Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Súludans í kvöld

Í kvöld hefst svo hið margrómaða súludansnámskeið - Pole fitness. Hvað ætli sé langt í að ég geti þetta? :)

pole-fitness

Áttræðisafmæli

Í gær hélt amma mín um á áttræðisafmæli sitt, en hún á afmæli á morgun. Börnin hennar sáu um að skipuleggja veisluna sem haldin var í sumarbústað rétt utan við bæinn (Sumarhús Glitnis í Lækjarbotnum). Eitt barnabarn úr hverri fjölskyldu var sett í skemmtinefnd og lenti ég í því hlutverki í minni fjölskyldu. Hinar fimm fræknu frænkur :)

Afmælið heppnaðist þvílíkt vel sem og skemmtiatriðin sem við frænkurnar sáum um, vorum með ljósmyndasýningu rúllandi í sjónvarpinu, lifandi harmonikku og gítarspil undir dansi og söng (sem sló þvílíkt í gegn), kvæðakút (ég kom með fyrriparta og fólk átti að botna - svo voru verðlaun fyrir bestu botnana) og "Gullbrá og birnirnir þrír" leik. Auk þess voru börnin hennar ömmu tilbúin með söng um hana og sungu þau hann tvisvar. (Fyrst spilaði harmonikkan undir en textinn heyrðist ekki nógu vel svo lagið var sungið aftur síðar um kvöldið við mitt "glæsilega" undirspil).

Um miðja veislu mætti nýr gestur á svæðið sem bókstaflega flaug inn. Það var lítill fugl sem var að flýja undan tveimur smyrlum en hann náði að smeygja sér inn í bústaðinn rétt áður en smyrlarnir hefðu náð honum. Fuglinn var að vísu fastur inni í bústaðnum og hékk uppi í glugga (þar sem enginn náði til hans) allan daginn og megnið af kvöldinu. En þegar gestum fór að fækka teygði Ragnar sig upp í gluggann með viskastykki og náði fuglinum - þó eftir mjög margar tilraunir - og fór með hann út. Fuglinn var frelsinu feginn og vona ég að honum vegni vel í dag og lendi ekki í smyrlaklóm.


Nammi namm :)

Hvílíkur dýrðardagur!

www.nammiland.is er komið í loftið!

Nammi namm


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband