15.5.2009 | 17:30
Ég er ! Býflugnabani
Ofninn er farinn að virka (as in - óléttum konum er alltaf svo heitt). Þannig að í dag var ég heillengi með fuglinn inni í búri og allt opið upp á gátt.
Svo var kominn tími til að hleypa fuglinum út og öllu lokað.
Eftir smá tíma átta ég mig á því að það er heljarinnar býfluga inni í stofu. Neeeeei ég þoli ekki þessi kvikyndi (ekki að þetta séu kvik yndi - fremur slow og alls engin yndi).
Bzzzzzz þarna var hún á sófanum að djöflast í teppinu. Leist greinilega svona rosa vel á það og hefur örugglega ætlað að byggja sér bú þar. En ég hélt nú ekki.
Þó ég sé skíthrædd við þessi kvikyndi þá ákvað ég að vígbúast og reka það út.
Klæddi mig betur (fannst ég frekar varnarlaus í stuttermabol og leggings) og vopnaðist broti af tréskurðarbretti. Á meðan ég stóð í þessu stússi gróf kvikyndið sig langt inn í teppið. Ég var hætt að heyra í því. Þá nýtti ég tækifærið og setti fuglinn inn í búr og opnaði hurðina upp á gátt.
Skjálfandi á beinunum lyfti ég svo upp teppinu þar sem ég hélt að kvikyndið væri. Nei, ekkert bólaði á því. Ég lyfti því aðeins meira upp, sleppti og hljóp í burtu, viðbúin að skepnan kæmi á eftir mér. Nei, enn bólaði ekkert á kvikyndinu.
Næsta ráð var að henda teppinu niður á gólf. Við það kramdist flugan eitthvað undir þunga teppisins og ég gat heyrt hversu reið hún var. BZZZZZZZZZZZZZZZZ. Shit! Ég faldi mig á bakvið stól.
Loksins náði flugan að losa sig úr viðjum teppisins og ætlaði að flýja í heimahagana. BOINK! hún lenti að sjálfsögðu á glugganum og ekki var hún minna ánægð með það. Alveg brjáluð. Enda svo vitlaust kvikyndi. Sama hvað hún reyndi komst hún ekki í gegnum gluggann.
Ég horfði á þessar árangurslausu tilraunir vitlausu flugunnar og hugsaði næstu skref. Bútur af skurðabretti dygði ekki til núna. Því fann ég Fréttablaðið í dag, rúllaði því upp til að beina flugunni í átt til sinna heima - ÚT.
Hún var líklega orðin eitthvað vönkuð yfir öllum látunum í sjálfri sér auk þess sem mér sýndist ég hafa tekið hluta af löppinni af henni með teppinu. Eða hún kannski frekar slitið hana af þegar hún losaði sig úr teppinu.
Eftir heillangan tíma af því að reyna að beina henni í rétta átt festi hún takið á blaðinu og ég bar hana út, þar sem ég hristi hana af blaðinu. BZZZZzzzzzz(zzzz) og þar fór hún. OG EKKI KOMA AFTUR!
Athugasemdir
hahaha skemmtileg lýsing hjá þér, ég sé þig svo fyrir mér í þessari baráttu við brjáluðu býfluguna:D
Fanney (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 18:30
Úff, þvílík lýsing, ég hefði viljað að vera fluga á vegg bókstaflega... hehe... :D Ég hefði ekki einu sinni þorað þessu... ég reyndar svosem þurfti að láta reyna á hugrekki mitt um helgina þegar þessi risastóri og ógeðslegi geitungur ákvað að ryðjast inn til mín. Ég náði með miklum tilþrifum að drepa hann með body mist og gluggahreins, átti nefnilega ekki hárlakk, damn. Var mjög stolt af mér eftir þetta, því ég var að deyja úr hræðslu...
Sveinbjörg M. (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.