Færsluflokkur: Bloggar
8.11.2008 | 16:54
Æj hvað ég er orðin leið á þessu
já, leið á þessu endalausa væli. Hvað græðir maður á því að grýta alþingishúsið og leita að blórabögglum? Hvað græðir maður á því að rífast og skammast daginn út og inn og kenna einhverjum jakkafataklæddum mönnum um ástandið heima hjá sér og öðrum? EKKI NEITT! Það eina sem gerist er að maður eyðir orku í ekki neitt og lokar huganum fyrir öllu því góða sem maður hefur. Neikvæðni og æsingur færir manni ekkert jákvætt.
Ég er líka orðin hundleið á því hvað fjölmiðlar taka mikið þátt í þessu og mála svarta mynd af öllu og blása allt upp. Hvað er málið með að birta milljón litlar fréttir af þessum mótmælum á austurvelli? Æsifréttamennska - ég þoli hana ekki. Gerir ekkert annað en að æsa fólk upp (enda kallað æsifréttamennska) - og koma fólki í vont skap. Enda er ég nánast hætt að lesa og hlusta á fréttir. "Ha? fylgistu þá ekkert með hvað er að gerast í þjóðfélaginu?" Jú, ég fylgist alveg með, ég tala við fólk og það er nóg af fólki sem verður á vegi mínum sem getur sagt mér hvað er að gerast - og æsir mig ekki svona upp.
Já, ég veit vel að það er fullt af fólki sem á um mjög sárt að binda. Búið að missa vinnuna sína, búið að missa bílinn, er á leiðinni að missa húsið, er kannski búið að missa allan sparnaðinn o.s.frv. Og margt af þessu fólki er ekki eitthvað af því sem stóð í neyslufylleríinu og var að taka 100% lán. Eða fólk sem hlustaði í blindni á aðra sem ráðlagði því að setja allan sinn sparnað í peningamarkaðssjóð. Því fólki finn ég alveg til með - ekki misskilja mig þar.
En fólkið sem tók FULLAN ÞÁTT í neyslufylleríinu hefur engan rétt til þess að kenna einhverjum "örfáum jakkafataklæddum mönnum" um hvernig er ástatt hjá sér. 100% lán, endurfjármagnanir, kaupa hús sem er flottara en nágrannans - rústa öllu útúr því og setja allt nýtt í staðinn - maður verður nú að vera flottari en náunginn! Nýr sófi, nýtt sjónvarp, nýtt eldhús, nýr ísskápur sem segir manni hvenær mjólkin er búin, Audi, Bens, BMW, Range Rover.. á 90-100% erlendu bara. Já já, borga bara með endurfjármögnun með veði í húsinu. Sparnaður? Já set hann bara allan í hlutafé og peningamarkaðssjóð sem er "high risk" - það gerist aldrei neitt hvort sem er, alveg jafn öruggt og venjulegur reikningur. Ef þú ert einn af þessum, þá vorkenni ég þér ekki neitt. Vona bara að þú hafir lært af þessu og gerir þetta ekki aftur!
Mér líður alveg jafn vel í dag og fyrir tveimur mánuðum síðan. Skítt með það þó ég hafi minna á milli handanna, ég er með þak yfir höfuðið, er með fullan frysti af mat og bý með manni sem elskar mig. Ég á góða fjölskyldu, góða vini og held áfram að taka virkan þátt í félagslífinu - alveg eins og áður.
"Og hvað? Eigum við bara að láta þessa menn sem eru ábyrgir sleppa?" - Umm - komu þessir menn heim til þín og neyddu þig til að taka 100% lán? Komu þessir menn heim til þín og neyddu þig til þess að stækka við þig? Komu þessir menn heim til þín og neyddu þig til að skrifa undir fjármögnunina á nýja flotta bílnum "þínum"? NEI.
Hvernig væri að nýta orkuna í eitthvað jákvætt? Finna tækifærin sem eru þarna úti? Búa til ný tækifæri? Ef maður lifir í eintómri neikvæðni og reiði sér maður aldrei þessi tækifæri. Ég sé hinsvegar fullt af þeim - og lifi í landi tækifæranna. Þetta er líka kjörið tækifæri til að gera eitthvað með fjölskyldunni. Það kostar nú ekki mikið að fara í gönguferðir og anda að sér fersku loftinu, fara í fjallgöngur, lautartúr. Og nú eru jólin í nánd. Hvernig væri að hætta þessari jólageðveiki sem hefur alltaf verið og njóta þess að vera með fjölskyldunni um jólin. Baka saman jólakökur í stað þess að kaupa þær, föndra fallegt jólaskraut, búa til sultur eða sælgæti til að gefa vinum og ættingjum, í stað þess að kaupa dýrasta og flottasta georg jensen kertastjakann...
Mér finnst gott að þjóðin fái smá spark í rassinn núna eftir þetta eyðslufyllerí og læri að lifa lífinu og fara rétt með peninga.
Ef þú ert reiður eftir þessa lesningu ... hættu að hugsa um hvað þú átt ekki.. og enn síður um hvað aðrir eiga! staldraðu frekar aðeins við og líttu í kringum þig og hugsaðu um hvað þú átt.
Eggjum kastað í Alþingishúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.11.2008 | 09:10
Fjall nr. 2 á morgun
Á morgun mun ég klífa fjall nr. tvö í fjallaþjálfuninni. Mun það vera fjallið Vífilsfell. Vanir fjallgöngumenn segja það vera lítið mál en fyrir mér er það stórt og mikið, en ég ætla mér alla leiðina upp! :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.11.2008 | 13:33
Að búa til brjóstsykur - gott í kreppunni
Í gær kom frétt á dv.is sem tengist fyrirtæki okkar Tryggva, Nammiland.is. Í fréttinni var rætt við Svandísi á Selfossi en hún kom til okkar á námskeið til þess að gerast leiðbeinandi og hefur haldið námskeið heima hjá sér.
Fréttina er hægt að nálgast hér: http://www.dv.is/frettir/2008/11/2/brjostsykursjol-i-kreppunni/
Fyrirsögn fréttarinnar er "Brjóstsykursjól í kreppunni", sem eru alveg sannindi því það að búa til brjóstsykur er alla jafna mun ódýrara en að kaupa tilbúinn brjóstsykur út í búð, auk þess sem hann er alveg náttúrulegur og engin aukaefni og því mun hollari. Ef við tökum sem dæmi, þá er hægt að kaupa á nammiland.is ýmiss konar pakka, þar á meðal er lakkríspakki, mentholpakki, bavíanapakki og kólapakki og eru allir þessir pakkar á 1.695 kr (þegar þetta er skrifað) og úr hverjum pakka fást um 2 kg af brjóstsykri. Það þýðir að kílóverðið á þessum pökkum er aðeins tæpar 850 kr. - sem ég held að sé frekar erfitt að finna úti í búð.
Auk þess sem heimalagaður brjóstsykur er ódýr er þetta mikil félags- og fjölskylduskemmtun, það er virkilega gaman að koma saman og búa til brjóstsykur og einnig gaman að gefa heimalagaðan, handunninn brjóstsykur í jólagjöf.
Nú ef svo ólíklega vill til að maður er ekki spenntur fyrir brjóstsykursgerð en veit af fólki sem er spennt fyrir því þá býður Nammiland.is nú upp á gjafabréf á brjóstsykursnámskeið en einnig er sniðugt að gefa startpakka í jólagjöf.
Nú er dagskráin hjá okkur Tryggva að fyllast í nóvember og desember þar sem ekkert lát virðist á námskeiðshaldi í brjóstsykursgerð, saumaklúbbar, vinkonu/vinahópar, starfsmannafélög o.fl. eru nú á fullu að panta hjá okkur námskeið í brjóstsykursgerð fyrir jólin. Ef einhvern langar á námskeið þá er um að gera að senda okkur póst á namskeid@nammiland.is.
Í gær héldum við mjög skemmtilegt námskeið, barnanámskeið í brjóstsykursgerð en þar komu saman nokkur börn ásamt foreldrum sínum og fengu að klippa og móta brjóstsykursmola og búa til sleikipinna. Þeim fannst það mjög skemmtilegt og fóru kát og stolt út með sinn brjóstsykur. Ímyndunaraflið hjá börnunum hefur litlar hömlur og kenndi ýmissa grasa á námskeiðinu, m.a. gerði ein fiðrildabrjóstsykur, önnur gerði tvíburasleikjó, og svo voru þarna snúningssleikjóar, koddar, kúlur, lengjur o.fl.
Talandi um börnin, þá ætlum við einmitt að fara að bjóða upp á nýjung hjá Nammilandi en það er að koma í barnaafmæli og búa til brjóstsykur með krökkunum. Svo ef einhver er að fara að halda barnaafmæli á næstunni, endilega hafið samband við okkur og við skoðum hvað er hægt að gera :-)
Spennandi tímar framundan og nóg að gera í kringum jólin :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.10.2008 | 14:54
Gullkorn vikunnar
Within every obstacle of difficulty you face, there is a seed of an equal or greater opportunity or benefit
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2008 | 16:27
Hvað er það við jólin?
Ég bara spyr - hvað er það við jólin sem fær mann til að líða svona ofboðslega vel. Nú er ég að hlusta á jólalög með Canadian Brass Orchestra og það færist strax yfir mig einhver ofboðsleg vellíðan og innri friður. Ég kemst í gott skap og allar áhyggjur hverfa eins og dögg fyrir sólu. Það er eins og einhver efni leysist úr læðingi í líkamanum sem veldur þessu - eins og þegar maður er búinn að æfa og endorfínið kikkar út í blóðið og maður verður orkumikill og líður vel. Þetta er aðeins öðruvísi vellíðan, en góð er hún :)
Ahhh jólin. Yndislegur tími. Minn uppáhaldstími.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2008 | 17:51
Þú getur bjargað mannslífum!
Þú getur bjargað mannslífum!
Mánudaginn 27. október kl. 17:30 verður Malaríuhlaup JCI haldið til styrktar verkefninu Nothing But Nets.
Á 30 sekúndna fresti deyr barn í Afríku af völdum malaríu. Með því að safna fé til kaupa á malaríunetum og senda til Afríku er hægt að bjarga börnum og fjölskyldum þeirra frá vísum dauða.
Hvert net kostar aðeins um 1.000 kr. og dugar fyrir heila fjölskyldu í fjögur ár.
Við hvetjum þig til að mæta hvort heldur er til að ganga, skokka eða hlaupa.
Þátttaka og stuðningur er aðalmálið, með þinni þátttöku getur þú bjargað heilli fjölskyldu!
Boðið er upp á 3 km skemmtiskokk án tímatöku og 5 km hlaup með tímatöku.
Rásmark er við Skautahöllina í Laugardal og verður hlaupið á stígum í Laugardal.
Þátttökugjald er 1.000 kr. fyrir 3 km skemmtiskokk og 1.500 kr. fyrir 5 km hlaup.
Skráning fer fram á www.hlaup.is til kl. 21:00 sunnudaginn 26. október.
Á hlaupadegi verður hægt að skrá sig á staðnum í anddyri Skautahallarinnar í Laugardal frá kl. 16:00 þar til 10 mínútum fyrir hlaup.
Athugið að ekki er hægt að greiða með greiðslukorti á staðnum en hægt er að nota greiðslukort í forskráningu á hlaup.is.
Nánari upplýsingar um hlaupið er að finna á www.jciesja.org/nothingbutnets
Nánari upplýsingar um verkefnið Nothing But Nets er að finna á www.nothingbutnets.net og www.jci.cc/nothingbutnets
Ég hvet þig til að alla sem þú þekkir vita því fleiri sem mæta því fleiri lífum verður bjargað.
Bloggar | Breytt 29.10.2008 kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2008 | 09:57
63 dagar
til jóla
...alveg kominn tími til að setja vel valda jólatónlist "á fóninn"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.10.2008 | 12:28
Gullkorn vikunnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2008 | 17:38
Enginn súludans í dag
Ég er barasta að drepast úr harðsperrum í kálfunum og tel óráðlegt að ofgera þeim og nauðga með dansæfingum. Í staðinn ætla ég að taka létta gönguæfingu (mjög hæga) og lyfta (með efri líkamanum - ætla að hlífa fótunum).
Og hver skyldi nú vera ástæða þessara harðsperra í kálfunum?
Hér sjáið þið hana (ásamt leiðinni sem var gengin):
AstmaFjallgöngugarpar gengu á Móskarðshnjúka síðasta laugardag. Lagt var af stað um 10 leytið í hífandi roki og við okkur tók skafrenningur og enn meira rok. Alls ekki besta veðrið til fjallgöngu. Ég var komin upp á topp um 12:30 leytið og aftur niður um kl. 14:00. Ég veit ekki hvað ég þurfti að stoppa oft á leiðinni til að ná andanum, ég gæti líklega ekki talið skiptin á fingrum beggja handa. En upp komst ég og er geðveikt stolt af því! Þetta er fyrsti tindurinn sem ég hef farið.
Hér er mjög falleg mynd af hnjúkinum en ég væri alveg til í að fara aftur þarna upp þegar veðrið verður svona (t.d. næsta sumar):
Skyggnið núna var nær þessu (þó kannski ekki alveg svona slæmt, en þó nálægt því - ath ekki mynd af móskarðshnjúkum)
Í næsta mánuði verður farið upp á Vífilsfell og þar næst Keili. Nú hlakka ég bara til - og verð vonandi komin í betri þjálfun þannig að ég verði ekki með svona miklar harðsperrur :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2008 | 09:37
Marblettir á öxlinni!
Hverjum hefði dottið það í hug að við það að stunda súludans myndi maður fá marbletti. Og enga smá marbletti. Hef fengið risamarbletti á hnjánum, upphandleggjum og á ristinni. En líkaminn virðist fatta þetta og ég venst álaginu og ég fæ æ sjaldnar marbletti.
En eftir tímann í gær þá er að myndast þessi glæsilegi marblettur á öxlinni. Já, ÖXLINNI! Við vorum að prófa nýtt "múv" í gær (eða ég, var ekki í tímanum þegar það var kennt fyrst) sem er reyndar svolítið erfitt að útskýra, en við það að framkvæma þetta "múv" þá varð ég virkilega aum í öxlinni. Svona er það þegar maður heldur nánast heilum líkama uppi á öxlinni - þá verður maður aumur í henni.
Annars átti ég frekar erfitt í tímanum í gær - var alltaf að svitna í lófunum þannig að súlan varð mjög sleip. Gat ekki haldið mér uppi og prófað hin nýju "múvin".
En ein spurning - hversu langt er síðan þú stóðst á höndum?
Við höfum verið að standa á höndum í tímum og ég hef ekki gert það síðan ég var lítil. Er ennþá í erfiðleikum með að koma mér upp - en þegar ég er komin upp þá er það ekkert mál. Þetta er bara spurning um kjark og þor - drífa sig upp. Það kemur með tímanum.. fyrst ég get hangið á hvolfi á súlu hlít ég að geta staðið á höndum upp við vegg
Smá dæmi um það sem Pole fitness snýst um - við erum samt ekki orðin alveg svona advanced en það eru kannski 2-3 hreyfingar þarna sem ég get (veit þó ekki hversu vel þær líta út)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)