Þetta kalla ég ekki dekurbörn

Mín skilgreining á dekurbarni er ekki sú að eiga gott samband við foreldra sína og í sumum tilfellum búa lengi heima. Mín skilgreining á dekurbarni er barn sem fær allt upp í hendurnar og það þarf sko ekki að vera gott samband á milli þess og foreldra þess þó foreldrarnir færi því allt sem það vill. Ég þekki einhverja sem hafa búið lengi hjá foreldrum sínum sem flokkast sannarlega ekki sem dekurbörn og ég þekki mjög marga sem eiga virkilega gott samband við foreldra sína og eru sannarlega ekki dekurbörn. Og ég hef unnið með krökkum sem eru dekurbörn og ég hef aldrei vitað annað eins. Auðvitað er ég ekki að segja að öll dekurbörn séu ómöguleg í vinnu en þau sem ég hef unnið með voru það. Ég verð því að vera pínu ósátt við fyrirsögnina en engan veginn ósátt við efni fréttarinnar. Finnst það bara nokkuð skiljanlegt að börn sem eru í góðu sambandi við foreldra gangi vel..


mbl.is Dekurbörnum gengur betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei það eru spillt börn það er hægt að dekra við börnin sín án þess að gefa þeim allt sem að þeim dettur í hug.

Skúli Þór (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 13:44

2 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Já jæja, líklega var ég aðeins of fljót á mér.. var í raun að hugsa um ofdekruð og eins og þú segir spillt börn

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 18.12.2007 kl. 14:00

3 Smámynd: Tryggvi F. Elínarson

Sennilega er orðið ofdekur búið að lita aðeins orðið dekur. Ég hugsaði einmitt samstundis um alla ofdekruðu gemmlingana!

Tryggvi F. Elínarson, 18.12.2007 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband