9.1.2009 | 16:46
Draugur í tölvunni minni
Jebbs. Í gær var draugur í tölvunni minni. Ég var búin að skrifa alveg heilan heilan helling í gær, setja inn smásögu af "fílsminni" mínu, en svo þegar ég var alveg að verða búin þá bakkaði síðan um einn og þegar ég gerði forward aftur í browsernum þá var auðvitað allur textinn horfinn. Ég náði að skrifa blogg á saumósíðunni því þar er annað kerfi og þar var ég alltaf spurð hvort ég "vildi örugglega fara af síðunni sem ég væri á því ég væri að skrifa texta" og þannig gat ég reddað mér. En á þeim stutta tíma sem ég skrifaði saumóbloggið þá fékk ég skilaboðin upp svona 30-40 sinnum, sem þýðir að browser-inn var að reyna að bakka svona rosalega oft. Og ekki nóg með það þá gerðist þetta líka í online tölvupóstforritinu. Var að skrifa email en svo allt í einu búmm.. komin aftur í inbox-ið. Urr.
Það fyrsta sem mér datt í hug var auðvitað hvort þetta væri browser-inn (Internet explorer) svo ég opnaði Opera browser og byrjaði að blogga. Þar virtist þetta vera í lagi svo ég skrifaði og skrifaði og skrifaði en allt kom fyrir ekki, hann bakkaði líka um eina síðu.
Undarlegt mál já. Prófaði að endurræsa vélina. Það lagar mörg vandamál. En nei, þetta hélt áfram. Talaði við strákana í vinnunni hvort þeir könnuðust við þetta vandamál. Alberti datt strax í hug að þetta gæti verið músin, hvort back hnappurinn á henni væri kannski bilaður (t.d. fastur inni eða eitthvað). Svo ég prófaði að skipta um mús, fór m.a.s. í mús sem er ekki með svona back hnappi. En nei, þetta hélt áfram. Undarlegt mál.
Ég hélt líka fyrst að þetta væri bara tengt við browserinn en svo kom í ljós að svo var ekki því þegar ég var að <varúð nú kemur algjört nördamál> grafa mig í gegnum föll í visual studio (F12-F12) þá var allt í einu eins og smellt væri oft á back hnapp og ég hentist til baka í klasann sem ég var að skoða fyrst. ARGH!
Nú var nóg komið, ég stofnaði verkbeiðni á notendaþjónustuna og sagði þeim að hlæja að mér að vild en þetta væri pirrandi. Þau vita auðvitað ekkert hvað er málið og ekki ég heldur. En ég prófaði enn einu sinni að endurræsa vélina mína í gær áður en ég fór heim og viti menn, þetta hefur ekkert verið að gerast í dag. Vélin hefur alveg verið til friðs. Allavega hef ég náð svona langt í blogginu núna (en ég passa mig samt núna og kópera allan textann mjög reglulega)
Mér dettur því helst í hug að þarna hafi verið stríðinn draugur á ferðinni. Honum hefur örugglega fundist þetta mjög fyndið en ég er fegin að hann er farinn og vona að hann láti ekki sjá sig aftur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.