Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Afmælisbarn dagsins

Er hann Tryggvi minn, 32 ára gamall. Hann fattaði það í gær hvað hann er orðinn gamall þegar hann var að hlusta á FM 957 (sem hann gerir nú vanalega ekki!) og þar var einhver útvarpsgetraun - lagið Karma police spilað og fólk átti bara að giska á lagið.... mjög auðvelt fyrir okkur EN ENGINN GAT ÞAÐ! Kommon - tímalaus klassík! Jú, 10 ára gamalt lag en samt. Jæja - svosem ekki fmhnakkalag heldur.
Ég get því miður ekki eytt deginum með kallinum þar sem ég fer beint eftir vinnu á Dale Carnegie námskeið og þar verð ég alveg fram eftir kvöldi. En hann fékk afmælisgjöfina sína frá mér á sunnudaginn, fína svarta leðurhliðartösku (mans bag) sem kemur sér vel í vinnunni undir öll gögnin sem hann þarf að hafa með sér út um allt. Og tölvan passar svona fínt í hana líka þó þetta sé ekki tölvutaska. 

Til hamingju með afmælið elskan HeartKissing


Gott hjá kallinum

Já, þetta finnst mér mjög gott hjá honum, að taka af skarið og hvetja aðra til að standa með sér í þessu. Aldrei að vita nema maður mæti á tónleikana.. Nú er bara spurning hverjir taka áskoruninni og spila á tónleikunum með honum. Verður spennandi að sjá, þetta gætu orðið flottir tónleikar ef vel tekst til.
mbl.is Bubbi gegn rasisma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins fæ ég að sjá Jóa Fel svitna

Þar sem ég er ekki með kort í Laugum (af því að ég tími ekki að styrkja þessa stöð) þá hef ég ekki getað farið á morgnana til að horfa á Jóa Fel hnykla vöðvana og svitna.. en nú fæ ég tækifærið, mæti bara í turninn og horfi á hann hlaupa..


mbl.is Keppa í turnahlaupi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsasmiðjuferðin til einskis

Kona sem ég þekki fór sérferð í Húsasmiðijuna í gær í leit að vasaljósi handa dóttur sinni til að nota í þessari göngu. Dóttirin bað um bleikt vasaljós en svoleiðis fékkst ekki í húsasmiðjunni, bara steingrá og gul verkamannavasaljós, þrátt fyrir dauðaleit að einhverju aðeins stelpulegra. Verkamannavasaljós þurfti að duga.

Hvar fær maður annars bleikt vasaljós?

Önnur kona sem ég þekki var úti í London um daginn í einni af stærstu leikfangaverslunum heims og spurði hvort til væri það sem dóttir hennar óskaði sér helst úr búðinni. Nei, því miður áttu þeir ekki bleikt verkfærasett (eða vinnusett eins og stúlkan kallaði það, því pabbi hennar er jú smiður. Hana langaði til að "smíða" með pabba sínum með fínu bleiku setti). Bara svört og appelsínugul og gul og grá. Engin bleik.

Spurning um að fara að framleiða svona bleikt "strákadót" - ætli maður myndi græða mikið á því? Hvað ætli það séu margar stelpur þarna úti sem vilja bleikt "strákadót"? Örugglega nokkrar.


mbl.is Ljósaskrúðganga leikskólabarna fellur niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessir hommar vita alveg hvað þeir eru að segja

Og þegar ég skrifa þessir hommar þá er ég auðvitað ekki að tala um homma in general heldur ákveðna homma, hommateymi sem er betur þekkt sem Fab 5, úr þáttunum Qeer eye for the straight guy.
Tvisvar sinnum áður hef ég meðvitað tekið góðum ráðum frá þeim. Bæði virka 100%. Fyrra ráðið var Crest Whitestrips, tannhvítunarstrimar sem virka þvílíkt vel og ég mæli með (fást því miður ekki hérna heima). Seinna ráðið tengist því þegar maður er búinn að vera að æfa í ræktinni, er sveittur og rauður, búinn í sturtu en er ennþá að svitna og rauður í framan. Þá er besta ráðið að stinga úlnliðnum undir ískald rennandi vatn og þá kælist maður hratt niður. Þetta á sér mjög eðlilegar skýringar því það er ekki mjög mikil húð yfir slagæðunum í úlnliðunum og þá kælist maður hraðar niður. (auðvitað á þá að snúa úlnliðnum þannig að vatnið renni "beint" á æðarnar).

Nú er ég að hugsa um að prófa að taka við þriðja ráðinu frá þeim varðandi hárþvott. Í síðasta þætti var strákur með þurrt hár. Reyndar með töluvert mikið meira hár heldur en ég en þeir sögðu við hann "Condition every day, shampoo once a week". Ég er nefnilega með frekar þurrt hár og ætli ég þvoi það ekki of oft. Er líklegast komin í hálfgerðan vítahring því ég veit alveg að það er hárinu ekki gott að þvo það of oft en ef ég þvæ það ekki þá er hárið bara ómögulet. En ég er að hugsa um að gera smá tilraun og nota sjampóið sjaldnar og hárnæringuna oftar. Prófaði þetta fyrst í morgun og viti menn, hárið á mér er bara nokkuð gott. Sjáum til hvernig þetta verður eftir nokkrar vikur.

 


Hahahahaha

Ég get rétt svo ímyndað mér hvernig fólk mun líta út, standandi á bretti og hrista skrokkinn í einhverjum leik. Nógu mikið hlær maður nú þegar, þegar fólk er í boxi eða tennis eða að hlaupa í Wii með tveimur fjarstýringum.

Get ekki beðið eftir að þetta verði keypt :)


mbl.is Japanar óðir í heilsuræktina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útskrifuð af ræðunámskeiði

Síðustu vikur hef ég verið á ræðunámskeiði á vegum JCI Esju og hefur það verið mjög gaman og á eftir að gagnast mér mjög vel. Ég fór þarna til að yfirstíga ákveðinn þröskuld, hræðslu við ræðupúltið og er búin að komast að því að þetta blessaða púlt er ekkert svo hræðilegt. Í gærkvöldi var lokakvöldið og endaði námskeiðið með ræðukeppni. Bekknum var skipt í tvö lið og var mitt lið á móti tillögunni "að hætta við byggingu nýs fangelsis og fangar verði vistaðir í Drangey í Skagafirði". Og mitt lit vann keppnina :) Ræðumaður kvöldsins var í hinu liðinu og átti hún það vel skilið.
Eftir ræðukeppnina okkar var önnur ræðukeppni því námskeiðinu var skipt í tvo hópa. Sá hópur fjallaði um "að það væri betra að vera hommi á Íslandi heldur en lesbía" og var keppnin mjög áhugaverð og skemmtileg enda á léttu nótunum.

Sjö nýjir félagar voru svo teknir inn í JCI Esju, þar á meðal ég.

En brátt fer ég í að vinna í því að yfirstíga næsta þröskuld. Það eru reyndar nokkrir þröskuldar í þeirri áskorun sem einnig tekur yfir lengri tíma, eða 12 vikur. Því 12. febrúar gerist ég aðstoðarmaður á Dale Carnegie námskeiði og er það mjög krefjandi áskorun fyrir mig. Hlakka til á sama tíma og ég kvíði fyrir. En það mun bara koma gott úr þessu og ég mun læra töluvert mikið af þessu.


Nei börnin trúa því bara ekki að ég hafi verið poppstjarna.. ég þarf að sýna þeim það

"Ástæða þess að ég ákvað að slá til var sú að mig langaði að sýna börnunum mínum að mamma þeirra hefði einu sinni verið poppstarna"

uhh... það hefði nú alveg verið hægt að sýna þeim bara gömul myndbönd og leyfa þeim að hlusta á gamlar plötur.... hélt hún kannski að þau myndu ekki trúa sér eða?


mbl.is Victoria „getur ekki meira"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband