Laugudagar

Eftir að ég varð dreki er svo margt sem ég get látið eftir mér.
Í gærkvöldi horfði ég á bíómynd og fór ekki að sofa fyrr en kl. 1. Ég stillti svo klukkuna á hálfníu og var komin á lappir kl. níu, fékk mér að borða í rólegheitum og las blaðið. Svo er bara stefnan tekin á sturtu og smá dekur, teikna tré á vegginn inni í barnaherbergi og fara í tiltekt. Saumaklúbbur á kaffihúsi og meðgöngujóga seinnipartinn. Já og ég gat leyft mér að slaka vel á í gær með Tryggva mínum því tiltektin mátti alveg bíða þangað til í dag :)

Og svo er þetta líka fallega veður úti, aldrei að vita nema maður skelli í eina köku.

Já, það eru sko allir dagar laugardagar núna - eða réttara sagt, nú eru allir dagar Laugudagar :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki leiðinlegt að sitja bara að hlæja... það er nokkuð ljóst :)

Vonandi færðu bara gott veður og getur verið duglega að sóla þig og slappa vel af fyrir baby-ið þitt :)
Væri nú alveg til í að vera bara í sundi í dag og gera eitthvað skemmtó...

Stella (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 11:14

2 identicon

Þetta er rétta viðhorfið, sjáumst á föstudaginn.

Júlía Rós (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 22:34

3 Smámynd: Ragnar Emil

Gott að þú getur slappað af og notið þess að vera í "fríi" en ertu hætt að vinna? (skil ekki alveg þetta með að vera dreki, hehe).

 Svo máttu alveg koma til mín og mála barnaherbergin þegar þú klárar þitt (bara svona ef þér leiðist). Vona að þú hafir það gott bumbulína

Ragnar Emil, 27.4.2009 kl. 23:05

4 Smámynd: Ragnar Emil

Æi var að kíkja á Facebook og sá að þú ert búin að missa vinnuna, leiðinlegt að heyra Lauga mín en gott að þú hefur rétta viðhorfið. Nú geturðu dúllast við sjálfa þig og undirbúið komu litla bumbubúans.

Var að fatta þetta með drekann, hahaha

Ragnar Emil, 27.4.2009 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband