23.3.2009 | 16:30
Berdreymin?
Aðfararnótt laugardags dreymdi mig að ég væri að passa litla frænda minn, sem er 10 mán gamall. Hann kúkaði svo allsvakalega að það fór upp úr bleyjunni og langt upp á bak!
Að dreyma kúk þýðir peningur og því spáði ég því að Tryggvi og félagar yrðu í verðlaunasæti í Gullegginu. Einnig spáði ég því að þar sem þetta var litli frændi minn - lítil manneskja, að þá myndu þeir ekki vera í fyrsta sæti (mestu peningarnir fyrir fyrsta sæti auðvitað).
Og viti menn. Þeir drengir hrepptu annað sætið í Gullegginu! Húrra húrra húrra :)
http://mbl.is/mm/frettir/taekni/2009/03/22/controlant_hlaut_gulleggid_2009/
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.