Ekki að ég hafi verið mikið að leita..

..en ég hef þó lengi velt því fyrir mér hvar endurskinsmerki séu seld því ég sé þau hvergi þar sem þau ættu að sjást. Finnst alveg fáránlegt að þau séu bara seld í apótekum og bensínstöðvum. Ættu auðvitað að vera við kassann í stórverslunum eða á litlum bás nálægt kössunum. Flestir fullorðnir, þar á meðal ég, eru alltof latir við að nota endurskin þegar verið er að ganga úti við í þessu myrkri. Og ég veit ekki hversu oft ég hef lent í því að vera að keyra og það munað litlu að ég sæi ekki þennan sem skaust yfir götuna eða er bara einfaldlega að ganga yfir á gangbraut þar sem er ekki nógu góð lýsing. Fólk sést ekki þó það sé götulýsing (nema hún sé alveg einstaklega góð). En það sést með endurskinsmerki.

Ég fæst ekki til að kaupa og ganga með endurskinsmerki ef ég þarf að gera mér sérferð sérstaklega fyrir það út í apótek eða inn á bensínstöð sem ég fer aldrei inná (versla bensín á ódýrari sjálfsafgreiðslustöðum, 3 kr afsláttur með bensínfrelsi.. eigum við að ræða það eitthvað?). Ekki vegna þess að ég vil alveg endilega ekki sjást í umferðinni heldur bara einfaldlega vegna þess að ég er með stórfelldan minnisleka. En ég hef oft hugsað á kassanum í bónus/hagkaup/samkaup/fjarðarkaup að ef það væri nú endurskinsmerki við kassann þá myndi ég mjög líklega grípa þannig.


mbl.is Endurskinsmerki lítt sýnileg í verslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Já, ef ég væri að fara að sauma mér kjól, þá þyrfti ég að gera mér sérferð í Virku (eða aðra verslun). Ég myndi ekki sleppa því að sauma mér þennan kjól eða gleyma því að ég ætlaði að sauma þennan kjól vegna þess að efnið fengist ekki við kassann í bónus.. Munurinn er að þegar ég ákveð að sauma mér þennan kjól þá er það meðvituð ákvörðun og ég fer sérstaklega út til þess en þegar ég sé endurskinsmerkið á kassanum þá er ég minnt á að þetta vantaði mig.

Maður ætti auðvitað að taka meðvitaða ákvörðun um að fara og kaupa sér endurskinsmerki en það er bara ekki efst í huga mér.

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 19.12.2007 kl. 10:23

2 identicon

sko eignastu bara barn og þá færðu fullt af endurskinnsmerkjum sent í pósti, mörg á ári hverju , eigum vel botnfylli í skúffu af þessu

paley (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 12:20

3 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Hahaha já kannski ég fari bara að unga út og þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af þessu :)

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 19.12.2007 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband