17.4.2009 | 09:53
Atsjú
Úff ég er ekki að nenna þessum veikindum! Leið fínt í vinnunni í gær en líður ekki nærri því eins vel núna :( Eða líður eiginlega bara ekkert vel núna :(
Er mikið að spá hvort ég eigi bara að drífa mig heim og leyfa mér að vera veik. Fara aftur í náttfötin og leggja mig. Ég verð jú að vera sterk fyrir bumbubúann og vera dugleg að hvíla mig. Hann (sko hann bumbubúinn) er annars alveg eldhress. Í gærkvöldi þegar ég var að fara að sofa voru þvílíkar fimleikaæfingar í gangi og allt á fleygiferð :) Mér finnst ekkert nema gaman að finna fyrir þessum hreyfingum sem eru þvílíkt sterkar. Get stundum horft heillengi á mallann og fylgst með bumbunni lyftast upp hér og þar. Komin rúmar 22 vikur og bumban tók þvílíkt stökk um páskana. Svo mikið að mágkona mín sá mun frá fimmtudegi til mánudags :) Bara gaman að því. Er nú samt fegin að ég er ekki með þríbura eins og þessi. Sjæse!
Athugasemdir
Þetta er dásamlegur tími og algjör unun að finna og sjá spörkin. Bestu kveðjur úr sveitinni, Gunna ömmusystir
Gunna (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 16:28
Ég held að það yrði algjörlega þess virði ef maður fengi þrjú heilbrigð börn þó svo þetta líti hálf skelfilega út:) líkaminn lagast:) hehehe.. núna er litla dýrið mitt með svo lítið pláss eftir að hann/hún getur ekki snúið sér lengur. hihihi:)
Sunneva (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.