16.4.2009 | 12:37
Páskar og veikindi
Páskarnir voru virkilega fínir.
Fimmtudagur, föstudagur, laugardagur og mánudagur helguðust af matar/kaffiboðum hjá fjölskyldu og vinum. Gott að hitta þau öll og eiga með þeim góða stund.
Á laugardagsmorgun klæddi ég mig í kjúklingabúning :) Nei nei ekki bara að gamni heldur líka til þess að skemmta börnunum í Páskaglensi Esjunnar (JCI Esju) sem haldið er á hverju ári. Full body búningur með löppum og höndum og alles - algjör snilld :)
Við Tryggvi byrjuðum á að mála barnaherbergið. Við erum búin að leggja línurnar að neðri hlutanum og eigum bara eftir að klára hann alveg. Ég er svo byrjuð að teikna á veggina myndir sem við munum svo mála. Jungle þema sko :)
Aðfaranótt þriðjudags svaf ég svo frekar illa og vaknaði svo með hita og kvef. Tók þriðjudag og miðvikudag í veikindafrí en er mætt til vinnu núna - full af hor og viðbjóð :( Er samt fegin að ég fékk að eiga páskafríið alveg í fríi frá veikindum, gat alveg slappað af og tekið því rólega. Prjónaði líka heila peysu! Alveg ótrúlegt :) Sést nú alveg "amatör"bragurinn á henni en ég er mjög stolt af henni þar sem þetta er jú fyrsta peysan mín. Er byrjuð á buxunum sem eru við. Þær eru nú töluvert einfaldari en peysan.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.