Færsluflokkur: Bloggar
24.11.2008 | 09:53
Brrr kalt
Ég er algjör kuldaskræfa. Samt valdi ég horn"skrifstofuna" með gluggum í tvær áttir þegar ég kom hingað til Teris. Það verður víst stundum soldið kalt hérna í horninu en mér er alveg sama. Ég er með hornskrifstofu - og ég barðist fyrir henni.. við drógum spil um hvert okkar fengi hvaða pláss og það var bráðabani milli mín og Kristjáns. Hann fékk hitt gluggasætið - bara með einn glugga. En ég er með hornglugga :)
Það fylgdi reyndar lítill rafmagnsofn sem ég kveiki á á hverjum morgni. Það var nóg að hafa hann bara fyrir aftan mig en nú er ég farin að setja hann undir borð við fæturna á mér. Mmmmmm þá hlýnar mér :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2008 | 22:16
Saumóárshátíð
Einu sinni á ári hittumst við skvísur í saumaklúbbnum og eyðum deginum saman. Við stelpurnar gerum eitthvað skemmtilegt yfir daginn, byrjum stundum á því að fá okkur smá brunch, höfum svo t.d. farið í karate, magadans og afró og í gær í badminton og svo oftast í sund eða gufu eftirá, og um kvöldið bætast makarnir svo í hópinn og við borðum eitthvað fínt saman, förum í leiki og spjöllum saman. Í fyrra fórum við út að borða en það var í fyrsta skipti sem það var gert, annars höfum við alltaf eldað eitthvað fínt heima.
Í gær var s.s. árshátíð ársins og alltaf tekst manni að skemmta sér jafn vel :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2008 | 12:24
Fínir föstudagar
Mér finnst ferlega gaman að nýju "reglunni" sem ég er búin að setja mér. Föstudagar eru fínir og þá er ég alltaf í pilsi :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.11.2008 | 14:49
Ég er snillingur
Um daginn hló ég að samstarfsmanni mínum sem lenti í því að það slokknaði á símanum hans en hann mundi ekki nýja pin númerið. Ýmislegt vesen í kringum það auðvitað.
Ég hefði átt að hlægja hærra :-)
Það er búið að vera eitthvað vesen á símanum mínum svo ég ætlaði að prófa hvort það væri síminn eða símkortið sem væri með vesenið. Prófa að setja kortið í gamla símann minn - svo þegar ég kveikti á símanum var beðið um pin númer. Hmm já... ég man ekki heldur nýja pin númerið.
Snillingur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2008 | 09:04
I'm no musical fan
Jæja ég er búin að komast að því að ég er bara engan veginn neitt söngleikja"fan". Ég horfði á Mamma mia með systrum mínum. Ég horfði á hana til enda af því að ég var að horfa á hana með systrum mínum. Ekki af neinni annarri ástæðu. Ég bara meika ekki svona myndir.. það fór um mig svo mikill kjánahrollur. Ég bara meika heldur ekki svona vitleysu í myndum.. fannst hún ofleikin (sérstaklega af vinkonum móðurinnar) og verið að kreista upp úr sér sönginn. "Mr Bond", sem allir hafa verið að tala um að hafi verið svo fyndið að sjá í myndinni fannst mér bara eyðileggja myndina, hann hafði bara ekkert fram að færa í henni því ekkert gat hann nú sungið. Colin Firth var töluvert betri (kannski fannst mér það líka því mér finnst einhvernveginn betri ára í kringum hann), því hann kann jú líka að syngja. Kannski bætti það áhorf á myndina að Pierce lék í henni og trekkti að meiri aðsókn að hann skyldi syngja svona illa, en að mínu mati þarf góða söngvara í söngleikjamynd - sem kunna auðvitað líka að leika.
Ég er búin að prófa að horfa á alls konar söngleikjamyndir og fæstar finnst mér góðar. Einhverjar hræðilegustu söngleikjamyndir sem ég hef séð eru Chicago og Moulin Rouge. Ég horfði heldur ekki á Evita til enda..
Þegar ég var lítil fannst mér gaman að söngleikjamyndum eins og Annie o.fl. en sá áhugi virðist alveg dottinn út. Þá horfði ég líka á myndir með Frank Sinatra og Fred Astaire og þær fannst mér mjög skemmtilegar. Spurning hvort mér finnist þær ennþá skemmtilegar, ég hugsa að ég eigi þær bara fyrir sjálfa mig í minningunni.
En dæmi um þær sem mér finnst í alvörunni góðar eru "The nightmare before christmas" og "Sweeney Todd, the demon barber". Kannski er sú staðreynd að lita mig að ég sá söngleikinn Sweeney Todd fyrst uppsettan af nemendum Flensborgarskóla, og skemmti mér alveg konunglega þar. En "The nightmare before christmas" er bara æðisleg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2008 | 23:00
Bleh
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.11.2008 | 12:03
Gaman gaman
Það er svo GAMAN að vera komin í gott form. Að passa buxur nr. 10 og passa í föt sem ég hef aldrei passað almennilega í áður. Jafnvel vera komin fram úr fötum sem ég passaði ekki í lengi lengi - passaði jafnvel bara í þau í stuttan tíma í einu.
Ég var að skoða myndir af mér frá því í vor, þegar bróðir hans Tryggva fór í fermingamyndatöku og fjölskyldan fór með í myndatöku - þá var tekin smá myndasyrpa af okkur Tryggva. Jakkinn sem ég var í var gjörsamlega að springa utanaf mér. Núna er hann mjög fínn á mér. Ég hafði lofað mömmu að láta hana fá mynd af mér og Tryggva úr þessari myndatöku til að henga upp á vegg, en ég er hætt við. Hún fær frekar glænýja mynd af mér og Tryggva - við s.s. þurfum að drífa okkur í myndatöku.
Í gær fór ég í bíó - og ég fór í jakka sem - þegar ég keypti hann - var þröngur á mér og ég gat varla hneppt honum. En í gær passaði hann mjög fínt og ég gat vel hneppt honum :)
Gaman gaman gaman :)
Svo var ég að skoða myndir af mér síðan ég var 18 ára. Ég er að stefna á að komast í sama form og þá. Það er nú ekkert rosalega langt í það - en ef ég ætla að ná því þarf ég samt að æfa vel og borða rétt - eða s.s. bara halda áfram að borða rétt - og æfa aðeins meira :)
Gaman gaman gaman :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.11.2008 | 11:37
NAMM!
Í gærkvöldi prófuðum við Tryggvi að búa til lakkrís. Namminamm. Það hefði reyndar mátt vera soldið meira gelatín í honum, hann er frekar mjúkur en góður er hann :)
Nammiland.is er nú farið að bjóða upp á hráefni til lakkrísgerðar svo það ættu allir að geta byrjað að prófa. Uppskriftir koma svo inn fljótlega. Aldrei að vita nema maður fari líka að bjóða upp á námskeið í lakkrísgerð og svo hlaupgerð. Þetta er svoooo gott :)
Ég er þokkalega að fara að slá í gegn í nýju vinnunni - ekki bara með brjóstsykur heldur líka með saltlakkrís :)
Í dag er svo grímuball í vinnunni... verður fróðlegt að sjá hvað fólki dettur í hug að gera. Ég ætla að vera grísk prinsessa... eitthvað í þessum dúr - en þó allt öðruvísi.. you get the picture
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2008 | 12:49
Urrabítann
Þó ég vakni á morgnana til að fara á hlaupabretti eða aðrar æfingar þá er ekki þar með sagt að það sé auðvelt. Sumir tala um A og B manneskjur, ég er hvorugt. Ég fer reyndar frekar seint að sofa en ég verð samt mjög þreytt eftir kl. 22 og er varla vinnuhæf eftir það. Og ég á mjög erfitt með að vakna á morgnana. Sumir segja að maður geti vanið sig á að fara snemma að sofa og þá verði auðvaldara að vakna snemma. Jú, ég get vel vanið mig á að fara snemma að sofa og ég get vel vanið mig á að vakna snemma, en það gerir það samt aldrei auðveldara að vakna snemma. Ég er, hef alltaf verið og mun alltaf vera morgunfúl. Eða réttara sagt, ég er, hef alltaf verið og mun alltaf vera grumpy þegar ég er þreytt, hvort sem það er kvöld, dagur eða morgunn.
Nú eru ekki margir sem hafa séð mig grumpy eða reiða þar sem ég er að eðlisfari með mikið jafnaðargeð. Ég er ekki að stökkva upp á tær mér við minnsta tilefni og það þarf í raun mikið til.
En ef einhvern langar að sjá mig reiða væri hægt að koma í heimsókn að morgni til og vekja mig. Ég vil þó ekki hvetja til þess ;-)
Sem dæmi, þá sagði ég við Tryggva í gærkvöldi að hann mætti reka mig á lappir rétt fyrir kl. 7 svo ég gæti farið á brettið. Ég lét klukkuna fyrst hringja kl. 6.40 (því mér finnst svo gott að snúsa) og planið var að fara á fætur 6.50. Klukkan hringdi og þegar ég teygði mig eftir klukkunni skellti Tryggvi hendinni á sér undir mig svo ég gæti ekki lagst aftur niður.
Þetta er það sem hann fékk út úr því:
Urrr... ég var ekkert smá pirruð. Hann var að trufla mig því ég ætlaði sko að sofa í 10 mínútur í viðbót! Já, það þarf lítið til þess að ég urri svona á morgnana. Smá pot - og ég gæti bitið :-)
Það á sko ekki að trufla birni í dvala (ekki að ég sé í dvala en..)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.11.2008 | 09:27
Fjall nr. 2 búið
Og það var ekkert svo erfitt, mun auðveldara en síðast :)
Eins og sést á myndinni hér að neðan þá er það töluvert bratt. Mikill halli upp í byrjun, svo kemur sylla þar sem maður nær andanum aftur. Svo kemur aftur töluvert bratt og að lokum þarf að klifra upp á toppinn.
Flestir hefðu bölvað veðrinu en eftir veðráttuna á síðasta fjalli var ég mjög sátt. Það var rigning og þoka, þoka sem gerði það að verkum að ég bara verð að fara þarna aftur síðar þegar skyggnið er betra, því ekkert var útsýnið á toppnum (sem var reyndar frekar fúlt). Það opnaðist reyndar smá gluggi í smástund þannig að við sáum að Hafravatni en ekkert lengra. Þar að auki var gestabókin ekki í kassanum á toppnum svo ég þarf að koma aftur til að kvitta :)
Uppgangurinn tók um 1 1/2 klst og niðurgangurinn rúmlega 1/2 klst (gaman að nota þessi orð hehe)
Næsta fjall er svo Keilir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)