Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
23.5.2009 | 12:45
Bumbulíus
er kominn með heimasíðu (nei við vitum ekki hvors kyns er - orðið bumbulíus er kk ;-))
http://www.nino.is/laugaogtryggvi/
Það þarf lykilorð inn á síðuna - á forsíðunni stendur hvert á að senda tölvupóst til að fá það uppgefið :-)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2009 | 17:30
Ég er ! Býflugnabani
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2009 | 10:35
Þett'er yndislegt líf
Minns átti afmæli í síðustu viku. Eyddi afmælisdeginum í að hjálpa Tryggva með kokteilboð sem hann sá um í vinnunni. Um kvöldið byrjaði ég svo að baka, var fram á nótt að baka og vaknaði svo kl. 8 til að klára að baka fyrir alla gestina sem voru væntanlegir eftir hádegi.
Alveg yndislegur dagur og gaman að fá alla fjölskylduna svona heim til sín.
Við Tryggvi fórum svo í "sumarbústað" um síðustu helgi. Fengum lánað hús á Stokkseyri til þess að "flýja" frá skarkala borgarinnar og slaka á. Ótrúlegt hvað það að fara út úr bænum fær mann til að slaka mun meira á heldur en bara að vera heima hjá sér.
Við gerðum nú samt ekkert mikið þarna. Sváfum til kl. 14 á laugardaginn! Ótrúleg þreyta í gangi. En svo slökuðum við bara á. Fórum á veiðisafnið á sunnudeginum áður en við fórum. Ég mæli eindregið með því, virkilega flott dýrin þarna! Og miklu stærri en maður gerði sér í hugarlund.
Á mánudag fórum við svo í mæðraskoðun, allar mælingar eðlilegar. Barnið soldið langt, enda ekki langt að sækja í hávaxin gen (þó við Tryggvi séum bæði lítil). Þarf ekki að leita lengra en til pabba og allra bræðra minna og svo auðvitað móðurfjölskyldu Tryggva til að sjá hvaðan það kæmi. En við vitum auðvitað ekkert núna hvernig það endar svo. Kannski verður það lágvaxið eins og mamma og pabbi :) Svo hlustuðum við á hjartsláttinn sem tók nú smátíma að finna, því barnið sparkaði bara í græjuna og vildi ekki leyfa okkur að hlusta. Alltaf svaka fjör hjá barninu. Kvöldið fyrir skoðunina tók það líka heljarlanga og kröftuga fimleikaæfingu í ca. klukkutíma!
Annars lifi ég bara sældarlífi hérna heima. Svo margt sem er á dagskránni hjá mér og ég þarf að passa mig á að gleyma ekki að orðið "nei" er líka til í orðaforðanum, því sumir halda að af því að ég sé atvinnulaus að þá sitji ég bara heima og geri ekki neitt. En það er mitt að passa upp á það og um að gera ef fólk langar að hitta mig eða gera eitthvað með mér að slá á þráðinn ;-) Það versta sem gerist er að ég segi þá "nei" ;-) Og auðvitað það besta sem gerist er að ég segi "já" og við eigum góðan stund saman :-) Það eina sem ég bið um er að fólk sé ekki að ætlast til neins af mér ;-)
Það sem ég er helst að dúlla mér við þessa dagana er að sinna smá JCI starfi, prjóna og gera barnaherbergið klárt. Er einmitt að fara að mála apann á vegginn og svo teikna upp gíraffann og jafnvel mála hann líka. Það sem á þá eftir að gera er bara að festa upp hillurnar, finna flott dót í þær og ganga frá. Þá er herbergið nánast tilbúið.
Á dagskránni er svo ýmislegt fleira eins og að sinna Nammilandi, lesa og læra um Wedding planning, byrja aftur að æfa á píanóið, fara í sund og jóga og ýmislegt fleira. Semsagt, nóg að gera og mér leiðist aldeilis ekki. Finnst svo æðislegt að vera heima og sinna sjálfri mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)