Færsluflokkur: Bloggar

Heimasíða fyrir prinsessuna

Ég veit nú ekki hversu margir kíkja hérna inn ennþá en væntanlega hafa einhverjir verið að velta því fyrir sér að nino.is síðan sem var opnuð á meðgöngunni sé dottin út.
Við ákváðum að vera með heimasíðuna fyrir prinsessuna annarsstaðar og endurnýjuðum því ekki áksriftina á nino - enda vorum við bara að prófa þetta svæði.

Við munum opinbera heimasíðu barnsins eftir nafngiftarveisluna sem er seinnipartinn í september, þangað til verðiði bara að vera þolinmóð og láta facebook nægja (þeir sem eru þar þ.e., hinir verða bara að bíða eða kíkja í heimsókn).

Þeir sem voru með aðgang að nino síðunni fá sjálfkrafa aðgang að nýju heimasíðunni, aðrir sem óska eftir aðgangi geta sent póst á laugalauga(hjá)gmail.com


Bumbulíus

er kominn með heimasíðu (nei við vitum ekki hvors kyns er - orðið bumbulíus er kk ;-))

http://www.nino.is/laugaogtryggvi/

Það þarf lykilorð inn á síðuna - á forsíðunni stendur hvert á að senda tölvupóst til að fá það uppgefið :-)


Ég er ! Býflugnabani

Ofninn er farinn að virka (as in - óléttum konum er alltaf svo heitt). Þannig að í dag var ég heillengi með fuglinn inni í búri og allt opið upp á gátt.
Svo var kominn tími til að hleypa fuglinum út og öllu lokað. 
Eftir smá tíma átta ég mig á því að það er heljarinnar býfluga inni í stofu. Neeeeei ég þoli ekki þessi kvikyndi (ekki að þetta séu kvik yndi - fremur slow og alls engin yndi).

Bzzzzzz þarna var hún á sófanum að djöflast í teppinu. Leist greinilega svona rosa vel á það og hefur örugglega ætlað að byggja sér bú þar. En ég hélt nú ekki. 
Þó ég sé skíthrædd við þessi kvikyndi þá ákvað ég að vígbúast og reka það út.
Klæddi mig betur (fannst ég frekar varnarlaus í stuttermabol og leggings) og vopnaðist broti af tréskurðarbretti. Á meðan ég stóð í þessu stússi gróf kvikyndið sig langt inn í teppið. Ég var hætt að heyra í því. Þá nýtti ég tækifærið og setti fuglinn inn í búr og opnaði hurðina upp á gátt.
Skjálfandi á beinunum lyfti ég svo upp teppinu þar sem ég hélt að kvikyndið væri. Nei, ekkert bólaði á því. Ég lyfti því aðeins meira upp, sleppti og hljóp í burtu, viðbúin að skepnan kæmi á eftir mér. Nei, enn bólaði ekkert á kvikyndinu.
Næsta ráð var að henda teppinu niður á gólf. Við það kramdist flugan eitthvað undir þunga teppisins og ég gat heyrt hversu reið hún var. BZZZZZZZZZZZZZZZZ. Shit! Ég faldi mig á bakvið stól.
Loksins náði flugan að losa sig úr viðjum teppisins og ætlaði að flýja í heimahagana. BOINK! hún lenti að sjálfsögðu á glugganum og ekki var hún minna ánægð með það. Alveg brjáluð. Enda svo vitlaust kvikyndi. Sama hvað hún reyndi komst hún ekki í gegnum gluggann.
Ég horfði á þessar árangurslausu tilraunir vitlausu flugunnar og hugsaði næstu skref. Bútur af skurðabretti dygði ekki til núna. Því fann ég Fréttablaðið í dag, rúllaði því upp til að beina flugunni í átt til sinna heima - ÚT.
Hún var líklega orðin eitthvað vönkuð yfir öllum látunum í sjálfri sér auk þess sem mér sýndist ég hafa tekið hluta af löppinni af henni með teppinu. Eða hún kannski frekar slitið hana af þegar hún losaði sig úr teppinu.
Eftir heillangan tíma af því að reyna að beina henni í rétta átt festi hún takið á blaðinu og ég bar hana út, þar sem ég hristi hana af blaðinu. BZZZZzzzzzz(zzzz) og þar fór hún. OG EKKI KOMA AFTUR!
 
bombus_hortorum_220205

Þett'er yndislegt líf

Minns átti afmæli í síðustu viku. Eyddi afmælisdeginum í að hjálpa Tryggva með kokteilboð sem hann sá um í vinnunni. Um kvöldið byrjaði ég svo að baka, var fram á nótt að baka og vaknaði svo kl. 8 til að klára að baka fyrir alla gestina sem voru væntanlegir eftir hádegi.
Alveg yndislegur dagur og gaman að fá alla fjölskylduna svona heim til sín.

Við Tryggvi fórum svo í "sumarbústað" um síðustu helgi. Fengum lánað hús á Stokkseyri til þess að "flýja" frá skarkala borgarinnar og slaka á. Ótrúlegt hvað það að fara út úr bænum fær mann til að slaka mun meira á heldur en bara að vera heima hjá sér.
Við gerðum nú samt ekkert mikið þarna. Sváfum til kl. 14 á laugardaginn! Ótrúleg þreyta í gangi. En svo slökuðum við bara á. Fórum á veiðisafnið á sunnudeginum áður en við fórum. Ég mæli eindregið með því, virkilega flott dýrin þarna! Og miklu stærri en maður gerði sér í hugarlund.

Á mánudag fórum við svo í mæðraskoðun, allar mælingar eðlilegar. Barnið soldið langt, enda ekki langt að sækja í hávaxin gen (þó við Tryggvi séum bæði lítil). Þarf ekki að leita lengra en til pabba og allra bræðra minna og svo auðvitað móðurfjölskyldu Tryggva til að sjá hvaðan það kæmi. En við vitum auðvitað ekkert núna hvernig það endar svo. Kannski verður það lágvaxið eins og mamma og pabbi :) Svo hlustuðum við á hjartsláttinn sem tók nú smátíma að finna, því barnið sparkaði bara í græjuna og vildi ekki leyfa okkur að hlusta. Alltaf svaka fjör hjá barninu. Kvöldið fyrir skoðunina tók það líka heljarlanga og kröftuga fimleikaæfingu í ca. klukkutíma!

Annars lifi ég bara sældarlífi hérna heima. Svo margt sem er á dagskránni hjá mér og ég þarf að passa mig á að gleyma ekki að orðið "nei" er líka til í orðaforðanum, því sumir halda að af því að ég sé atvinnulaus að þá sitji ég bara heima og geri ekki neitt. En það er mitt að passa upp á það og um að gera ef fólk langar að hitta mig eða gera eitthvað með mér að slá á þráðinn ;-) Það versta sem gerist er að ég segi þá "nei" ;-) Og auðvitað það besta sem gerist er að ég segi "já" og við eigum góðan stund saman :-) Það eina sem ég bið um er að fólk sé ekki að ætlast til neins af mér ;-)
Það sem ég er helst að dúlla mér við þessa dagana er að sinna smá JCI starfi, prjóna og gera barnaherbergið klárt. Er einmitt að fara að mála apann á vegginn og svo teikna upp gíraffann og jafnvel mála hann líka. Það sem á þá eftir að gera er bara að festa upp hillurnar, finna flott dót í þær og ganga frá. Þá er herbergið nánast tilbúið.
Á dagskránni er svo ýmislegt fleira eins og að sinna Nammilandi, lesa og læra um Wedding planning, byrja aftur að æfa á píanóið, fara í sund og jóga og ýmislegt fleira. Semsagt, nóg að gera og mér leiðist aldeilis ekki. Finnst svo æðislegt að vera heima og sinna sjálfri mér.


Píanó

Ég á rosalega flott pínaó. Það er alveg eldgamalt, eitthvað sem afi keypti þegar mamma var lítil, þá notað. Afi gaf mömmu það svo, og mamma gaf mér það. Semsagt, gengur kynslóða á milli og mín ósk er að það gangi í einhverjar kynslóðir til viðbótar. Hinsvegar hefur verið óspilandi á það í nokkur ár þar sem einn strengurinn var slitinn og slakt á mörgum öðrum, enda búið að flytja það ansi oft upp á síðkastið, og ekkert verið gert fyrir það greyið.
Mig hefur oft langað til þess að stilla það en sagði alltaf við Tryggva að það væri svo dýrt svo það hefur bara verið upp á punt.

Þangað til í gær, að Tryggvi tók sig til og hringdi og athugaði hvað þetta kostaði nú. Og ekki var það nú dýrt.. 15þ kall! Ég var búin að ímynda mér eitthvað miklu meira.

Hins vegar var hljóðið í píanóstillingamanninum ekki mjög gott þegar Tryggvi lísti gripnum fyrir honum. Eldgamalt píanó sem var ekki búið að gera neitt fyrir í mörg ár. Píanóstillarinn sagði að það gæti vel verið að ekkert væri hægt að gera fyrir það nema skipta um allt innviðið, og það getur kostað skildinginn. En hann skildi nú koma og líta á gripinn og sjá hvað hann gæti gert.

Ég fór því í hálfgert þunglyndiskast þegar Tryggvi sagði mér þetta. Gripur sem mér þykir ofsalega vænt um. Eini "dauði" hluturinn sem er mér kær nánast eins og um lifandi manneskju væri að ræða, enda búinn að fylgja mér alla mína ævi. Það kæmi sko ekki til greina að henda því, frekar myndi ég bíða í nokkur ár og láta svo skipta um innihaldið. Úff ég var næstum farin að grenja.

Píanóstillirinn kom svo í morgun og hann þurfti ekki að horfa lengi á gripinn eða taka í margar nótur til þess að sjá að þetta væri sko gæðagripur sem hann gæti alveg gert góðan aftur. VÁ hvað mér varð létt við að heyra þetta. Hann skipti um slitna strenginn og stillti restina af nótunum, kemur svo aftur eftir ca. 2 vikur til þess að endurstilla nýja strenginn (því það slaknar alltaf aðeins á nýjum strengjum) og þá er það orðið fínt aftur.

Elskulega píanóið mitt farið að spila fagra hljóma aftur (tjah þegar ég næ að spila vel) :)

Lífið gæti ekki verið betra - þetta er besta afmælisgjöf sem ég hef nokkurntíma fengið :-)


Fuglaþolinmæði

Fuglinn hefur verið að reyna soldið á þolrifin síðustu daga. Hún er farin að vera með svo mikil læti, öskrar og öskrar. Trikkið er að verðlauna ekki öskrið með því að skamma hana eða tala við hana, heldur þarf maður að hunsa hana þegar hún öskar. Á móti þarf að verðlauna hana þegar hún er stillt og góð svo hún sjái að það sé hegðun sem er velkomin.
Ástæður fyrir öskrinu geta verið nokkrar. Ekki nægur svefn (þreytt og pirruð), keppa um athygli sjónvarps og útvarps og bara hreinlega að ná athygli. Líklega hefur hún líka meiri orku þar sem dagurinn er orðinn lengri og það er bjartara úti.

En að hunsa svona fugl sem öskrar og öskrar getur verið ferlega erfitt. Þá er bara að sækja einhverja innri orku og blokkera á þetta og halda áfram að gera það sem maður var að gera.


Laugudagar

Eftir að ég varð dreki er svo margt sem ég get látið eftir mér.
Í gærkvöldi horfði ég á bíómynd og fór ekki að sofa fyrr en kl. 1. Ég stillti svo klukkuna á hálfníu og var komin á lappir kl. níu, fékk mér að borða í rólegheitum og las blaðið. Svo er bara stefnan tekin á sturtu og smá dekur, teikna tré á vegginn inni í barnaherbergi og fara í tiltekt. Saumaklúbbur á kaffihúsi og meðgöngujóga seinnipartinn. Já og ég gat leyft mér að slaka vel á í gær með Tryggva mínum því tiltektin mátti alveg bíða þangað til í dag :)

Og svo er þetta líka fallega veður úti, aldrei að vita nema maður skelli í eina köku.

Já, það eru sko allir dagar laugardagar núna - eða réttara sagt, nú eru allir dagar Laugudagar :)


Óléttuhormónar

Ég hef heyrt margar hormónasögur af óléttum konum. Grátur og gnístan tanna - brjálæðisköst og ýmislegt fleira, og að það sé líka mjög auðvelt að græta óléttar konur.

Tjah.. Tryggvi hefur nú bara einu sinni grætt mig á þessu óléttutímabili og þurfti ekki meira til en að hann var eilítið morgunfúll þegar ég var að reyna að vekja hann. Við erum bæði morgunfúl að staðaldri en ég tók því ekki vel í þetta skiptið. Ég var ferlega fúl á meðan þessu stóð en hlæ bara að þessu núna :-)

Ég hef lítið sem ekkert grenjað af völdum þessarar óléttu en það sem virðist gerast hjá mér í staðinn er að ég fæ þessi svakalegu og nánast óstöðvandi hláturköst :) Ekki slæmt það. Manni líður líka betur eftir hlátur en grátur, þó það geti stundum verið pínu erfitt að geta ekki hætt að hlæja :P En ekki ætla ég að kvarta :)

Hláturinn lengir lífið :-D

laugh_out_loud_baby203_203x152

Atsjú

Úff ég er ekki að nenna þessum veikindum! Leið fínt í vinnunni í gær en líður ekki nærri því eins vel núna :( Eða líður eiginlega bara ekkert vel núna :(

Runny_Nose

 

Er mikið að spá hvort ég eigi bara að drífa mig heim og leyfa mér að vera veik. Fara aftur í náttfötin og leggja mig. Ég verð jú að vera sterk fyrir bumbubúann og vera dugleg að hvíla mig. Hann (sko hann bumbubúinn) er annars alveg eldhress. Í gærkvöldi þegar ég var að fara að sofa voru þvílíkar fimleikaæfingar í gangi og allt á fleygiferð :) Mér finnst ekkert nema gaman að finna fyrir þessum hreyfingum sem eru þvílíkt sterkar. Get stundum horft heillengi á mallann og fylgst með bumbunni lyftast upp hér og þar. Komin rúmar 22 vikur og bumban tók þvílíkt stökk um páskana. Svo mikið að mágkona mín sá mun frá fimmtudegi til mánudags :) Bara gaman að því. Er nú samt fegin að ég er ekki með þríbura eins og þessi. Sjæse!


Páskar og veikindi

Páskarnir voru virkilega fínir.

Fimmtudagur, föstudagur, laugardagur og mánudagur helguðust af matar/kaffiboðum hjá fjölskyldu og vinum. Gott að hitta þau öll og eiga með þeim góða stund.

Á laugardagsmorgun klæddi ég mig í kjúklingabúning :) Nei nei ekki bara að gamni heldur líka til þess að skemmta börnunum í Páskaglensi Esjunnar (JCI Esju) sem haldið er á hverju ári. Full body búningur með löppum og höndum og alles - algjör snilld :)

Við Tryggvi byrjuðum á að mála barnaherbergið. Við erum búin að leggja línurnar að neðri hlutanum og eigum bara eftir að klára hann alveg. Ég er svo byrjuð að teikna á veggina myndir sem við munum svo mála. Jungle þema sko :)

Aðfaranótt þriðjudags svaf ég svo frekar illa og vaknaði svo með hita og kvef. Tók þriðjudag og miðvikudag í veikindafrí en er mætt til vinnu núna - full af hor og viðbjóð :( Er samt fegin að ég fékk að eiga páskafríið alveg í fríi frá veikindum, gat alveg slappað af og tekið því rólega. Prjónaði líka heila peysu! Alveg ótrúlegt :) Sést nú alveg "amatör"bragurinn á henni en ég er mjög stolt af henni þar sem þetta er jú fyrsta peysan mín. Er byrjuð á buxunum sem eru við. Þær eru nú töluvert einfaldari en peysan.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband