttur og ég er svona jólaálfur í rauðum skóm, rauðri glimmerpeysu, grænu pilsi og með jólaskraut á hausnum og sem eyrnalokka :) Kristján er samt eini alvöru jólasveinninn, ekta íslenskur í lopapeysu með skotthúfu. Ekta íslenskur :) Fólk er já mishallærislegt eða flott.. eftir því hvernig á það er litið :) Skemmtilegur leikur.
Held ég skipti samt um föt áður en ég fer í Kringluna á eftir hahaha. Held ég mæti ekki í grænu pilsi, rauðum skóm og með jólaskraut á hausnum.
Og þó. Ágætis húmor í því :-)
Athugasemdir
Sjáumst :)
Júlía (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.